Fasteignaleitin
Opið hús:25. sept. kl 12:15-12:45
Skráð 17. sept. 2024
Deila eign
Deila

Garðhús 12

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Grafarvogur-112
171.2 m2
5 Herb.
3 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
94.500.000 kr.
Fermetraverð
551.986 kr./m2
Fasteignamat
86.300.000 kr.
Brunabótamat
75.190.000 kr.
Mynd af Björgvin Þór Rúnarsson
Björgvin Þór Rúnarsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1989
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2040662
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
3
Númer íbúðar
3
Vatnslagnir
Upprunalegar
Raflagnir
Upprunalegar
Frárennslislagnir
Upprunalegar
Gluggar / Gler
Endurnýjað
Þak
Endurnýjað
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Upphitun
Hitaveita/ gólfhiti
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Björgvin Þór Rúnarsson lgf og Fasteignaland kynna eignina Garðhús 12 , nánar tiltekið eign merkt 020303 fastanúmer 2040662 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi

Glæsileg björt og vel skipulögð 4ra herbergja 171,2 fermetra íbúð með bílskúr (þar af 20,6 fermetra bílskúr) á 3. og 4. hæð (efstu hæðir) með rúmgóðum svölum til suðurs og fallegu útsýni til norðurs í góðu fjölbýlishúsi við Garðhús 12 í Reykjavík.
Tvö baðherbergi eru í íbúðinni og glæsilegt eldhús með vönduðum eldhústækjum. Nýlegt parket á aðalhæð og búið er að skipta um flesta ofna í íbúð. Möguleiki er að fjölga herbergjum á efri hæð.

Nánari lýsing eignar:
Neðri hæð:
Forstofa: Með parket á gólfi og góðum skápum sem ná upp í loft.
Baðherbergi I: Er flísalagt í gólf og veggi. Falleg hvít innrétting við vask og skápar. Baðkar með sturtutækjum og glerþili. Handklæðaofn, lýsing við spegil og gluggi til norðurs.
Eldhús: Er endurnýjað á afar vandaðan og glæsilegan máta. Parket á gólfi og falleg hvít sprautulökkuð eldhúsinnrétting frá Við og Við sf. innréttingum. Granít steinn á borðum. Eldhúseyja með Miele spansuðuhelluborði og fallegum glerskápum við enda með innfelldri lýsingu. Stál Miele háfur. Liebherr innbyggður kæliskápur með innbyggðum frysti og innbyggðri klakavél. Tveir stál Miele ofnar (annar gufuofn), Miele innbyggð kaffivél, innfelldur vaskur, innbyggð Miele uppþvottavél. Rúmgóður borðkrókur við enda eldhús. Góðir gluggar til norðurs með glæsilegu útsýni út á sundin, að Esjunni, Snæfellsjökli og víðar. 
Stofa: Er stór og björt með parketi á gólfi. Rúmar vel stofu og borðstofu. Útgengi út á svalir til suðurs. Opin við eldhús.
Svalir: Snúa til suðurs og eru flísalagðar.
Svefnherbergi: Með parket á gólfi, skápum og glugga til norðurs.
Þvottaherbergi: Með flísum á gólfi, innrétting með góðu skápaplássi, vinnuborð og vaskur. Upphækkun undir þvottavél og þurrkara.
Efri hæð: Gengið upp hringstiga upp á efri hæð.
Opið rými: Er rúmgott með parketi á gólfi. Tveir Velux þakgluggar til norðurs. Rými er nýtt í dag sem sjónvarpsrými og skrifstofa.
Hjónaherbergi: Með parketi á gólfi, góðum skápum og tveimur Velux þakgluggum til suðurs.
Baðherbergi II: Er flísalagt í gólf og veggi, sturtuklefi, upphengt wc, falleg sprautulökkuð innrétting við vask og loftræsting.

Bílskúr: Er upphitaður, með hillum og heitu og köldu vatni. 

Sameiginleg geymsla: Með máluðu gólfi og gluggum.
Hjóla- og vagnageymsla: Með máluðu gólfi og gluggum til norðurs.

Húsið að utan: Það er nýbúið að taka þakið svo og skipta um alla glugga og mála að sögn eiganda.
Sameign: Nýlegt teppi á sameign og nýlegir ofnar.
Lóðin: Frágenginn garður. Tyrfð lóð og hellulögð stétt fyrir framan hús. Malbikuð stæði fyrir framan hús.


Staðsetning eignarinnar er afar góð og stutt er í leikskóla (Brekkuborg) og grunnskóla (Húsaskóla). Stutt er í íþróttasvæði Fjölnis og Sundlaug Grafarvogs. Auk þess er stutt í Egilshöll með allri þeirri afþreyingu og íþróttastarfi sem er í boði þar.
 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignaland fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
 
Með kveðju.
Björgvin Þór Rúnarsson
Löggiltur fasteigna- og skipasali.
bjorgvin@fasteignaland.is
00354-855-1544

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 69.900. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.

 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Byggt 1989
20.6 m2
Fasteignanúmer
2040662
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
06
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
7.790.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Rauðhamrar 10
Bílskúr
Opið hús:22. sept. kl 17:00-17:30
Skoða eignina Rauðhamrar 10
Rauðhamrar 10
112 Reykjavík
134.6 m2
Fjölbýlishús
4
687 þ.kr./m2
92.500.000 kr.
Skoða eignina Laufengi 170
Skoða eignina Laufengi 170
Laufengi 170
112 Reykjavík
119.4 m2
Raðhús
514
778 þ.kr./m2
92.900.000 kr.
Skoða eignina Miðleiti 4
Bílskúr
Skoða eignina Miðleiti 4
Miðleiti 4
103 Reykjavík
149.2 m2
Fjölbýlishús
413
603 þ.kr./m2
89.900.000 kr.
Skoða eignina Seljabraut 24
Bílskúr
Skoða eignina Seljabraut 24
Seljabraut 24
109 Reykjavík
197.9 m2
Fjölbýlishús
625
454 þ.kr./m2
89.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin