Skipti koma til greina!
Frábært tækifæri í veitinga- og gistirekstri. Höfum fengið til sölu 346,9 fm húseign á einni hæð að Dalbraut 2 í Dalabyggð (Búðardal). Í húsinu er rekin blómleg veitinga- og gistiaðstaða, sem vaxið hefur mjög á liðnum árum. Í húsinu eru níu góð herbergi, með gistiaðstöðu fyrir allt að 19-20 manns, góður 40-50 manna fullbúinn veitingasalur, ásamt eldhúsi og stoðeiningum. Í húsinu eru alls 7 snyrtingar og þar af 4 með baðaðstöðu. Aðkoma að húsinu er góð, fjöldi bilastæða er á lóðinni og góð hellulögð verönd fyrir framan húsið, með steinhleðslum og útiborðum. Stétt og aðkoma að húsinu er hellulögð og með hitalögn. Að öðru leyti er lóðin grasflöt með trjám o.fl. Húsið stendur á fallegum útsýnisstað neðst í bænum, með góðu útsýni til sjávar. Húsið er klætt að utan og verið að ljúka við klæðningu þess sem á vantaði.
Nánari lýsing: Komið er á físalagða
forstofu, sem er samliggjandi við
hol/setustofu með húsgögnum. Strax á vinstri hönd er inngangur í viðbyggingu, þar sem er gangur,
tvö stór herbergi með sér-baðherbergjum og língeymlsa. Herbergin eru parketlögð, annað með útgangi á verönd. Vönduð flísalögð baðherbergi með vegghengdum salernum og sturtum. Af aðalinngangi er flísalagt
innra hol. Af því eru tvær snyrtingar. Gengið er beint úr innra holi á parketlagðan
veitingasal með aðstöðu fyrir 40-50 manns, borðum stólum, bar o.fl. Salurinn var endurnýjaður að stærstum hluta árið 2016. Góð lofthæð og gluggar á tvær hliðar. Innaf veitingasal er
fullbúið eldhús með góðum tækjabúnaði,
búr, þvottahús, snyrting og geymsluaðstaða með bakinngangi.
Af innra holi er gengið á hægri hönd á
svefnherbergjagang með alls 7 svefnherbergjum. Fjögur þeirra eru með 2x1 rúmum og þar af tvö með skolvöskum. Þrjú herbergi eru svo tveggja manna með 1x2 rúmum. Parket á góflum á öllum herbergjum.
Eignin hefur að sögn seljanda fengið gott viðhald á liðnum árum, þannig eru allar vatns- og raflagnir endurnýjaðar. Frárennslislagir einnig að stærsum hluta. Gluggar hafa að stórum hluta verið endurnýjaðir, þakdúkur á viðbyggingu er ca. 7-8 ára og þakjárn að örðu leyti 10-15 ára. Verið að ljúka utanhússklæðningu þar sem á vantaði.
Eigin selst með innbúi, tólum og tækjum sem í henni eru, sbr. innbús- og tækjalista sem fyrir liggur.
Búðardalur er fallegt bæjarfélag í þjóðbraut, þar sem blómlegt mannlíf þrífst í rólegheitum Dalanna. Talsverð uppbygging er framundan í bænum, bæði af hálfu hins opinbera og einnig íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Ferðaþjónusta hefur blómstrað í byggðarlaginu á liðnum árum, en auk þessa er veitingasala jöfn og góð í húsinu. Fastir samningar við stofnanir og trausta aðila um sölu á vöru og þjónustu geta mögulega fylgt með í kaupunum, sem tryggja stöðugleika í rekstrinum. Hér er á ferðinni frábært tækifæri fyrir duglega fjölskyldu eða samhenta aðila að taka við góðum rekstri og rekstrareignum með mikla framtíðarmöguleika.
Góð velta og afkoma. Skipti möguleg m.a. á húsnæði, jörð, lóðum, eða spennandi rekstri.
Allar nánari upplýsingar veitir Björn Þorri Viktorsson hrl. og lgf. bjorn@midborg.is eða í síma 894-7070.