Fasteignaleitin
Skráð 31. mars 2022
Deila eign
Deila

Sumarhús úr Helgadalslandi

SumarhúsHöfuðborgarsvæðið/Mosfellsbær-271
67 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
Verð
Tilboð
Fasteignamat
50.100.000 kr.
Brunabótamat
39.000.000 kr.
Byggt 2009
Fasteignanúmer
F2318957
Húsgerð
Sumarhús
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
1
Númer íbúðar
1
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Upphitun
Rafmagnskynding
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17, 201 Kópavogi sími 550 3000 er með til sölu  66,3 m2 sumarhús á eignarlóð með fasteignanúmer 231-8957 og landeignanúmer 125255 úr landi Helgadals í Mosfellsdal.
Fallegt sumarhús á stórri og skógi vaxinni eignarlóð úr landi Helgadals í Mosfellsdal. Lóðin, sem er rúmir 1,37 hektarar að stærð, stendur hátt með miklu útsýni. Friðsældin er einstök þrátt fyrir nálægð við þéttbýlið. Landið er frábært leiksvæði þar sem skiptast á há tré og kjarr þar sem er skemmtilegt fyrir börn að klifra, fela sig eða busla í litlum læk. Til þess að komast að bústaðnum þarf einmitt að aka yfir vað á læknum. Ekki fyrir smábíla að vetri til. Húsið, sem er byggt árið 2009, skiptist í anddyri og gang, tvö svefnherbergi ásamt eldhúsi og stofu í sameiginlegu rými með útgengi á verönd sem er stór og nær hringinn í kringum húsið. Frá sameiginlegu bað og þvottaherbergi má ganga út á verönd þar sem er heitur pottur með nuddi. Sérstök aðstaða hefur verið notuð fyrir útigrill utan verandarinnar. Að mörgu leiti áhugavert hús. Geymsluskúr er á lóðinni og fjær húsinu gamall skúr í lélegu ástandi. Í húsinu er rafmagnskynding en aðgangur að hitaveitu er ekki langt undan. Mikill gróður, fallegt útsýni og einstök staðsetning. 

Samkvæmt upplýsingum frá Mosfellsbæ segir: STÖK FRÍSTUNDAHÚS Á „ÓBYGGÐUM SVÆÐUM“. Á nokkrum stöðum í bæjarlandinu eru stök frístundahús frá fyrri tíð á svæðum, sem skilgreind eru sem „óbyggð svæði“ (Ó), „opin svæði til sérstakra nota/skógræktarsvæði“(Os) eða landbúnaðarsvæði (L), án þess að áform séu uppi um að húsin eigi að víkja í fyrirsjáanlegri framtíð. Á uppdráttum eru þessi hús auðkennd með hring með lit frístundasvæða, sem táknar að húsin séu í fullum rétti og að heimilt sé að viðhalda þeim og nýta áfram, þó svo að viðkomandi land/lóð sé ekki skilgreint sem svæði fyrir frístundabyggð, og að heimila megi að undangenginni grenndarkynningu minniháttar viðbyggingar til að laga húsin að nútímakröfum.
Tilboð óskast.
Tilvísunarnúmer 13-1682

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,0 - 1,8% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.

Nánari upplýsingar á skrifstofu Fasteignamiðstöðvarinnar sími: 550 3000
tölvupóstfang: 
fasteignamidstodin@fasteignamidstodin.is  / leiga@fasteignamidstodin.is
Sjá einnig:  fasteignamidstodin.is / jardir.is fasteignir.is mbl.is/fasteignir
Eftir lokun skiptiborðs:
Magnús Leópoldsson lögg. fasteignasali  gsm: 892 6000 magnus@fasteignamidstodin.is         
Sjöfn Ólafsdóttir lögg. fasteignasali sími: 550 3000 sjofn@fasteignamidstodin.is
María Magnúsdóttir lögfræðingur gsm: 899 5600  maria@fasteignamidstodin.is

Engin gögn fundust fyrir þessa eign
ML
Magnús Leópoldsson

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Eyjabakki 1
Skoða eignina Eyjabakki 1
Eyjabakki 1
276 Mosfellsbær
63.6 m2
Sumarhús
33
550 þ.kr./m2
35.000.000 kr.
Skoða eignina Norðurnes 47
 25. sept. kl 17:00-17:30
Skoða eignina Norðurnes 47
Norðurnes 47
276 Mosfellsbær
66 m2
Sumarhús
312
674 þ.kr./m2
44.500.000 kr.
Skoða eignina Eyjabakki 1
Skoða eignina Eyjabakki 1
Eyjabakki 1
276 Mosfellsbær
63.6 m2
Sumarhús
312
550 þ.kr./m2
35.000.000 kr.
Skoða eignina Blönduholt 70
Skoða eignina Blönduholt 70
Blönduholt 70
276 Mosfellsbær
48.3 m2
Sumarhús
311
Fasteignamat 20.000.000 kr.
Tilboð
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2023 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache