SPÁNAREIGNIR KYNNIR: *STÓRGLÆSILEG MIKIÐ ENDURNÝJUÐ EIGN MEÐ GESTAHÚSI Á 874 FM LÓÐ* *STÓR EINKASUNDLAUG, FRÁBÆRT ÚTISVÆÐI* *Í GÖNGUFÆRI VIÐ VERSLANIR, VEITINGASTAÐI OG ÞJÓNUSTU, STUTT Í GOLF* *MARGIR NÝTINGARMÖGULEIKAR Í BOÐI*Eignin er 169 fermetrar og að auki fylgir gestahús með 2 herbegjum, baðherbergi og stofu.
Stórar og bjartar stofur sem tengjast eldhúsi vel. Eldhús er mjög stórt og rúmgott, með miklu skápaplássi og útgengi út á verönd þar sem einnig er annar inngangur inn í eignina. Herbergin eru þrjú, öll með skápum og eitt þeirra með sér baðherbergi með baðkari. Hitt baðherbergið er með góðri innréttingu og sturtu. Á lóðinni er útiheldhús, þvottaaðstaða, stór sundlaug, geymsluskúrar og stórt gestahús.
Til viðbótar við aðaleignina er gestahús með tveimur herbergjum, baðherbergi og stofu.
Um er að ræða einstaka eign sem stendur á eftirsóttum stað og býður upp á marga möguleika, hægt er að nýta eignina til eigin nota, eða til reksturs t.d. fyrir heilsulind, sundlaugarbar og fleira.
Nánari upplýsingar veitir Berta Hawkins, löggiltur fasteignasali, berta@spanareignir.is , sími 0034 615 112 869Þessi eign er frábærlega staðsett. Einungis stutt ganga í La Fuente kjarnann sem er með fjölda veitingastaða. Nokkra mín. ganga í Mercadona og Aldi.
Góðir golfvellir eru í næsta nágrenni t.d. La Finca, Las Ramblas, Campoamor, Villamartin, Vistabella og Lo Romero. Ca. 10 mín akstur er niður á ströndina og vinsælu verslunarmiðstöðina La Zenia Boulevard.
Frábær eign á góðum stað fyrir fólk sem vill njóta lífsins, spila golf og eiga góðar stundir með fjölskyldu og vinum. Stærð og skipulag eignarinnar býður upp á marga nýtingarmöguleika, og hægt að vera með rekstur í húsnæðinu.
Við höfum selt fasteignir á Spáni frá 2001. Tryggir þekkingu, öryggi og reynslu.
Sjá nánar um fasteignakaup á Spáni á heimasíðu okkar:
www.spanareignir.isKostnaður við kaupin:
10% IVA (spænskur söluskattur) af kaupverði eignarinnar. Auk þess má gera ráð fyrir ca. 3% kostnaði vegna stimpilgjalda og annars kostnaðar við kaupin, þ.e. samtals getur kostnaður vegna kaupa á fasteign á Spáni því farið upp í ca.13%.
Eiginleikar: sér garður, sundlaug, golf, stór garður, gestahús,
Svæði: Costa Blanca, Villamartin, La Fuente,