Fasteignasalan TORG kynnir:
Fallegt og einstaklega vel skipulagt endaraðhús við Stekkjarhvamm í Hafnarfirði. Eignin í heild er skráð 193,4 fm, þar af er bílskúrinn 21,2 fm skv. Þjóðskrá Íslands.
Eignin skiptist í anddyri, bílskúr sem innangengt er í úr anddyri, eldhús, stofu, 4 svefnherbergi, gestasalerni, baðherbergi, þvottahús og opið sjónvarpsrými. Möguleiki á að bæta við svefnherbergi.
Nánari upplýsingar veitir Elfa Björk, löggiltur fasteignasali, s: 692-0215 og elfa@fstorg.is
NÁNARI LÝSING:
Eignin skiptist í anddyri, bílskúr sem innangengt er í úr anddyri, eldhús, stofu, 4 svefnherbergi, gestasalerni, baðherbergi, þvottahús og rúmgott opið sjónvarpsrými.
Neðri hæð:
Forstofa: Flísar á gólfi og fatahengi.
Forstofuherbergi: Rúmgott svefnherbergi með fataskáp. Parket á gólfi.
Hol: Tengir saman rými neðri hæðar og þaðan er stigi upp á efri hæð. Parket á gólfi.
Stofa: Rúmgóð og björt stofa og borðstofa. Parket á gólfi. Útgengt úr stofu út á sólpall sem snýr í suðvestur.
Eldhús: Innrétting með góðu skápaplássi, parket á gólfi. Gott pláss fyrir eldhúsborð.
Gestasnyrting: Snyrtilegt gestasalerni með handlaug og skáp. Flísar á gólfi.
Sólpallur: Rúmgóður vel staðsettur sólpallur sem snýr í suðvestur.
Garður: Garðurinn er gróinn og vel við haldinn.
Bílskúr: Innangengt frá forstofu í snyrtilegan bílskúr. Fyrir framan hann og húsið er hellulagt plan með hitalögn.
Efri hæð:
Herbergi: Rúmgott með fataskápum. Parket á gólfi.
Hjónaherbergi: Rúmgott herbergi með fataskápum. Parket á gólfi.
Herbergi: Rúmgott með fataskáp. Parket á gólfi.
Sjónvarpshol: Rúmgott sjónvarpshol, þaðan er útgengt út á svalir. Parket á gólfi.
Þvottahús: Snyrtilegt með vaski og borði. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. Falleg innrétting, sturta og baðkar. Tveir þakgluggar sem gefa góða birtu.
Endurbætur:
Húsið hefur fengið gott viðhald í gegnum árin og er því vel við haldið.
Allt tréverk utanhúss; gluggar, hurðir og pallur hefur verið málað á 2 ára fresti.
2008 - Skipt um gler í vesturglugga á efri hæð.
2019 - Frárennslislagnir niðri frá gestasnyrtingu út í götu myndaðar, allt var í lagi.
2020 - Skipt var um járn og pappa á þaki og hliðum. Skipt um þakrennur og niðurfallsrör. Tjörupappi bræddur á bílskúrsþak. Þak á stigahúsi varið með kvoðu.
2021 - Skipt um loftaplötur uppi á baðherbergi, alrými og í einu svefnherbergi. Skipt um gler og þéttingar í 4 þakgluggum á efri hæð
2021- Hús sílanborið að utan.
2023 - Skipt um rör fyrir kalda vatnið við vask í þvottahúsi.
Rúmgott og vel skipulagt endaraðhús á rólegum og góðum stað í Hafnarfirði. Stutt í leiksvæði, þjónustu, verslanir, skóla og stofnbraut.
Nánari upplýsingar veitir Elfa Björk, löggiltur fasteignasali, s: 692-0215 og elfa@fstorg.is
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald kr. 2.500.- kr. af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður lánastofnunar - mismunandi eftir lánastofnunum.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. samningi.
Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.