SPÁNAREIGNIR KYNNIR: *NÝLEG ÍBÚÐ Á JARÐHÆÐ MEÐ 60 FM SÉRGARÐI Í SUÐUR* *STÆÐI Á LOKAÐRI LÓÐ* *SAMEIGN MEÐ GRÆNUM SVÆÐUM, LEIKVELLI OG SUNDLAUG* *FRÁBÆR STAÐSETNING* *LAUS STRAX*Eignin er á jarðhæð í nýlegu húsi sem byggt var 2023. Eignin er með 2 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum, þar af er eitt baðherbergið inn af svefnherbergi. Eldhús og stofa tengjast vel með alrými, og þvottahús er inn af eldhúsi. Falleg hönnun og vandaðar innréttingar. Stór 60 fm garður út frá íbúðinni sem snýr í suður. Flottur sundlaugargarður og góð leikaðstaða fyrir börnin, ásamt grænum svæðum.
Rúmgóð og falleg íbúð á jarðhæð á frábærum stað á vinsæla Los Dolses/La Zenia svæði, stutt frá Villamartin, ca. 50 mín akstur frá Alicante flugvelli. Ca. 20 mín göngufæri á fallega strönd og 15 mín. göngufæri í La Zenia Boulevard, flottu verslunarmiðstöðina. Örstutt göngufæri í Los Dolses þjónustukjarnann, þar sem er gott úrval veitingastaða og verslana. Gróið og fallegt umhverfi. Einstakt tækifæri til að eignast nýlega og flotta íbúð á þessum vinsæla stað. Eignin er
Nánari upplýsingar veitir Berta Hawkins, lögg. fasteignasali, í síma 0034 615112869 eða berta@spanareignir.isSérmerkt bílastæði inni á lokaðri lóð ásamt hjólageymslu.
Hér er um einstakt tækifæri að ræða til að eignast nýlega og vandaða íbúð á frábærum stað, stutt frá öllu því sem gerir dvölina á Spáni skemmtilega. Íbúðin er laus strax, þannig að hægt er að flytja strax inn og byrja að njóta Spánarlífsins.
Verð miðað við gengi 1Evra=145ISK:
320.000 evrur (ISK 46.400.000).
Ofan á öll verð leggst 10% skattur og ca. 3% kostnaður vegna kaupanna, þe. ca. 13% samtals kostnaður vegna kaupa.
Falleg hvít sandströnd sem liggur að Miðjarðarhafinu er í göngufæri og hefur hún fengið BLUE FLAG viðurkenninguna. Þar eru fallegar gönguleiðir og skemmtilegt “promenaði” er meðfram ströndinni sem býður upp á skemmtilegar gönguferðir.
Fjölbreytt úrval verslana og veitingastaða í örstuttu göngufæri, t.d. í Los Dolces og La Zenia Boulevard, vinsælu verslunarmiðstöðinni með úrval verslana, veitingastaða og fjölbreyttrar afþreyingar. Alicante flugvöllur er í ca. 50 mín akstursleið. Miðborg Torrevieja er í ca. 15 mín. akstursleið og er þar úrval verslana og veitingastaða, bátahöfn og fleira. Fjölbreytt úrval golfvalla er í nágrenninu, t.d. Villamartin, Las Ramblas, Campoamor, Las Colinas, La Finca of fleiri. Stutt er í dýragarðinn í Elche.
Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001. Tryggir þekkingu, reynslu og öryggi.
Sjá nánar um fasteignakaup á Spáni á
www.spanareignir.isEitt besta loftslag í heimi samkvæmt Alþjóða heilbrigðistofnunni, WHO.
Kostnaður við kaupin: 10% IVA (spænskur söluskattur) af kaupverði eignarinnar. Auk þess má gera ráð fyrir ca. 3% kostnaði vegna stimpilgjalda og annars kostnaðar við kaupin, þ.e. samtals getur kostnaður vegna kaupa á fasteign á Spáni því farið upp í ca. 13%.
Eiginleikar: nýleg eign, sameiginlegur sundlaugargarður, suður garður, sér garður, air con, bílastæði,
Svæði: Costa Blanca, Villamartin, Los Dolses,