Loftur Erlingsson löggiltur fasteignasali s.896 9565 og Hús Fasteignasala kynna í einkasölu:
Einbýlishús í byggingu - Hólsbraut 16 á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi, samtals 181,2fm að stærð, íbúðarhluti 142,1fm og bílskúr 39,1fm.
Stutt í skóla, leikskóla, sundlaug og verslun/bensínstöð á Borg.
Samkvæmt teikningu er gert ráð fyrir fjórum svefnherbergjum í húsinu, tveimur baðherbergjum, eldhúsi, stofu, anddyri og þvottahúsi, auk bílskúrs og geymslu innaf honum.
270cm lofthæð og upptekin loft, - gólfhiti í öllu húsinu.
97fm pallur kominn sunnan við húsið án skjólveggja og gert ráð fyrir heitum potti á ákveðnum stað á honum með undirstöðum og lagnamöguleikum.
Að utan er húsið fullbúið, - klætt með liggjandi álklæðningu, aluzink á þaki, hurðir og gluggar álklætt timbur og MEG plötur í þakkanti, ídráttarbarkar í honum sem gefa möguleika á lýsingu uppundir þakskeggi. Bílskúrshurð komin með brautum en ekki sjálfvirkum opnunarbúnaði.
Inni er búið að einangra allt, ganga frá rakavarnarlagi með vottun byggingastjóra, en aðeins berandi milliveggir komnir á sinn stað.
Inntök fyrir rafmagn, heitt og kalt vatn ekki komin og tengigjöld ógreidd en gatnagerðargjöld greidd að fullu. Frárennslislagnir tengdar og frágengnar. Sorpskýli fylgja ekki.
Lóðin er leigulóð, 1120fm að stærð og skilast grófjöfnuð eins og hún er í dag. Allar teikningar komnar og fylgja við sölu.
Samhliða kaupum á húsinu þarf kaupandi að ganga frá samningum við alla iðnmeistara samkvæmt reglum sem um það gilda.
Loftur Erlingsson löggiltur fasteignasali veitir allar nánari upplýsingar og sýnir eignina.
S. 896 9565 loftur@husfasteign.is
Hafðu samband og pantaðu skoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna:
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati, (0,4% fyrstu kaup) lögaðilar 1,6%
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. kauptilboð.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða sem ekki hefur hlotið lokaúttekt greiðir kaupandi skipulagsgjald 0,3% af brunabótamati.
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Hús Fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita jafnvel til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.