Hólmar Björn Sigþórsson löggiltur fasteignasali og Helgafell fasteignasala kynna í einkasölum Katlahraun 5, 815 Þorlákshöfn:Um er að ræða nýtt og vel skipulagt 4 herbergja endaraðhús. Birt stærð eignar er 148.4 fm. þar af er íbúðarhluti 105,2 fm. og innbyggður bílskúr 43,2 fm. Húsið er hluti af Katlahrauni 1-5 sem eru þrjú raðhús sem staðsett eru í nýju hverfi í vestur jaðri Þorlákshafnar.
Eignin afhendist á byggingarstigi 2 - fokheld bygging eða byggingarstigi 3 - fullgerð bygging að utan og tilbúin til innréttingar - ÍST 51:2021. Möguleiki er á að fá húsið lengra komið eftir samkomulagi.
SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT STRAXSkipulag eignar: Anddyri, gangur, þrjú svefnherbergi, í opnu alrými er stofa / borðstofa og eldhús, baðherbergi, þvottahús og bílskúr / geymsla.
Skilalýsing á byggingarstigi 2 – fokheld bygging:Afhendingartími er 15. apríl 2025.
Verð á byggingarstigi 2: 53.900.000 milljónir.
Frágangur utanhúss.Útveggir: Eignin er byggð úr timbri og klætt með brúnni fín báru ( RAL7006) og timbur í innskotum.
Þak: Á þaki er svört aluzink bára. Vindskeiðar verða komnar og fúavarðar. Þakrennur og rennuniðurföll eru frágengin.
Gluggar og útihurðir: Gluggar og útihurðir eru svört á lit. Útihurðar eru frágengnar. Gluggar eru frágengnir og glerjaðir. Allt tréverk er fúavarið með fúavörn.
Bílskúr: Málmaksturshurð er í bílskúrnum.
Aðgengi og lóð: Lóð og bílaplan eru grófjöfnuð.
Frágangur innanhúss.
Gólf: Gólfplata er flotdregin (ekki flotuð).
Veggir og loft: Kraftsperrur eru í húsinu og því eru öll loft niðurtekin. Bílskúr er klæddur með tvöföldum gifsplötum sem og brunaveggir milli íbúða.
Hitalögn: Ísteyptar hitalagnir eru í öllum gólfum.
Annað: Á byggingarstigi 2 greiðir kaupandi greiðir tengigjöld rafmagns og hita sem og lóðargjald.
Kaupandi greiðir 0,3% skipulagsgjald sem er innheimt við endanlegt brunabótamat.
Skilalýsing á byggingarstigi 3 – fullgerð bygging að utan og tilbúin til innréttingar:Afhendingartími er 1. október 2025.
Verð á byggingarstigi 3: 69.900.000 milljónir.
Frágangur utanhúss:
Útveggir: Eignin er byggð úr timbri og klætt með brúnni fín báru ( RAL7006) og timbur í innskotum.
Þak: Á þaki er svört aluzink bára. Vindskeiðar verða komnar og fúavarðar. Þakrennur og rennuniðurföll eru frágengin.
Gluggar og útihurðir: Gluggar og útihurðir eru svört á lit. Útihurðar eru frágengnar. Gluggar eru frágengnir og glerjaðir. Allt tréverk er fúavarið með fúavörn.
Bílskúr: Málmaksturshurð er í bílskúrnum.
Aðgengi og lóð: Lóð og bílaplan eru grófjöfnuð.
Frágangur innanhúss:
Gólf: Gólfplata er flotdregin (ekki flotuð).
Veggir og loft: Kraftsperrur eru í húsinu og því eru öll loft niðurtekin. Allir innveggir eru klæddir með nótuðum spónaplötum nema bílskúr sem er klæddur með tvöföldum gipsplötum. Loft eru klædd með loftaþiljum. Allir milliveggir eru komnir og er brunaveggur milli húss og bílskúrs. Veggir verða sparslaðir og grunnaðir.
Hitalögn: Ísteyptar hitalagnir eru í öllum gólfum og verður tengigrind fyrir gólfhita frágengin. Stýringar og annar búnaður gólfhita fylgir ekki.
Rafmagn: Búið er að leggja út ídráttarrör og dósir og draga fyrir vinnurafmagni. Aðal- og greinitöflur skulu fullgerðar með tilliti til vinnuljósa og uppsetts rafbúnaðar. Vinnuljós skulu tengd í hverju herbergi.
Innihurðir: Engar innihurðar eru komnar í húsið.
Annað: Á byggingarstigi 3 greiðir seljandi tengigjöld rafmagns og hita sem og lóðargjald.
Kaupandi greiðir 0,3% skipulagsgjald sem er innheimt við endanlegt brunabótamat.
Byggingaraðili: Þurá ehf.
Allt auglýsinga og kynningarefni t.d. þrívíddar myndir/teikningar og litir í þeim eru eingöngu til hliðsjónar ekki er um endanlegt útlit að ræða.
Nánari upplýsingar og bókun á skoðun gefur Hólmar Björn Sigþórsson, löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala í s. 893 3276 eða í netfangið holmar@helgafellfasteignasala.is. Ertu í fasteignahugleiðingum - Þarftu að selja eignina þína? Ég veiti afburða þjónustu og eftirfylgni, sanngjörn söluþóknun, sláið á þráðinn í síma 893 3276.
Þorlákshöfn:Þorlákshöfn er frábær staður til að búa sér notalegt heimili og ala upp börn. Vinalegur og barnvænn bær í nálægð við aðra þéttbýliskjarna. Í dag er öll þjónusta við barnafólk og fjölskyldur í Þorlákshöfn til fyrirmyndar. Stuttar vegalengdir einfalda allar samgöngur og börnin geta gengið örugg í skóla og tómstundastarf. Skólarnir eru eitt af trompum bæjarins þar sem stutt er vel við bakið á þeim sem þess þurfa. Rúmgóður og vel búinn grunnskóli með persónulegum samskiptum á milli heimilis og skóla. Leikskólinn Bergheimar er fimm deilda leikskóli fyrir eins og hálfs árs til sex ára börn. Öll íþróttaaðstaða í Þorlákshöfn er mjög góð og ákaflega vel nýtt af bæjarbúum. Margir nýir íbúar hafa nefnt að í stað þess að festa kaup á íbúð á höfuðborgarsvæðinu hafi verið hægt að fá íbúðarhús í Þorlákshöfn og búa fjölskyldunni stærra og rúmbetra heimili í barnvænu umhverfi.