Íbúðaeignir og Halldór Már löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu fallega, bjarta og einstaklega vel skipulagaða 67,5 m2 íbúð á efri hæð með sérinngangi í 11 íbúða tveggja hæða fjölbýlishúsi í Innri Njarðvík. Eignin samanstendur af forstofu, 2 svefnherbergjum, geymslu með glugga sem getur nýst sem skrifstofa eða lítið auka herbergi, glæsilegu baðherbergi með þvottaaðstöðu, eldhúsi sem er opið inn í stofu, stór rennihurð er út frá stofu á góðar 7.1 fm suðursvalir. Geymsla er í sameign. Gólfhiti er í allri eigninni. Sérmerkt bílastæði.
Nánari lýsing:Forstofa: með fallegum gráum flísum á gólfi. Hvítur klæðaskápur.
Eldhús: er opið inn í stofu með fallegri dökkri innréttingu með ljúflokunum. Ísskápur og uppþvottavél frá AEG fylgja í innréttingu, AEG ofn í vinnuhæð, AEG keramik helluborð með viftu yfir. Harðparket á gólfi.
Stofa: er nokkuð rúmgóð og björt með harðparketi á gólfi og stórri rennihurð út á rúmgóðar suðursvalir.
Hjónaherbergi: með harðparket á gólfi og hvítum fataskáp á heilum vegg.
Barnaherbergi: barnaherbergi með harðparket á gólfi og hvítum fataskápum.
Geymsla inni í íbúð: Hefur glugga og nýtist sem lítið auka herbergi.
Baðherbergi/þvottahús: með fallegri innréttingu ásamt efri skápum með speglahurðum, einnig er mjög rúmgóð innrétting með miklu geymsluplássi þar sem gert er ráð fyrir þurrkara og þvottavél í vinnuhæð, flísar á gólfi og hluta til á veggjum. Handklæðaofn og rúmgóð sturta.
Geymsla: með máluðu gólfi.
Sameiginleg hjóla og vagnageymsla.
Góð og snyrtileg aðkoma er að húsinu. Eignin er staðsett í vinsælu Stapaskóla hverfi. Stutt er í nýlegan Stapaskóla, leikskóla, og verslun.
Allar nánari upplýsingar veitir á og utan opnunar tíma:Halldór Már Sverrisson, löggiltur fasteignasali / B.sc í viðskiptafræði í síma 898-5599 eða halldor@ibudaeignir.isÍ lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Því skorar Íbúðaeignir fasteignasala á alla væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og eftir atvikum leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign og greiðist við kaupasamning:Stimpilgjald af kaupsamningi: 0.8% af fasteignamati eignar fyrir einstaklinga en 1.6% fyrir lögaðila, 0.4% ef um fyrstu íbúðarkaup er að ræða og eignarhluti er 50% eða hærri.
Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 3.800 af hverju skjali.
Umsýslugjald fasteignasölu samk. kauptilboði.
Lántökugjald vegna veðlána og eru gjöld þessi mismunandi eftir lánastofnunum, sjá nánar á vefsíðu viðeigandi stofnunar.