Fasteignaleitin
Skráð 21. mars 2025
Deila eign
Deila

Síðumúli 39

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Háaleitis- og Bústaðahverfi-108
60.3 m2
2 Herb.
1 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
52.900.000 kr.
Fermetraverð
877.280 kr./m2
Fasteignamat
47.000.000 kr.
Brunabótamat
42.700.000 kr.
Mynd af Jón G. Sandholt
Jón G. Sandholt
Löggiltur fasteignasali
Byggt 2019
Lyfta
Garður
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2506970
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
0
Númer íbúðar
5
Vatnslagnir
Upprunalegt
Raflagnir
Upprunalegt
Frárennslislagnir
Upprunalegt
Gluggar / Gler
Upprunalegt
Þak
Upprunalegt
Svalir
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fyrirhugaðar framkvæmdir
Frá afhendingu hússins hafa komið upp margvíslegir gallar sem húsfélagið telur byggingaraðila bera ábyrgð á, m.a. ítrekaðir lekar / rakaskemmdir, galli á rafmagnstöflu auk þess sem flætt hefur inn í íbúð á jarðhæð o.fl. Á húsfundi 26.4.2023 var rætt um galla á rafmagnstöflu og í kjölfarið var haft samband við HMS sem létu framkvæma úttekt á töflunni. Í ljós kom að frágangi var verulega ábótavant, sjá meðfylgjandi skýrslu frá Frumherja. HMS krafði rafvirkjameistara sem er ábyrgur fyrir töflunni í kjölfarið um úrbætur á töflunni. Þörf er á annarri úttekt til að fá úr því skorið hvort fullnægjandi úrbætur hafi verið unnar. Í febrúar 2024 skilaði verktakinn MT Ísland skýrslu um ástand hússins eftir skoðun á því og er hún meðfylgjandi. Þá skilaði sami verktaki skýrslu 29.4.2024 í tengslum við viðgerðir vegna mikils leka í íbúð 304. Á aðalfundi 2024 var stjórn veitt heimild til að ráða lögmann til að skoða ábyrgð byggingaraðila / seljanda hússin vegna þess að frágangi hússins var ábótavant við afhendingu þess og. Lögmaður húsfélagsins hóf þegar vinnslu málsins og hefur verið í viðræðum við seljanda hússins og lögmann hans vegna þess. Á húsfundi 8.10.2024 var samþykkt tillaga um að höfða dómsmál gegn byggingaraðila hússins og var samþykkið ítrekað á húsfundi 10.12.2024. Fyrsta skref er að fara fram á dómkvaðningu matsmanns til að meta umfang galla á húsinu og vinnur lögmaður nú að matsbeiðni sem verður lögð fyrir héraðsdóm. Á fundinum var jafnframt samþykkt aukainnheimta á eigendur eftir þörfum vegna kostnaðar við málshöfðunina. Farið er yfir marga þætti sem hefur verið ábótavant á fundum húsfélagsins á árunum 2023 - 2025, sem og í úttektarskýrslum sem eru meðfylgjandi yfirlýsingu þessari.
RE/MAX og Jón G. Sandholt kynnir snyrtilega tveggja herbergja íbúð á jarðhæð í Síðumúla 39, 108 Reykjavík. Eignin er í heild sinni 60,3m2, þar af 6,2m2 geymsla, og telur stofu/borðstofu, eldhús, hjónaherbergi, baðherbergi og geymslu í sameign.

Nánari upplýsingar veitir Jón G. Sandholt, löggiltur fasteignasali í síma 777-2288 eða jonsandholt@remax.is. 

Nánari lýsing:

Gengið er inn í anddyri með parket á gólfi.
Stofa er með parket á gólfi og þaðan er útgengt á suðursvalir.
Eldhús er sérsmíðað frá Formus með viðaráferð, ljúflokun og plastlögðum borðplötum. Eldhústæki frá AEG.
Mjög rúmgott svefnherbergi með fataskápum.
Snyrtilegt baðherbergi með upphengdu salerni, sturtu og innréttingu fyrir þvottavél og þurrkara. Baðherbergi er flísalagt með 30x60 flísum frá Álfaborg.
Sérgeymsla í kjallara.
 
Um er að ræða vel skipulagða 2ja herbergja íbúð á frábærum stað. Tilvalin eign fyrir fyrstu kaupendur.

Nánari upplýsingar veitir Jón G. Sandholt, löggiltur fasteignasali í síma 777-2288 eða jonsandholt@remax.is.

----------------------------------------------------------------------- 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila  
    Fyrstu kaup - 0,4% af heildarfasteignamati 
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali. 
3. Lántökugjald lánastofnunar 
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð. 

 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
26/10/202014.900.000 kr.37.000.000 kr.60.3 m2613.598 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Ásgarður 18
Skoða eignina Ásgarður 18
Ásgarður 18
108 Reykjavík
58 m2
Fjölbýlishús
211
947 þ.kr./m2
54.900.000 kr.
Skoða eignina Álftamýri 18
Opið hús:03. apríl kl 16:30-17:15
Skoða eignina Álftamýri 18
Álftamýri 18
108 Reykjavík
60 m2
Fjölbýlishús
211
913 þ.kr./m2
54.800.000 kr.
Skoða eignina Laugavegur 147
Skoða eignina Laugavegur 147
Laugavegur 147
105 Reykjavík
62.5 m2
Fjölbýlishús
311
862 þ.kr./m2
53.900.000 kr.
Skoða eignina Laugarnesvegur 64
Laugarnesvegur 64
105 Reykjavík
54.3 m2
Fjölbýlishús
2
1011 þ.kr./m2
54.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin