RE/MAX og Dagbjartur Willardsson löggiltur fasteignasali kynna, Laufdal 29, Reykjanesbæ fnr. 230-96193D - SKOÐAÐU HÚSIÐ Í ÞRÍVÍDDARUPPTÖKU HÉR - 3DFÁÐU SENT SÖLUYIRLIT YFIR EIGNINA HÉR.Nánari lýsing:Eignin er skráð samkvæmt Þjóðskrá 195,3 fm raðhús. Íbúðarhluti er 159 fm og bílskúr 36,3 fm. Húsið er í fjögurra húsa raðhúsalengju og var byggt árið 2008 og er staðsteypt, en var innréttað og tekið í notkun árið 2016. Innkeyrsla að húsinu er hellulögð með hitalögn. Húsið er allt hið vandaðasta og virkilega smekklega innréttað. Komið er inn í forstofu og þar inn af er lítil geymsla. Þegar inn í alrýmið er komið er stofa/borðstofa/eldhús í einni heild og allt mjög rúmgott. Inn af eldhúsi er gott þvottahús og þaðan er svo innangengt í bílskúr og einnig útgangur út á pall. Á vinstri hönd úr forstofu koma barnaherbergin tvö. Þaðan liggur stuttur gangur að aðalbaðherbergi hússins. Við enda gangsins er síðan hjónaherbergið með stóru fatarými/fataskáp. Inn af herberginu er sér baðherbergi með sturtu.
Aðkoma: Hellulagt bílaplan með hitalögn og inngangur að útidyrum.
Forstofa: Flísalagt gólf. Hvítur stór fataskápur. Rennihurð er úr forstofu inn í íbúðina.
Svefnherbergisgangur: Parket á gólfi. Gólflýsing/næturlýsing.
Stofa/borðstofa: Stórt rými í miðju hússins þar sem stofa, borðstofa og eldhús eru. Fallegt parket og er útgengt úr borðstofunni á yfir 70 fm timburpall auk 50 fm grasflatar.
Eldhús: Falleg eldhúsinnrétting þar sem blandað er saman svörtum og hvítum lit á smekklegan hátt. Stór eyja með hellborði. Hægt að sitja við eyjuna. Í innréttingu eru bæði ofn og örbylgjuofn sem og innbyggð uppþvottavél og ísskápur Eldhúsið er í opnu rými með stofu/borðstofu.
Baðherbergi: Aðal baðherbergið er rúmgott og þar eru hvoru tveggja baðkar og sturta með vatnshalla og glerþili. Upphengt salerni. Rýmið er flísalagt í hólf og gólf og sérsmíðuð falleg inrrétting.
Hjónaherbergi/baðherbergi/fatarými: Er smekklegt með stórum fataskáp sem hægt er að ganga inn í og er hann með stórum hvítum rennihurðum. Opnar hillur með skúffueiningum og útdraganlegum skúffum og fatahengjum. Inn af hjónaherbergi er sér baðherbergi með flísum á gólfi og á veggjum við votrými. Falleg sérsmíðuð innrétting. Upphengt salerni. Sturta með vatnshalla og glerþili.
Barnaherbergi: Barnaherbergin eru tvö og eru þau bæði rúmgóð og með harðparketi á gólfi og hvítum stórum fataskápum.
Þvottahús: Flísalagt gólf. Stór innrétting og er byggt fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð.
Bílskúr: Stór bílskúr og lakkað gólf. Hvít innrétting. Gönguhurð er einnig í bílskúr.
Geymsla: Geymsla er inn af forstofu en þar var gert ráð fyrir gestasnyrtingu í upphafi. Þarna er upplagt að geyma útfatnað og slíkan búnað.
Lóð: Lóðin er frágengin og er tyrft fyrir framan húsið með fallegu lyngtorfi og hellulagt plan fyrir framan inngang og bílskúr. Á bakhlið er síðan gríðarstór sólpallur með skjólveggjum og þar er búið að leggja fyrir heitum potti.
Laufdalur 29 er virkilega fallegt og smekklegt raðhús í rólegu hverfi, sem vert er að skoða nánar. Allar innréttingar og gólfefni eru mjög vönduð og er eignin öll hin glæsilegasta. Ekki er nema 20 mínútna akstur til Hafnarfjarðar og svo er um 10 mínútna keyrsla upp á Keflavíkurflugvöll. Stutt í fjölbreytta þjónustu á Fitjum þar sem eru stærri matvöruverslanir og önnur þjónusta. Stapaskóli er skammt frá og þar eru mikil íþróttamannvirki og sundlaug sem opna senn.Allar nánari upplýsingar veita Dagbjartur Willardsson lgf. í síma 861-7507 eða daddi@remax.is- Ég býð þér upp á frítt sölumat á þinni eign án skuldbindingar og veiti góða þjónustu.-Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - breytilegt, sjá gjaldskrá á heimasíðum lánastofnana.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill RE/MAX því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.