Allt fasteignasala kynnir til sölu nýtt enda raðhús með bílskúr í þriggja húsa lengju að Asparlaut 6. Eignin er virkilega vönduð á eftirsóttum stað í nýju hverfi í Holtaskólahverfi, 230 Reykjanesbæ. Eignin er skráð 175,4 fm, þar af er bílskúr 28,1fm.
GETUM SÝNT STRAX - Afhending í júlí 2023 Erum einnig með í söluferli parhúsin og hin raðhúsin í Asparlaut. (Verð á þeim eru frá 95-114.000.000)
Tvö hús í götunni eru þegar seld. ATH einnig hægt að skrá sig á lista hjá okkur fyrir fjölbýlishúsin í hverfinu.Fyrir frekari upplýsingar eða tímabókun fyrir skoðun hafið samband:
Unnur Svava Sverrisdóttir lgf. unnur@allt.is / 8682555
Elínborg Ósk Jensdóttir lfs. elinborg@allt.is / 8231334Eignin er mjög rúmgóð með uppteknum loftum og innbyggðum ljósum. Eignin samanstendur af: Stofu, borðstofu og eldhúsi með eyju í opnu alrými, tveimur rúmgóðum svefnherbergjum, tveimur baðherbergjum, þvottahúsi, forstofu, bílskúr og geymslulofti. Eignin er kynnt með gólfhita og forhitari er á heitu neysluvatni. Rúmgott upphitað og hellulagt bílaplan, sólpallur er við þrjár hliðar hússins. Fallegir stórir gluggar.
- Eignin skilast fullkláruð að utan og innan að undanskyldum gólfefnum í alrými og herbergjum. Flísar frá Flísabúðinni eru á votrýmum.
- Eldhúsinnrétting, klæðaskápar og innihurðar eru vandaðar frá GKS í hnotulit. Klæðaskápar eru í forstofu og svefnherbergjum.
- Í eldhúsi fylgja tveir ofnar, annar hefðbundinn og hinn combiofn sem bæði er bökunarofn og örbylgjuofn frá Ormsson ehf. Helluborð með innbyggðum gufugleypi, vínkælir, kæliskápur með frystihólfi og uppþvottavél fylgja frá GKS.
- Baðherbergin skilast flísalögð á gólfum og veggjum. Dökkar innréttingar frá GKS, speglaskápur, handlaug frá Tengi ehf. Handklæðaofn frá Vatnsvirkjanum, upphengt salerni með hæglokandi setu frá Ísleifi Jónssyni. Sturtubotnar flísalagðir og sturtuhlið úr gleri. Blöndunartæki í sturtu frá ÍSleyfi Jónssyni.
- Sérstök handbók fylgir húsinu með öllum helstu upplýsingum.
Virkilega spennandi og vönduð nýbygging í Holtaskólahverfi sem vert er að skoða.
Frábær staðsetning þar sem stutt er í skóla, leikskóla sem er í byggingu, íþróttaaðstöðu og alla helstu þjónustu
Byggingaraðili: Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf
Fyrir frekari upplýsingar eða tímabókun fyrir skoðun hafið samband:
Unnur Svava Sverrisdóttir lgf. unnur@allt.is / 8682555
Elínborg Ósk Jensdóttir lfs. elinborg@allt.is / 8231334Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. kr 2.500 af skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – Fer eftir lánastofnun hverju sinni.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, kr. 50.000 auk vsk. sbr. kauptilboð.
Fasteignakaupalög nr. 40/2002 leggja ríka skoðunarskyldu á kaupendur. Við brýnum því fyrir kaupendum að skoða fasteignir vel fyrir tilboðsgerð og leita sér viðeigandi aðstoðar sérfræðinga þegar ástæða þykir til.