SKEIFAN kynnir í einkasölu Vallarbraut 12. Nýlega vel skipulagða 3ja herbergja 88,8fm íbúð merkt 0101 með sérinngangi á fyrstu hæð.
Nánari upplýsingar veitir Halldór Kristján Sigurðsson í s. 618-9999 tölvupóstur halldor@skeifan.is
Íbúðin er í nýlegu og glæsilegu 4ra hæða fjölbýlishúsi á frábærum stað í Reykjanesbæ.
Allar innréttingar eru sérsmíðaðar frá Grindinni.
Sameiginleg vagna- og hjólageymsla er á 1. hæð.
Merkt bílastæði fyrir hverja íbúð.
Tengill fyrir Hleðslustöð við bílastæði er tilbúinn.
Um 13,3 fm sér afnotareitur með svalalokun.
Íbúðin er skráð samtals 88,8 fm og skiptist í rúmgott anddyri, eldhús, stofu, borðstofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og góðar yfirbyggður pallur sem er 13,3 fm og eru ekki inni í skráðum fermetrum. Hiti í gólfum og aukin lofthæð. Frábær staðsetning þar sem afar stutt er í alla helstu þjónustu svo sem verslanir, skóla og leikskóla.
Nánari lýsing:
Komið er inn í rúmgóða flísalagða forstofu með góðum skáp.
Björt og rúmgóð stofa/borðstofa með gólfsíðum gluggum og vandaðri rennihurð út á pall með með opnanlegu gleri.
Glæsilegt eldhús með innbyggðum ísskáp og uppþvottavél, keramikhelluborði og vönduðum ofni í vinnuhæð.
Hjónaherbergi er rúmgott með góðum skápum.
Rúmgott barnaherbergi með góðum skápum.
Baðherbergi er með sturtu, góðri innréttingu og salerni. Gólf og veggir flísalagðir að hluta.
Þvottahús með góðri innréttingu fyrir vélar í vinnuhæð.
Rúmgóður læstur geymsluskápur er í sameign á 1. hæð.
Gólfefnin: Hágæða harðparket er á gólfum, flísar eru á gólfum baðherbergis/þvottahúss og anddyris. Gólf í geymslum eru með epoxy sem nær uppá veggi.
Innréttingar: Skápar og innréttingar eru útbúnir úr 16 m grá plasthúðuðu spónaplötuefni að innanverðu. Sýnilegi fletir eru útbúnir úr efni frá Innval/Egger. Black-Brown Thermo Oak H1199 ST12. Borðplötur eru úr kvarsi. Plast frá Innval/Egger light concrete F272 ST9. Höldur á frontum frá Innval/Egger svartar mattar Inréttingar eru framleiddar hjá Grindinni ehf Grindavík.
Eldhús: Eldhús með tækjum frá AEG, þar með talið keramikhelluborð, bakaraofn, uppþvottavél og ísskáp. Stálvaskur er fræstur í borðplötu. Eldhúsinnrétting er sérsmíðuð frá Grindin ehf og er með mjúklokunarbúnaði, vaski og blöndunartækjum frá Grohe.
Baðherbergi: Baðherbergisgólf eru flísalögð með ljósum flísum. Veggir að hluta til eru flísalagðir upp í loft með ljósum flísum. Í baðherbergi er sérsmíðuð baðinnrétting með handlaug, blöndunartækjum og spegli. Klósett er vegghengt með innbyggðum vatnskassa. Stór sturta með ílöngu niðurfalli í gólfi, skilveggur úr hertu gleri. Vélrænt útsog er frá baðherbergi og þvottahúsi, með hljóðlátri viftu.
Þvottaherbergi: Gólf í þvottaherbergi er flísalagt með ljósgráum flísum. Innrétting fyrir þvottavél og þurrkara og sér innrétting með skolvaski.
Hreinlætistæki: Öll hreinlætis- og blöndunartæki eru af viðurkenndri gerð.
Svefnherbergi: Í svefnherbergjum er harðparket á gólfum og fataskápur. Fataskápar eru þar sem teikningar sýna.
Geymsla: Er um 4,9fm og er í sameign sameiginleg hjóla- og vagnageymsla.
Nánari upplýsingar veitir Halldór Kristján Sigurðsson í s. 618-9999 tölvupóstur halldor@skeifan.is
Kostnaður kaupanda vegna kaupa: Stimpilgjald kaupsamnings einstaklinga er 0,8% og lögaðila 1,6% af fasteignamati eignar. Lántökugjald getur verið breytilegt eftir lánastofnunum, oftast 1%. Þinglýsingargjald er 2.000 fyrir hvert skjal. Þjónustu- og umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Skeifan fasteignasala bendir öllum sem hugsa sér að kaupa, að kynna sér vel ástand fasteignarinnar við skoðun fyrir tilboðsgerð og leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf þykir.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.