Fasteignaleitin
Skráð 18. nóv. 2024
Deila eign
Deila

Reynidalur 4

FjölbýlishúsSuðurnes/Reykjanesbær/Njarðvík-260
101.1 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
69.900.000 kr.
Fermetraverð
691.395 kr./m2
Fasteignamat
53.000.000 kr.
Brunabótamat
57.150.000 kr.
Mynd af Snorri Björn Sturluson
Snorri Björn Sturluson
Hdl., Löggiltur fasteignasali. Eigandi.
Byggt 2020
Þvottahús
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2508099
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
2
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
upprunalegt
Raflagnir
upprunalegt
Frárennslislagnir
upprunalegt
Gluggar / Gler
Upprunalegt
Þak
upprunalegt
Svalir
ja
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Valhöll fasteignasala kynnir fallega, bjarta og vel skipulagða  4ra herbergja íbúð í nýlegu húsi við Reynidal í Njarðvík. Húsið er byggt árið 2020, einangrað að utan og álklætt. Húsið er sex íbúða hús þar sem allar íbúðir eru með sérinngang.

Um er að ræða íbúð 201 og er íbúðin á 2 hæð og er hún skráð 101,1 fm á stærð.


Gott skipulag er í eigninni og skiptist hún í forstofu, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, sér þvottaherbergi inn af baðherberginu og alrými sem rúmar eldhús, borðstofu og setustofu með útgengi á stórar svalir. Fallegar dökkar innréttingar og vandað harðparket á gólfum nema á votrýmum og  forstofu en þar eru ljósar flísar. Gluggar i þrjár áttir. 

Stapaskóli er í næsta nágrenni þar sem er starfræktur leikskóli, grunnskóli, tónlistarskóli, frístundaskóli, sundlaug og félagsmiðstöð. Stutt í þjónustukjarna með Krónuverslun, Bónusverslun, apóteki og fleiri verslunum. Aðeins 20 mín keyrsla frá Hafnarfirði.  

 Sami aðili á fjórar eignir í húsinu, tvær á efri hæð og tvær á neðri hæð og eru allar til sölu. ( Allt endaíbúðir )

Nánari lýsing eignar:
Forstofa: Gengið er inn um sérinngang inn í rúmgóða og bjarta forstofu með fallegum ljósum flísum á gólfi og góðum fataskáp. Gluggar eru í tvær áttir. 
Gangur: Rúmgóður gangur með harðparketi á gólfi leiðir að herbergjum og alrými. 
Þrjú svefnherbergi: Svefnherbergin eru þrjú, öll rúmgóð með fallegu harðparketi á gólfi og góðum fataskápum. 
Eldhús: Eldhúsið er í opnu rými með stofunni. Falleg dökk innrétting er á einum vegg með efri og neðri skápum. Á móti innréttingunni er svo eyja með keramik helluborði og háfi. Ofn er í vinnuhæð og ísskápur og uppþvottavél eru innbyggð. 
Borðstofa + setustofa: Borðstofa og setustofa eru saman í opnu rými með eldhúsinu Góðir gluggar eru í tvær áttir, fallegt harðparket á gólfi og gengið út á stórar svalir með glerhandriði. 
Baðherbergi: Baðherbergið er með fallegum ljósum flísum á gólfi og á þremur veggjum. Stór sturta er beint á gólf með glervegg. Góð innrétting í dökkum lit er undir vaski og speglaskápar eru á vegg fyrir ofan vask. Handklæðaofn er á vegg. 
Þvottaherbergi: Gengið er í gegnum baðherbergið inn í sér þvottaherbergi inn af baði. Rennihurð lokar á milli rýma. Góð innrétting er á vegg þar sem gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Á móti innréttingunni er vinnuborð og vinnuvaskur. 

Nánari upplýsingar:
Nánari upplýsingar veita Gylfi Gylfason aðstoðarmaður fasteignasala í síma 7704040 eða á netfanginu gylfi@valholl.is eða 
Snorri Björn Sturlusson löggiltur fasteignasali / lögmaður í síma 6994407 eða á netfanginu snorribs@valholl.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valhöll fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
30/07/202042.650.000 kr.38.000.000 kr.101.1 m2375.865 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Tjarnabraut 2 íbúð 201
Tjarnabraut 2 íbúð 201
260 Reykjanesbær
91.3 m2
Fjölbýlishús
413
760 þ.kr./m2
69.400.000 kr.
Skoða eignina Tjarnabraut 2 íbúð 208
Tjarnabraut 2 íbúð 208
260 Reykjanesbær
91.3 m2
Fjölbýlishús
413
760 þ.kr./m2
69.400.000 kr.
Skoða eignina Dísardalur 3
Skoða eignina Dísardalur 3
Dísardalur 3
260 Reykjanesbær
98.2 m2
Fjölbýlishús
43
712 þ.kr./m2
69.900.000 kr.
Skoða eignina Dísardalur 3 - Íb. 202
Dísardalur 3 - Íb. 202
260 Reykjanesbær
99.3 m2
Fjölbýlishús
413
714 þ.kr./m2
70.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin