Fasteignaleitin
Skráð 18. apríl 2024
Deila eign
Deila

Höfðabyggð - Lundskógi A 11

SumarhúsNorðurland/Akureyri-607
138 m2
6 Herb.
4 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
139.000.000 kr.
Fermetraverð
1.007.246 kr./m2
Fasteignamat
71.000.000 kr.
Brunabótamat
65.600.000 kr.
Byggt 2022
Þvottahús
Garður
Útsýni
Margir Inng.
Fasteignanúmer
2339102
Húsgerð
Sumarhús
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Nýtt
Raflagnir
Nýtt
Frárennslislagnir
Nýtt
Gluggar / Gler
Nýtt
Þak
Nýtt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Steypt verönd með hita að stærstum hluta
Upphitun
Hitaveita/gólfhiti
Inngangur
Margir inngangar
Byggingarstig
3 - Burðarvirki fullreist
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala

Höfðabyggð A11 Lundskógi 

**Glæsilegt hönnunarhús í Lundskógi**

Nýtt háklassa heilsárshús, Villa North í Lundskógi í Fnjóskadal, vinsælustu orlofshúsabyggðinni  á Norðurlandi. Húsið er 138 fermetrar að stærð, á tveimur hæðum. Gistirými er fyrir 9 manns. Allir innanstokksmunir, húsgögn, tæki og annað fylgir við sölu.

Þetta glæsilega hönnunarhús er í 20 mínútna akstursfjarlægð frá Akureyri um Vaðlaheiðargöng. 


Mikið var lagt í hönnun hússins að innan og utan og lóðarinnar í kring. Stórt upplýst bílastæði og hjólhýsaaðstaða, 110 fermetra steypt verönd framan við húsið og meðfram því, að mestu upphituð. Húsið klætt dökku lerki og svartir álgluggar frá gólfi og upp úr. Svart bárujárn á þaki, lýsing í þakskeggi og trjám í nágrenni hússins. 
Fjórir útgangar eru á húsinu, þar af stór rennihurð út á veröndina aftan við hús. Komið er inn í forstofu/fataherbergi. Á vinstri hönd er rennihurð og lítil snyrting. Beint á móti er aðalbaðherbergið – salerni, stór sturta og sérsmíðuð innrétting. Hægt að ganga beint úr baðherberginu út á veröndina baka til. 

Á neðri hæð eru þrjú svefnherbergi á hægri hönd úr forstofunni. Lofthæðin er rúmir 5 metrar þar sem hún er mest. Ljósastýringarkerfi með heimastöð í snertiskjá, einnig myndavéla- og þjófavarnakerfi og má auðveldlega stjórna öllum kerfunum úr farsíma.
Á neðri hæð er rúmgott eldhús á vinstri hönd úr forstofunni, búið besta búnaði – opið inn í glæsilega innréttaða borðstofu og stofu. Úr stofunni er gengið út á veröndina aftan við hús. Þar er niðurgrafinn heitur pottur en úr honum er tilkomumikið útsýni inn Fnjóskadalinn og Fnjóskána. Af steyptri veröndinni er innangengt í flísalagt þvottahús, búið þvottavél og þurrkara frá Miele með sérsmíðaðri innréttingu og granítplötu líkt og í eldhúsi.

Gengið er upp á efri hæðina um stiga úr gangi. Á efri hæð er hjónasvíta, glæsilegt hjónarúm og opinn fataskápur, bekkur og sjónvarp. Til hliðar er lítið rými þar sem m.a. er barnarúm.

Í Lundsskógi er mokstursþjónusta í boði að vetrarlagi, skipulagðir göngustígar liggja um skóginn og örstutt í golfvöll. Þá er um 15 mínútna akstur í sundlaug. 

Heimasíðu hússins má sjá með því að smella hér.
Instagram síðu hússins má sjá með því að smella hér.

Annað:
-Í stofu, eldhúsi og forstofu er timburklæðning í lofti sérsmíðuð. Flos lampar eru í loftum innbyggðir í loftaklæðningu.
-Sérsmíðaðar innréttingar og hurðar eru í húsinu og eru hurðar sprautulakkaðar með röndum án gereftis. Innréttingar eru bæði sprautulakkaðar eins og hurðar en einnig viður. Undir stiga er innrétting sem innbyggður ískápur og Vínkælir er staðsettur.
-Á eldhúsi er granit borðplötur og eru öll tæki sérvalin úr Eirvik. Miele ofn, helluborð vínkælir, uppþvottavél. Ískápur er með klaka vél merki libherr einnig frá Eirvík.
-Stigi er úr stáli og er hann einnig festing fyrir glerhandrið efrihæðar.
-Öll blöndunartæki eru sérpöntuð frá Lusso stone í Bretlandi. Innbyggð tæki í báðum baðherbergjum.
-Húsgögn eins og sófi, stólar, borð og fleira er úr Módern.
-Í húsinu er aðgangsstyringa kerfi sem heitir free@home. Þar er hægt að styra öllu rafmagni  hvort eð er á spjaldtölvuhúsins eða í síma.
-Hönnuður húsins er Valbjörn Vilhjálmsson.
-Innanhúshönnun var í höndum Sæju sem er afar vinsæll innanhússhönnuður.
-Lýsingarhönnun var unnin af Jensson hönnunarhús. 
-Garðhönnun er unnin af Garðar og hönnun. 
-Hver einasti verkþáttur var unninn af löggiltu fagfólki.
-Húsið stendur á mikilli útsýnislóð í Lundskógi sem tilheyrir eldri hluta byggðar. Þar er mikill skógur en einnig er melur.
Húsið er staðsett á jaðri melsins og trjáa og er því tenginin við grófleikan í melnum og hlýju frá trjánum.
-Eignin er skráð á bókunarsíður og á sína eigin heimasíðu og Instagram reikning. Markaðsefni og heimasíða getur fylgt ef kaupandi hyggst halda áfram að leigja hana út.
-Grunnflötur beggja hæða er samtals 180 fm. 
-Eignaskipti möguleg.
 
Þessi listi er ekki tæmandi, sjón sögu ríkari!
Pantaði einkaskoðun hjá olafur@byggd.is eða hafðu samband í síma 464 9955


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila.    (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð. 

Frekari upplýsingar:
olafur@byggd.is
greta@byggd.is
bjorn@byggd.is

Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
BYGGÐ
http://www.byggd.is
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache