Skráð 28. sept. 2022
Deila eign
Deila

Hálsaþing 12

ParhúsHöfuðborgarsvæðið/Kópavogur-203
281.7 m2
7 Herb.
2 Baðherb.
Verð
186.500.000 kr.
Fermetraverð
662.052 kr./m2
Fasteignamat
104.350.000 kr.
Brunabótamat
121.260.000 kr.
Byggt 2007
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Sérinng.
Fasteignanúmer
2291082
Húsgerð
Parhús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Í lagi skvmt seljanda
Raflagnir
Í lagi skvmt seljanda
Frárennslislagnir
Í lagi skvmt seljanda
Gluggar / Gler
Í lagi skvmt seljanda
Þak
Í lagi skvmt seljanda
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
8 - Í notkun
ALDA fasteignasala kynnir í einkasölu fallegt, bjart og frábærlega vel skipulagt fjölskylduhús í rólegum botnlanga á besta stað í Þingahverfi Kópavogs. Í húsinu er glæsilegt útsýni yfir Ellliðavatn, Esjuna og Bláfjöll. Mikil friðsæld og stutt í náttúruna upp í Heiðmörk.
Húsið er á tveimur hæðum og er nýting og skipulag þeirra sérlega góð. Í húsinu eru 6 rúmgóð svefnherbergi, þrjú baðherbergi (eitt með baðaðstöðu), stórt þvottahús með veglegri innréttingu, fataherbergi inn af hjónaherbergi, bílskúr, rúmgott búr með veglegri innréttingu og stórt alrými sem rúmar eldhús, stofu og borðstofu. Sérlega fallegt útsýni úr eldhúsi og borðstofu.  Lóðin er full frágengin með heitum potti, pöllum og hellulögn. Í eigninni er gólfhiti í öllum rýmum og falleg lýsing er í húsinu.  Geymsluloft er yfir búri og hluta bílskúrs, ekki skráð í fermetratölu.

Frekari upplýsingar um eignina og skoðanir veitir: Halldór Kristján Sigurðsson í síma 6189999, tölvupóstur halldor@aldafasteignasala.is.


SMELLTU HÉR TIL AÐ SJÁ MYNDBAND AF EIGNINNI 

Lýsing eignar:
Keyrt er uppá upphitað hellulagt bílaplan sem rúmar allt að 3-4 bíla, þar er hleðslustöð til staðar. Vinstra megin við bílaplan er glæsileg hellulögð skjólgóð útiaðstaða með eldstæði þar sem hægt er að njóta sólar seinnipart og um kvöld.  Á bak við húsið er timburverönd með heitum potti. Á sumrin nýtur sólar á útisvæðum og í heitum potti allan daginn. Hægt er að ganga út í garðinn bæði frá aðal baðherbergi og út frá borðstofu/eldhúsi. Inn af forstofu er lítið gestasalerni og einnig innangengt í bílskúr. Úr bílskúr er einnig innangengt í búr og þaðan inn í aðalrými. Inn af forstofu er gangur inn í alrými, stofu, eldhús og borðstofu.  Inn af alrými er gengið inn á svefnherbergisgang með 4 svefnherbergjum og aðal baðherbergi. Á neðri hæð hússins er þvottahús, sjónvarpsherbergi, lítið salerni og tvö stór svefnherbergi, úr einu þeirra er hægt að ganga út í garð.  Út af garði er stór grænn reitur sem eigendur Hálsaþings 10 og 12 hafa séð um að hirða.  Í nánd við húsið er bæði sparkvöllur og leikvöllur fyrir yngstu kynslóðina.
Efri hæð:
Forstofa: Flísar á gólfi, rúmgóður fataskápur
Gestasalerni: Flísalagt að hluta, upphengt salerni og lítil innrétting.
Svefnherbergisgangur: Vandað parket, mjög gott skápapláss.
Baðherbergi: Flísar í hólf og gólf, sturtuklefi og baðkar. Rúmgóðar innréttingar.
Herbergin: Vandað parket er á öllum þeirra, skápur er inní hjónaherbergi,
Eldhús: Parket á gólfi, gott skápa- og borðpláss, vönduð eyja með granítplötu frá Sólteinum á borðum innréttingar.
Neðri hæð:
Stigi og gangur:
Parket á gólfi.
Svefnherbergi: Parket á gólfi.
Þvottaherbergi: Flísar á gólfi, rúmmgóð innrétting.
Baðherbergi: Lakkað gólf.
Gluggalaust rými: Gæti nýst sem herbergi, lakkað gólf.

Um er að ræða einstaka fjölskyldueign í rólegu og barnvænuhverfi. Glæsilegt útsýni er yfir Elliðavatnið upp á heiðar

Nánari upplýsingar veitir Halldór Kristján Sigurðsson , í síma 6189999, tölvupóstur halldor@aldafasteignasala.is.

Kostnaður kaupanda vegna kaupa:  Stimpilgjald kaupsamnings einstaklinga er 0,8%  og lögaðila  1,6% af fasteignamati eignar. Lántökugjald getur verið breytilegt eftir lánastofnunum,  oftast 1%. Þinglýsingargjald er 2.000 fyrir hvert skjal. Þjónustu- og umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALDA fasteignasala bendir öllum sem hugsa sér að kaupa, að kynna sér vel ástand fasteignarinnar við skoðun fyrir tilboðsgerð og leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf þykir.

Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.


 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Byggt 2007
27.4 m2
Fasteignanúmer
2291082
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
02
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
9.160.000 kr.
Matsstig
8 - Í notkun
Mynd af Halldór Kristján Sigurðsson
Halldór Kristján Sigurðsson
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2022 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache