Miklaborg kynnir: FASTEIGNIN SKÓLABRAUT 1A MOSFELLSBÆ. TÆKIFÆRI TIL ÞRÓUNAR OG UPPBYGGINGAR ÍBÚÐARHÚSNÆÐIS MEÐ EINSTAKA STAÐSETNINGU
Míla hf. leitar að kaupanda fasteignarinnar sem jafnframt verður samstarfsaðili sem þróar og byggir upp eignina.
Sjá sérstaka sölu- og samningsskilmála og önnur gögn sem hægt er að nálgast hjá Svan Gunnari Guðlaugssyni löggiltum fasteignasala.
Míla hf. leitar að kaupanda fasteignarinnar að Skólabraut 1A, sem jafnframt mun leiða umræður og umsóknarferli varðandi mögulegar breytingar á skipulagi og fyrirkomulagi eignar og lóðar sem og uppbyggingu vegna breyttrar notkunar.
Núverandi fasteign er 402,6 m2 og hefur hýst fjarskiptabúnað og fjarskiptarekstur sem verður aflagður á næstu misserum. Lóðin Skólabraut 1A, L210428 er alls 1.871,3 m2. Lóðin fellur undir íbúðarsvæði ÍB115 í aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030.
Það er mat ráðgjafa Mílu að hægt verði að koma fyrir allt að 20 - 30 íbúðum á reitnum eða um 2.000 m2 ofanjarðar. Mikilvægt er að kaupandi vandi vel skipulags- og hönnunarvinnu svo hámarka megi gæði uppbyggingarsvæðisins og að sem mest sátt ríki um uppbygginguna.
Öll gögn varðndi eignina er hægt að fá send í tölvupósti eða nálgast þau hjá undirrituðum þar á meðal sérstaka sölu- og samningsskilmála, tilboðsblað, söluyfirlit, minnisblað VSÓ, stofnskjal lóðar, lóðarleigusamning, eignaskiptayfirlýsingu, gildandi deiliskipulagsuppdrátt af lóðinni, fasteignayfirlit, teikningar Mílu er sýna fjarskiptalagnir, yfirlýsingu um eigendaskipti á eigninni, bréf Mílu til bæjarstjóra Mosfellsbæjar, yfirlit yfir fasteignagjöld og veðbandayfirlit.
Tilboð í bygginguna og mögulegum byggingarétt ásamt umbeðnum fylgigögnum skal skila til undirritaðs.
Nánari upplýsingar gefur Svan Gunnar Guðlaugsson löggiltur fasteignasali í síma 697 9300 eða svan@miklaborg.is