Glæsilegt einbýlishús með stórbrotnu útsýni við Elliðavatn - Vatnsendablettur 717, 203 Kópavogur
Einstakt tækifæri til að eignast náttúruperlu á höfuðborgarsvæðinu umlukna náttúru eins og hún gerist best.
Trausti fasteignasala og Mirabela Aurelia Blaga, löggiltur fasteignasali, kynna í einkasölu nútímalegt og fjölskylduvænt einbýlishús að Vatnsendabletti 717, 203 Kópavogi. Eignin er skráð hjá FMR sem 226-7058 og er birt stærð 270,2 fm.
Neðri hæð:
Gengið er inn á neðri hæð hússins beint inn frá bílastæði.
Anddyri rúmgott með innbyggðum fataskáp og flísum á gólfi.
Svefnherbergi I er stórt með góðu skápaplássi og flísum á gólfi.
Baðherbergi rúmgott með innangengri sturtu, góð innrétting, innbyggð blöndunartæki, gluggi og upphengt salerni. Flísar á gólfi og veggjum.
Stofa og borðstofa einstaklega björt og rúmgóð með gólfsíðum gluggum, mikilli lofthæð og parket á gólfi. Útgengt er út á verönd úr stofunni.
Eldhús opið og bjart með vandaðri sérsmíðuðum innréttingum, innbyggð uppþvottavél, stór eyja með span helluborði og mjög gott skúffupláss. Flísar á gólfi.
Þvottahús er með góðri innréttingu, fjórar skúffur fyrir óhreint þvott, vask, vinnuborðum og flísar á gólfi. Sér útihurð er úr þvottahúsinu.
Geymsla mjög rúmgóð.
Bílskúr einstaklega rúmgóður, með stórri bílskúrshurð og flísar á gólfi.
Frá stofu og eldhúsi er aðgangur að stórri verönd með heitum potti.
Stórt steypt bílaplan er fyrir framan bílskúr og því gott aðgengi bæði innan sem utan bílskúrsins.
Efri hæð:
Upp af holi liggur sérsmíðaður parketlagður stálstigi, upp á efri hæð.
Hjónaherbergi er mjög rúmgott með fataherbergi og litlu salerni, með stórum gluggum með glæsilegu útsýni og útgangi á svalir.
Baðherbergi á hæðinni er bæði með baðkari og innangengri sturtu, góð innrétting, innbyggð blöndunartæki, gluggi, upphengt salerni og mjög mikið skápapláss. Flísar á gólfi og veggjum.
Svefnhebergi II rúmgott, með góðu skápaplássi og parket á gólfi.
Svefnhebergi III rúmgott, með góðu skápaplássi og parket á gólfi.
Svefnhebergi IV mjög stórt með góðu skápaplássi og parket á gólfi.
Gólfefni og hönnun:
Flísar eru á öllum gólfum að undanskildum stofunni og svefnherbergjum á efri hæð. Gólfhiti er í húsinu. Mikið lofthæðarbrag er á allri neðri hæð sem gefur stofu og eldhúsi einstaklega fallegt, opið og bjart yfirbragð. Allar innréttingar í húsinu eru sérsmíðaðar.
Allir gluggar voru teknir í gegn fyrir rúmlega ári síðan.
Lóð:
Lóðin er 1.100 fm og er leigð beint af landeigendum á Vatnsenda. Eignin nýtur óhindraðs aðgengis og fallegs útsýnis að Elliðavatni.
Nánari upplýsingar veitir Mirabela Aurelia Blaga Löggiltur fasteignasali, í síma 699-0911, tölvupóstur mirabela@trausti.is eða Kristján Baldursson, löggiltur fasteignasali, í síma 867-3040 eða tölvupóstur kristjan@trausti.is