Nes fasteignasala ehf kynnir:
Hrísmóar 10, 320 Reykholt Borgarfirði. Stórglæsilegt og vandað frístundahús sem verður afhent fullbúið, á 9,999 fm eignarlóð úr landi Signýjarstaða. Áætluð afhending er vor 2023.
Um er að ræða 151fm frístundarhús með glæsilegu útsýni í átt að Húsafelli, Eiríks- og Langjökli með 120fm palli. Stór eignalóðir er innifalinn eða frá 7300 til 9958 fm. Einnig er leyfilegt að byggja 300m³ gestahús eða leiktækjaskúr á hverri lóð.
Stutt er í margar náttúruperlur og afþreyingu en má þar nefna Reykholt og Snorrastofu, Víðgemli, Surtshelli, Barnafossa og Hraunfossa, Húsafell og Giljaböð, Langjökul og íshellinn, Arnavatnsheiði, Deildatunguhver og Krauma, Geitfjársetrið og margt fleira. Við hönnun verkefnisins var horft til þess að hanna byggingu sem fellur vel að umhverfinu með náttúruna í forgrunni, þar sem hægt að njóta útsýnisins í gegn um stóra og fallega útsýnisglugga.
Húsið er steinsteypt og klætt að utan. Gólfhiti er í botnplötu og stórir steyptir veggir með stálmótaáferð eftir öllu alrýminu. Nánast allir gluggar eru gólfsíðir gluggar
Kaupendur stendur til boða að fá húsið afhent á mismunandi byggingarstigum.
Fullbúið að utan, fokhelt að innan: 69.890.000
Tilbúið til innréttinga: 79.950.000
Fullbúið: 93.720.000
Skilalýsingar miðað við fullbúið hús.
Húsið skiptist í þrjú svefnherbergi, tvö baðherbergi, annað með sauna, þvottahús, eldhús og stofu.
Húsin skilast fullbúin að utan. Burðarvirki húsanna er steinsteypt með forsteyptum einingum og eru útveggir einangraðir að utan.
Útveggir er klæddir með lóðréttri timburklæðningu í svörtum/dökkgráum lit eða lerki
Slétt þök verða svokölluð viðsnúin þök þ.e.a.s einangrað er ofan á tjörudúk með roofmade einangrun. Á hallandi þökum verða báraðar stálplötur í svörtum/dökkgráum lit. Rennur og niðurföll eru með svörtum/dökkgráum lit.
Allir gluggar verða úr ál/tré kerfi, svartir/dökkgráir að utan og hvítir að innan. Allir gluggar eru vottaðir og glerjaðir með viðurkenndu K-gleri.
Um er að ræða mjög stóra og skemmtilega eignar lóð. Lóð verður grófjöfnuð og möl verður í bílastæðum. Hellur verða að inngangi hús, Móberg frá Steypustöðinni eða sambærilegt. Fyrir aftan hús verða flísar með heitum pott með loki (Snorralaug frá Normex) eða sambærilegt. Tölvustýrð blöndunarloki og tæmingarloki.
Gólf í baðherbergi, þvottahúsi og forstofu verða flísalögð ( Sunstone Alof 60 x 60 eða sambærilegt). Parket verður á öðrum rýmum (Light cracked oak eða sambærilegt).
Forsteyptir veggir í alrými eru sjónsteypuveggir. Aðrir veggir verða spartlaðir og málaðir í ljósum lit. Innveggir aðrir en steyptir, verða úr tvöföldum gipsplötuveggjum eða Lemga léttsteypu steinum. Baðherbergisveggir skilast flísalagðir að hluta.
Forsteypt loft verða blett spörtluð og máluð í ljósum lit. Loft í alrými verða klædd með loftaþiljum, gifsi, dúk eða I-Wood Basic Eik hljóðeinangrandi loftaplötum.
Innihurðir verða með yfirfelldum hurðakörmum hvítar að lit og hurðarhúnar úr burstuðu stáli.
Eldhúsinnréttingar verða af vandaðri gerð frá Schimdt. https://schmidt-eldhus.is/ eða sambærilegt
Hönnun gerir ráð fyrir innréttingum þar sem lögð er áhersla á að haga skipulagi eldhúsa á sem bestan hátt með nútíma hönnun og þarfir í huga.
Innrétting er dökk/svört. Borðplötur heita Ranch með undirfelldum vaski. Allar brautir og lamir eru með ljúf lokunum. Samblanda verður af innfelldri Led lýsingu og hangandi lýsingu yfir eyju.
Minniháttar misræmi getur verið á milli teikninga arkitekta, söluteikninga og sérteikninga innréttinga og eru innréttingateikningar þá gildandi.
Eldhús skilast með tækjum og búnaði af viðurkenndri gerð og gæðum. Spanhelluborð „flexlnd“ iQ700 og veggofn iQ700 svartur frá Simens eða sambærilegt . Umboðsaðili fyrir tæki er Smith & Norland.
Salerni verða upphengd og með innbyggðum vatnskassa í vegg. Rúmgóð sturta er með flísalögðum botni í gólfi og sturtugleri (þili). Baðherbergis og þvottahúsgólf verða flísalögð sem og veggir baðherbergja þar sem það á við. Flísarnar verða Sunstone Alof 60 x 60 eða sambærilegt.
Öll blöndunartæki í sturtum eru viðurkenndri gerð. Bað og þvottahús innréttingar verða frá Schimdt https://schmidteldhus.is/badherbergi/ eða sambærilegt
Hreinlætistæki verða frá Geberit eða sambærilegt. Innfelld led lýsing verður í loftum.
Í þvottahúsi verður tengi fyrir þvottavél og þurrkara. (gert er ráð fyrir þurrkara með rakaþétti,ekki útsog).
Gert er ráð fyrir sauna inn í baðherbergjum
Pípulagnakerfi hússins (innan íbúða) er innsteypt í gólfplötum "rör í rör kerfi". Hiti verður í gólfum og handklæðaofn inn á baði. Vélræn loftræsting (útsog) verður í rýmum þar sem við á en annars verður um „náttúrulega“ loftræstingu að ræða (opnanleg fög).
Neysluvatnskerfið verður með forhitara. Með því að hita upp kalt vatn með hitaveituvatni má halda kísli og öðrum steinefnum í lágmarki.
Stórglæsilegt frístundahús á fallegum útsýnisstað á vinsælu svæði.
Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.