Hraunhamar kynnir: Glæsilega nýbyggingu á frábærum stað innarlega í botnlanga við Drangsskarð 15 í Skarðshlíðarhverfinu í Hafnarfirði. Skarðshlíðin er mjög vinsælt íbúðarhverfi sem er að rísa í göngufæri við skóla og útivist. Sérinngangur.
Íbúð 203 er glæsileg fjögurra herbergja íbúð, skráð 98,6 fermetrar með geymslu.
Íbúðirnar afhendast fullbúnar með gólfefnum. Innréttingar eru frá HTH og eldhústæki frá AEG. Ísskápur og uppþvottavél fylgir.Nánari lýsing skv. teikningu:
Forstofa með fataskáp.
Gott opið rými, þar sem eldhús og stofa eru samliggjandi.
Eldhús með smekklegri innréttingu frá HTH og vönduðum eldunartækjum.
Björt
stofa og
borðstofa og þaðan er útgengt á svalir.
Þrjú góð svefnherbergi með fataskápum.
Flísalagt
baðherbergi með innréttingu, upphengdu salerni og sturtu. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara á baðherbergi.
Geymsla er innan íbúðar.
Megin burðarkerfi hússins er steinsteypa. Veggir eru forsteyptar einingar frá BM-Vallá. Plötur eru steinsteyptar, uppbyggðar úr forsteyptum filigranplötum og ásteypulagi.Bókið skoðun hjá sölumönnum Hraunhamars: Vala Gissurardóttir löggiltur fasteignasali s. 791-7500,
vala@hraunhamar.isÁrsæll Ó. Steinmóðsson löggiltur fasteignasali s. 896-6076,
arsaell@hraunhamar.isHlynur Halldórsson, löggiltur fasteignasali, s. 698-2603,
hlynur@hraunhamar.isHelgi Jón Harðarson, sölust. s. 893-2233,
helgi@hraunhamar.isSkoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Hraunhamar fasteignasala vill benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga fyrir nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. þjónustusamningi
Hraunhamar er elsta fasteignasala Hafnarfjarðar, stofnuð 1983.
Hraunhamar, í farabroddi í rúm 40 ár ! – Hraunhamar.is