*** BÓKIÐ SKOÐUN ***
ALLT fasteignasala og Elín Frímanns lgf kynnir í einkasölu mikið endurnýjað einbýlishús við Bogabraut 1, 245 Sandgerði, Suðurnesjabæ, birt stærð 191.0 fm. Glæsileg fjölskyldueign í rólegri botnlangagötu. Fjögur svefnherbergi ásamt auka herbergi í bílskúr. Þvottahús og innangengt í 40,5 fm bílskúr. Sólpallur með heitum pott og stór steypt innkeyrsla. Fyrir nánari upplýsingar og skoðunarbókanir:
Elín Frímannsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 8674885, tölvupóstur elin@allt.is.
Með því að smella hér getur þú nálgast söluyfirlit eignarinnar.** 30 mínútna akstur á höfuðborgarsvæði.
** Mikið endurnýjuð eign sem eins hefur fengið gott viðhald.
** Gott skápapláss í eldhúsi, stór eyja með tenglum og kvarts borðplötum.
** Skjólgóður sólpallur með heitum pott.
** Frábær staðsetning innan Sandgerðis.
Nánari lýsing: Anddyri: Góður forstofuskápur til lofts, flísar á gólfi.
Gestasalerni: Flísar á gólfi, salerni og handlaug.
Stofa: Nýlegt parket á gólfi, rúmgóð stofa þar sem útgengt er á sólpall. Nýlegar gardínur frá Álnabæ.
Eldhús: Nýlegt parket á gólfi. er nýlegt með fallegri hvítri innréttingu, kvarts á borðum, rúmgóð eyja með helluborði og innbyggðum tenglum. Nægt skápapláss. Gert er ráð fyrir tvöföldum ísskáp og uppþvottavél í innréttingu.
Barnaherbergin eru þrjú og hafa nýlegt parket á gólfum og fataskápa.
Hjónaherbergi: Nýlegt parket á gólfi, rúmgóður fataskápur til lofts.
Baðherbergi: Nýlegar gráar flísar í hólf og gólf, baðkar og walk-in sturta. Upphengt salerni, góð innrétting með handlaug.
Þvottahús: Tengi fyrir þvottavél og þurrkara og vaskur. Innangengt í bílskúr.
Bílskúr: Rúmgóður með útgönguhurð út í bakgarð. Bílskúrshurð með rafmagni. Auka herbergi með glugga er í bílskúr sem auðvelt er að fjarlægja.
Sólpallur með heitum pott.
- Miklar framkvæmdir undanfarin ár þar sem lóð var jöfnuð út, stór innkeyrsla steypt og sett lokað snjóbræðslukerfi, steypt stétt umhverfis húsið og veggur á lóðamörkum, gert ráð fyrir lýsingu í hann.
- Þak yfirfarið, loftun bætt frá baðherbergi og út, loftun bætt í þakrými.
- Skipt um öll gólfefni í alrými og herbergjum.
- Skipt um eldhúsinnréttingu.
- Baðherbergi tekið í gegn af fagmönnum
Byggingarlýsing: Húsið er tveggja þátta timburhús. Orðið tveggja þátt nær yfir byggingu sem byggð er úr timbri og er klædd að utan með utanhúsklæðningu sem hefur ígildi steinhúss. Burðarvirkið er timburgrind og þakvirkið er úr kraftsperrum. ALLT fasteignasala er staðsett á eftirfarandi stöðum:Hafnargötu 91, 230 Reykjanesbæ - Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ
Kostnaður kaupanda:1. Af gjaldskyldum skjölum skal greiða 0,8% af fasteignamati ef kaupandi er einstaklingur, fyrstukaupendur 0,4% og 1,6% af fasteignamati ef kaupandi er lögaðili.
2. Þinglýsingargjald á hvert skjal er kr. 2.700.
3. Lántökugjald fer eftir verðskrá lánastofnunar hverju sinni.
4. Umsýslugjald til ALLT fasteignasölu er kr. 69.440 m/vsk.
5. Sé um nýbyggingu um að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
Skoðunar- og aðgæsluskylda kaupanda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALLT fasteignasala vill beina því til væntanlegs kaupanda að kynna sér ástand fasteignar vel við skoðun og fyrir tilboðsgerð. Ef þurfa þykir er ráðlagt að leita til sérfræðifróðra aðila. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit þetta er samið af fasteignasala til samræmis við lög um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Upplýsingar þær sem koma fram í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, frá seljanda og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eignina til samræmis við upplýsingaskyldu sína sbr. lög um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteignar sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, eins og t.d. lagnir, dren, skólp og þak.