Fasteignasala Vestfjarða s. 4563244 - eignir@fsv.is - www.fsv.is- kynnir til sölu - Miðtún 14 Tálknafirði - Fallegt og töluvert endurnýjað einbýlishús, samtals 164,5 m² að stærð - Í húsinu eru fjögur svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, gestasalerni, opið eldhús, stofa og borðstofa. Á neðri hæð er kjallari og geymslupláss.
Góður sólpallur fyrir framan hús, gott útsýni yfir fjörðinn.
Stór garður og steypt bílastæði fyrir 2 eða fleiri bíla.
Íbúðarhluti hússins er skráður 113,6 m² og bílskúrs/geymsluhluti 50,9 m², samtals 164,5 m² að stærð
Nánari lýsing:
Forstofa er flísalögð, ágætur fataskápur.
Gangur með parketi, upphengt salerni og innrétting.
Bjart og opið eldhús, hvít innrétting, helluborð, ofn og örbylgjuofn, innbyggð uppþvottavél.
Opin borðstofa með parketi á gólfi og rúmgóð setu/sjónvarpsstofa einnig með parketi á gólfi og stórum gluggum með góðu útsýni yfir fjörðinn.
Þvottahús með flísum, innréttingu og hillum, sér útgangur úr þvottahúsinu.
Fjögur svefnherbergi í svefnálmugangi.
Hjónaherbergi með parketi, stór fataskápur.
Þrjú minni herbergi, þar af eitt herbergi sem er nýtt sem vinnuherbergi, parket á gólfum.
Stórt baðherbergi með góðu skápaplássi, baðkar með sturtu, innrétting og skápar, upphengt salerni, flísar á gólfi og veggjum.
Bílskúr er á neðri hæð hússins, sér inngangur, gott geymslupláss, gömul bílskúrshurð úr timbri. Búið að skipta um glugga í bílskúr.
Eignin töluvert endurnýjuð um 2016, baðherbergi, eldhús og gólfefni. Gler endurnýjað síðar.