Fasteignaleitin
Skráð 27. sept. 2024
Deila eign
Deila

Hafnarstræti 35

FjölbýlishúsNorðurland/Akureyri-600
50.5 m2
2 Herb.
1 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
31.900.000 kr.
Fermetraverð
631.683 kr./m2
Fasteignamat
25.100.000 kr.
Brunabótamat
23.250.000 kr.
Byggt 1906
Þvottahús
Garður
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2146893
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
St+timbur
Númer hæðar
2
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Endurn. að hluta
Raflagnir
Óþekkt
Frárennslislagnir
Óþekkt
Gluggar / Gler
Óþekkt
Þak
Járn endurn. 2021
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Svalir
Nei
Lóð
23,06
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fasteignasalan Hvammur 466 1600

2ja herbergja íbúð á efri hæð í fjórbýli við Hafnarstræti 35 á Akureyri - samtals 50,5 m² að stærð.

Íbúðin skiptist í stofu, svefnherbergi, eldhús og baðherbergi auk þess sem eigninni fylgja tvær sér geymslur í kjallara.

Stofan
er með harðparketi á gólfi og gluggum til tveggja átta.
Svefnherbergið er með harðparketi á gólfi.
Eldhúsið með dúk á gólfi og snyrtilegri ljósri innréttingu.
Baðherbergi með er með dúk á gólfi og þar er nýlegt salerni og sturtuklefi.  Opnanlegur gluggi er á baðherberginu.
Geymslur eru tvær í kjallara. 
Þvottahús er í sameign og eru í raun tvö.  Annars vegar er sameiginlegt þvottahús á hæðinni innaf eldhúsi og hins vegar í kjallara.


Annað
- Járn var endurnýjað á þaki 2021 og þá var einnig farið í járnklæðninu á vesturvegg.
- Húsið var málað að utan 2021
- Ofnar og ofnalagnir voru endurnýjaðar 2009
- Eldhús og bað var endurnýjað 2009
- Drenað var með vestur- og suðurhlið árið 2010
- Húsið sjálft er fjórbýli, timburhús á steyptum kjallara.
- Íbúðin er laus til afhendingar við kaupsamning.
- Vel staðsett eign - göngufæri við miðbæinn.


Inngangur í íbúðina er sameiginlegur með einni annarri íbúð.  Steyptar tröppur eru við suð-austurhorn hússins og svo stigagangur uppá 2. hæð.  Húsið skiptist þannig að ein íbúð er á jarðhæð, ein á fyrstu hæð og tvær á annarri hæð.
Sameiginlegur stigangur fyrir allt húsið er á vesturhlið hússins, lítið notaður dagsdaglega en góð flóttaleið úr íbúðum.
Baðherbergi íbúðar er við hliðina á eldhúsinu en til þess að komast að baðherbergi þarf að fara fram í sameign fyrst.  Auðvelt að breyta og gera innangengt úr eldhúsi.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Hvammur Eignamiðlun
https://www.kaupa.is
GötuheitiPóstnr.m2Verð
640
58.3
31
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin