** Opið hús þriðjudaginn 25.mars frá kl. 17:00 til 17:30 - Svanþór Einarsson, löggiltur fasteignasali - svanthor@fastmos.is eða 698-8555 - Theodór Emil Karlsson, löggiltur fasteignasali - teddi@fastmos.is eða 690-8040 **Fasteignasala Mosfellsbæjar kynnir: Mjög falleg og vel skipulögð 4ra herbergja íbúð á 2. hæð í fjölbýlishúsi við Uglugötu 4 í Mosfellsbæ. Eignin er skráð 135,6 m2, þar af íbúð 105,6 og geymsla 30,0 m2. Eignin skiptist í þrjú svefnherbergi, baðherbergi/þvottaherbergi, eldhús, stofu og borðstofu. Sérgeymsla er í kjallara (skráð 30,0 m2) með mikla möguleika sem hægt væri að nýta sem skrifstofu, tómstundarherbergi, rækt og fl. Rúmgóðar og skjólsælar svalir í suðurátt (um 17 m2) með fallegu útsýni yfir m.a. Úlfarsfell og Bláfjöll. Fallegar innréttingar frá Parka. Tvö sérmerkt bílastæði á bílaplani. Stutt er í alla helstu þjónustu svo sem skóla, leikskóla, ósnortna náttúru og göngu- og hjólastíga.
Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent strax. Nánari lýsing:Forstofa er með fataskáp og flísum á gólfi.
Svefnherbergi nr. 1 (Hjónaherbergi) er rúmgott með góðum fataskápum og harðparketi á gólfi.
Svefnherbergi nr. 2 er með fataskáp og harðparketi á gólfi.
Svefnherbergi nr. 3 er með fataskáp og harðparketi á gólfi.
Baðherbergi er rúmgott, flísalagt baðherbergi með innréttingu og sturtu. Í innréttingu er gert ráð fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð.
Eldhús er með fallegri innréttingu. Í innréttingu er innbyggð uppþvottavél, vaskur, blástursofn, helluborð og vifta. Gert er ráð fyrir ísskáp í innréttingu.
Stofa og
borðstofa er í opnu rými með eldhúsi. Úr stofu er gengið út á rúmgóðar
yfirbyggðar svalir í suðurátt.
Sérgeymsla í kjallara er mjög rúmgóð, eða 30,0 m2. Möguleiki er á að nýta geymsluna sem
skrifstofu,
tómstundarherbergi,
rækt og fl.
Uglugata 2-4 er tveggja hæða fjölbýlishús ásamt geymslukjallara. Húsið er mestu leiti einangrað og álklætt að utan. Eignin skiptist í tvo opna stigaganga með fjórum íbúðum í hvorum stigagangi, samtals átta íbúðir. Upphituð stétt er fyrir framan og aftan hús. Húsið er hannað með tilliti þess að sameiginlegur rekstrar-og viðhaldskostnaður sé sem minnstur. Í stað sameiginlegs rýmis fyrir hjól og vagna eru stórar sérgeymslur í kjallara. Á lóð eru stæði fyrir 16 bíla og hefur húsfélagið merkt tvö stæði fyrir hverja íbúð. Húsið er hannað af Kristni Ragnarssyni arkitekt (Krark) og byggt af Hörðuból ehf.
Verð kr. 89.900.000,-