Illugagata 34, Vestmannaeyjum
Einbýlishús á tveimur hæðum sem er skv. fasteignaskrá 178,5 fm þar af er bílskúr skráður 52,8 fm. Þá er hrátt rými undir húsinu að austanverðu sem er ekki í fermetratölum (er c.a. 20 – 30 fm). Húsið er steypt og byggt árið 1965 en hefur verið mikið endurnýjað á síðustu árum. Eignin skiptist svo:
Hæð (skv. fasteignaskrá 125,7 fm):
Anddyri með flísum á gólfi, nýir skápar
Hol með parketi
Stofa/borðstofa, parket á gólfi, útgangur út á góða baklóð, nýr steyptur pallur, baklóð býður uppá möguleika á stærri palli, frábært útsýni frá baklóð.
Eldhús, allt endurnýjað, nýjar innréttingar og tæki, parket á gólfi, ísskápur og uppþvottavél fylgir með eigninni í sölu (innbyggt í innréttingu)
Gengið upp tröppur inná herbergisgang/stall
Baðherbergi allt endurnýjað/nýtt, flísar á gólfi og hluta veggja, “walk in” sturta, gler, hiti í gólfum.
Herbergi (1), parket á gólfi
Herbergi (2), parket á gólfi
Herbergi (3), parket á gólfi (mögulegt að opna á milli herbergja 2 og 3 og gera stærra rými.
Herbergi (4), parket á gólfi, nýir skápar
Jarðhæð/bílskúr (skv. fasteignaskrá 52,8 fm þ.a. geymsla/þvottarhús):
Á jarðhæð er bílskúr, þvottarhús, hitainntak, lagnagrind, rafmagnstafla og sér inngangur í austur og vestur. Ný innrétting í þvottarhúsi (í vesturhluta bílskúrs). Mögulegt er að gera herbergi og baðherbergi í bílskúr og stækka bílskúrinn í austur.
Góð lóð fylgir eigninni bæð að framanverðu og að baka til en þar er rúmgóð lóð og mjög gott útsýni.
Eignin hefur verið talsvert endurnýjuð að innan m.a. nýtt eldhús, baðherbergi og gólf flotuð og gólfefni ný. Nýlegt járn er á þaki og nokkrir gluggar eru nýir og nýlegt gler að mestu. Ný hitagrind og nýlegir ofnar að mestu. Skolp var yfirfarið og endurnýjað. steyptur var pallur að vestanverðu og drenað var við bílskúr að sunnanverðu (undir hinum nýja palli). Steyptar voru nýjar tröppur að austanverðu og anddyri stækkað. Húsið var múrað að utan árið 2020 og sett trefjasteiningarlím og málað yfir.
Dagsetning | Fasteignamat | Kaupverð | Stærð | Fermetraverð | Nothæfur samningur |
---|---|---|---|---|---|
09/07/2021 | 39.300.000 kr. | 43.000.000 kr. | 178.5 m2 | 240.896 kr. | Já |
Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
---|---|---|---|---|
815 | 183.6 | 71,9 | ||
815 | 193.5 | 68,9 | ||
800 | 119.8 | 66,7 | ||
810 | 155.5 | 69,5 | ||
815 | 135.6 | 73 |