Nánari upplýsingar veitir GUÐNÝ ÞORSTEINS í síma 771-5211 eða á netfanginu gudnyth@remax.is.
RE/MAX, í ásamt Guðnýju Þorsteins, löggiltur fasteignasali, kynna í einkasölu: Einstaklega glæsilega 94fm, 2 herbergja íbúð að Löngulínu 26 í Garðabæ. Um er að ræða fallega eign á vinsælum stað í Sjálandi í Garðabæ.
Samkvæmt fasteignamati Ríkisins er íbúðin skráð 86,6fm og geymslan 7,4fm, sem gerir heildarstærð eignarinnar 94fm. Yfirbyggðar svalir eru rúmgóðar, alls 12,7fm.
SMELLTU HÉR OG SJÁÐU EIGNINA Í 3D (ekki er þörf á sérstöku forriti til þess)SMELLTU HÉR OG FÁÐU SÖLUYFIRLIT SAMSTUNDISHelstu kostir:
Stórt alrými: Lýsingin í þessari björtu og rúmgóðu stofu er einstök, með gólfsíðum gluggum sem hleypa inn náttúrulegu ljósi.
Extra breitt bílastæði í bílakjallara: Aukin þægindi með rýmra plássi fyrir bílastæðið þitt.
Rúmgóðar svalir til suðurs: Njóttu sólríkra daga og frábærs útsýnis með þessum rúmgóðu 12,7fm svölum.
Rúmgott svefnherbergi: Skápar á heilan vegg sem ná upp í loft bjóða upp á mikið geymslupláss.
Vandað eldhús: Nútímaleg hönnun með eyju og kvarssteini á borðum.
Þvottaherbergi innan íbúðar: Aukið þægindi með sérþvottaherbergi inn af íbúðinni.
Baðherbergi: Glæsilegt flísalagt baðherbergi með hágæða innréttingum ásamt þreplausri sturtu.
Svalir: Yfirbyggðar og rúmgóðar svalir, alls 12,7fm.
Vönduð bygging: Byggt af BYGG árið 2016, með gólfhita í allri íbúðinni og myndavéladyrasíma til að auka öryggi.
Aðeins eru 9 íbúðir í stigaganginum.
Nánari upplýsingar veitir Guðný Þorsteins í síma 771-5211 eða á netfanginu gudnyth@remax.is.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Re/Max því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - skv. gjaldskrá lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, 69.900 kr. m.vsk.