Opið hús: Oddagata 11, 600 Akureyri, Íbúð merkt: 01 01 01. Eignin verður sýnd fimmtudaginn 2. júní 2022 milli kl. 16:00 og kl. 17:00.
Svipmikið og fallegt hús í miðbænum!
Oddagata 11. Akureyri.
Um er að ræða hús með þremur íbúðum í göngufæri við miðbæ Akureyrar, húsið stendur á 550 m2 lóð sem gefur mikla möguleika, búið er að sækja um leyfi til að byggja bílskúr við húsið og er það til athugunar hjá bæjaryfirvöldum.
Jarðhæð, miðhæð og ris samtals, 203.2m2 á tveimur fastanúmerum.
Lýsing eignar:
Miðhæð: Forstofa, stofa/borðstofa, baðherbergi, eldhús og eitt svefnherbergi.
Nánari lýsing:
Forstofa: Dúkur á gólfi.
Hol, stofa og borðstofa og svefnherbergi: Ljóst plastparket á gólfi.
Baðherbergi er með ljósum flísum á gólfi, ljósum flísaþiljum á veggjum, þar er hvítur sturtuklefi, hvít hreinlætistæki, wc og handlaug.
Eldhús er með eldri innréttingu sem hefur öll verið máluð og lítur mjög vel út, dúkur á gólfi.
Neðri hæð: Þriggja herbergja 67,5 m2 var öll endurnýjuð 2019.
Nánari lýsing:
Forstofa, stofa og eldhús sem eru eitt rými, baðherbergi, þvottahús, tvö svefnherbergi og geymsla.
Stofa: Þar er plastparket á gólfi.
Eldhús er með hvítri innréttingu með dökkri borðplötu, á gólfi er plastparket.
Svefnherbergi eru tvö, þar er plastparket á gólfi.
Baðherbergi er með sturtu, hvít innrétting, á gólfi eru flísar.
Þvottahús: Flísar á gólfi.
Nánari lýsing: Risíbúð er 67,8 m2 sem skiptast í forstofu, stiga, baðherbergi, þrjú svefnherbergi, eldhús og stofu.
Í eldhúsi er ný ljósgrá sprautulökkuð innrétting með tveimur eldri efri skápum, á gólfi eru gólffjalir.
Baðherbergi er með baðkari með sturtu aðstöðu í baðkarinu, á gólfi eru gólffjalir.
Hjónaberbergi er með fataskáp undir súð, á gólfi er teppi.
Barnaherbergi er með teppi á gólfi .
Stofa og gangur eru með lökkuðum gólffjölum.
Á milli hæða er timburstigi.
Ný útihurð.
Breytingar og framkvæmdir:
Húsið var málað að utan sumarið 2015.
Íbúð á neðri hæð var öll gerð upp 2019.
Skipt var um allar lagnir, gólfefni, innréttingar, glugga, hurðir, raflagnir og rofa, innveggi og skipt um einangrun í útveggjum.
Íbúð í risi var öll máluð og skipt um innréttingu þar í apríl 2022.
Búið er að endurmúra og fínpússa stéttar og gera við múrskemmdir, á eftir að mála yfir.