Fasteignaleitin
Skráð 15. feb. 2023
Deila eign
Deila

Strandgata 9

Atvinnuhúsn.Höfuðborgarsvæðið/Hafnarfjörður-220
235.9 m2
Verð
135.000.000 kr.
Fermetraverð
572.276 kr./m2
Fasteignamat
43.300.000 kr.
Brunabótamat
85.500.000 kr.
Byggt 1951
Sérinng.
Fasteignanúmer
20794371
Húsgerð
Atvinnuhúsn.
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Númer íbúðar
1
Lóð
100
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
FLOTT  BYGGINGARVERKEFNI  Í  HJARTA  HAFNARFJARÐAR. 

Valhöll fasteignasala, Síðumúla 27, og Heiðar Friðjónsson löggiltur Fasteignasali, sími:693-3356, kynna til sölu eitt að kennileitum Hafnarfjarðar, Strandgötu 9.  Á Strandgötu 9 (sem er alls um 236 fm) hefur nú í um 25 ár verið rekið kaffihúsið Súfistinn.  Með breytingum á deiliskipulagi hefur nú verið veitt leyfi til að byggja 646 fm við húsið að Strandgötu 9 og verður þá heimilt byggingarmagn á lóðinni 882fm.


Verið að selja húsið að Strandgötu 9 og 646 fm viðbyggingarrétt, þar sem gert ráð fyrir stækkun á veitinga/kaffihúsinu og fjórum nýjum íbúðum á tveimur hæðum skv. meðfylgjandi uppdráttum og teikningum ásamt Súfistanum og öllu er honum tengist.

Húsið Strandgata 9 hefur mikið varðveislugildi sem eitt fyrsta steinsteypta húsið í Hafnarfirði. Það var byggt 1912 og hefur því staðið í rúmlega hundrað ár. Húsið ber aldurinn vel og saga þess og svæðisins í kring er samofin sögu Hafnarfjarðar.  Bókabúð Böðvars stóð til margra árið við torgið sem löngum hefur þótt vera skjólsælasti og sólríkasti staðurinn í bænum.  Gamlir Hafnfirðingar töluðu ávallt um þennan stað sem "Costa del Böðvar" - slík þótti veðursældin á torginu þegar best lét.

Súfistinn var stofnaður 1994 með það að markmiði að taka þátt í að breyta og móta kaffihúsamenningu Íslendinga. Með það að leiðarljósi var opnað kaffihús í hjarta Hafnarfjarðar. Súfistinn fagnar því 25 ára afmæli sínu um þessar mundir, en Súfistinn hefur fyrir löngu ölast mikilvægan sess í bæjarlífi Hafnfirðinga. Þessi rótgróna starfsemi í góðri samstarfi við Rekstraraðila í Bæjarbíói, er nú eitt helsta aðdráttaraflið í miðbæ Hafnarfjarðar.


Allar nánari upplýsingar og milligöngu um skoðun annast Heiðar Friðjónsson löggiltur Fasteignasali S. 693-3356  heidar@valholl.is  
Ertu í fasteignahugleiðingum, Þarftu að selja ?  Ég veiti afburða þjónustu og eftirfylgni, byggða á 20 ára samfeldu starfi við fasteignasölu á Íslandi, sanngjörn söluþóknun, sláið á þráðinn í síma 693-3356 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valhöll fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á. 
Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 
VALHÖLL FASTEIGNASALA  SÍÐAN 1995 - FARSÆL OG ÖRUGG FASTEIGNAVIÐSKIPTI - EINGÖNGU LÖGGILTIR FASTEIGNASALAR OG LÖGFRÆÐINGAR ANNAST ÞÍN SÖLUMÁL HJÁ OKKUR.   VALHÖLL ER FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI SAMKVÆMT GREININGU CREDITINFO 2015,  2016, 2017, og 2018, EN AÐEINS 2,2% FYRIRTÆKJA Á ÍSLANDI NÁÐU ÞEIM GÆÐASKILYRÐUM. 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
HF
Heiðar Friðjónsson
Löggildur Fasteignasali
GötuheitiPóstnr.m2Verð
220
235.9
135
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2023 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache