"Næstum því nýtt" Einbýlishús sem hefur verið skipt í tvær fullbúnar íbúðir á tveimur fastanúmerinum. Tvöfaldur bílskúr og stórt bílaplan.
* Möguleiki á að útbúa þriðju íbúðina eða hjónasvítu á rishæð
* Þrjú svefnherbergi og tvö baðherbergi í báðum íbúðum
* Íbúðirnar voru standsettar 2024 og endurnýjaðar hvað varðar ma. innréttingar, gólfefni, hurðar, ofnakerfi-og lagnir
* Endurnýjað múrkerfi sett utan á húsið og málað 2024
* Endurnýjaðir gluggar nema þakgluggar
* Endurnýjaðar skólplagnir, neysluvatnslagnir, rafmagnstafla og rafmagn endurnýjað að mestum hluta.
* Settur forhitari í báðar eignir, aðgengilegur í skáp á baðherbergi
* Laus til afhendingar við kaupsamning
* Hægt er að kaupa húsið í heilu lagi eða sitt hvora íbúðina.Nánari upplýsingar veita:
Helen Sigurðardóttir Lgf. í síma nr 766-9500 eða helen@palssonfasteignasala.is
www.eignavakt.iswww.verdmat.is Góð ráð fyrir kaupendur / seljendurBirt stærð samkv. FÍ er samalögð 281,20 m2 fyrir alla húseignina það er neðri hæð og bílskúr skráður 132,2 m2 og eignarhlutur efri hæðar og bílskúr skráður 148,9 m2. Fasteignamat 2025 verður 148.200.000 kr.
Efri hæð skiptist í anddyri, gang, stofu / borðstofu, eldhús, baðherbergi með þvottaaðstöðu, salerni, 3 svefnherbergi, rishæð og bílskúr.Gengið er inn teppalagðan
stiga.
Gangur er með parket á gólfi.
Stofa /
borðstofa eru í tæplega 30 m2 alrými með
eldhúsi. Parket á gólfi og útgengt út á
svalir.
Eldhús er með L-laga innréttingu með bakarofn, helluborði, viftu, tengi fyrir uppþvottavél og pláss fyrir amerískan ísskáp þar til mótsvið ásamt meira skápaplássi.
Baðherbergi er flísalagt með mjög rúmgóðri "walk-in" sturtu, upphengdu wc, innréttingu með handlaug, skúffum og háum skáp sem og speglaskáp. Þar eru tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Svefnherbergi 1 er rúmgott með parket á gólfi og gluggum á tvo vegu.
Svefnherbergi 2 er með parket á gólfi.
Svefnherbergi 3 er með parket á gólfi og innangengt á salerni.
Salerni er flísalagt með upphengdu wc, innréttingu með handlaug og skúffum.
Möguleiki á að útbúa hjónasvítu / aukaíbúð á rishæð:Frá viðarstiga er gengið upp á rishæð sem er í dag óinnréttað þakrými nýtt í dag sem
geymsla en geymir mikla möguleika. Búið er að draga upp neysluvatnslagnir, ofnalagnir og skólplagnir svo hægt væri að útbúa hér td. hjónasvítu eða sér-íbúðareiningu. Þar sem fordæmi eru fyrir því í nágrenni að fá samþykkta kvist ofan á hús væri hægt að auka lofthæð og fermetrastærð.
Neðri hæð skiptist í anddyri, gang, stofu / borðstofu, eldhús, baðherbergi, salerni, 3 svefnherbergi, geymsla og bílskúr.Andyri / gangur er með flísum á gólfi.
Stofa /
borðstofa er með gluggum í tvær áttir og parket á gólfi.
Eldhús er með flísum á gólfi og L-laga innréttingu með bakarofn, helluborði, viftu, innbyggðri uppþvottavél og ísskáp með frysti, ásamt góðu skápaplássi þar til móts við. Útgengi út í garð og tilgreindan sérafnotarétt neðri hæðar.
Svefnherbergi 1 er rúmgott með parket á gólfi og gluggum á tvo vegu.
Svefnherbergi 2 er með parket á gólfi.
Svefnherbergi 3 er með parket á gólfi, nýtt sem skrifstofa í dag.
Baðherbergi er flísalagt með "walk-in" sturtu, upphengdu wc, innréttingu með handlaug, skúffum og háum skáp sem og speglaskáp. Þar eru tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Salerni er flísalagt með upphengdu wc, innréttingu með handlaug og skúffum.
Geymsla er innan íbúðar, undir stiga.
Bílskúr 1 er skráður 28,20 m2 samkv. Fí og er með manngengri hurð, ásamt heitu/ köldu vatni, rafmagni og upphitun.
Bílskúr 2 er skráður 28,20 m2 samkv. Fí og er með rafdrifinni hurð, ásamt heitu/ köldu vatni, rafmagni og upphitun.
Góð bílastæði er fyrir framan bílskúra.
Verönd er við inngang íbúðar á neðri hæð, L-laga til suðurs og austurs. Möguleiki á að gera pall eða verönd einnig til vesturs frá eldhúsi á neðri hæð.
Góður garður og skemmtileg staðsetning miðsvæðis í Hafnarfirði við svæði sem sér fram á mikla uppbyggingu á komandi árum. Mikil nálægð við verslun og ýmsa þjónustu, Suðurbæjarlaug, leikskóla, skóla og framhaldsskóla svo fátt eitt sé nefnt.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Pálsson fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.