Fasteignaleitin
Skráð 11. maí 2023
Deila eign
Deila

Þelamörk 49 A-D

RaðhúsSuðurland/Hveragerði-810
488.4 m2
4 Herb.
Verð
220.000.000 kr.
Fermetraverð
450.450 kr./m2
Fasteignamat
42.700.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Byggt 2023
Gæludýr leyfð
Sérinng.
Fasteignanúmer
2357936
Húsgerð
Raðhús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðar í húsi
1
Hæðar í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Nýtt
Raflagnir
Nýtt
Frárennslislagnir
Nýtt
Gluggar / Gler
Nýtt
Þak
Nýtt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Nei
Upphitun
Gólfhiti
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
4 - Fokheld bygging
Matsstig
4 - Fokheld bygging
BYR fasteignasala kynnir ÞELAMÖRK 49 A, B, C OG D í Hveragerði. Staðsteypt raðhús með fjórum íbúðum á einni hæð.  Þelamörk er í rótgrónu hverfi á besta stað í Hveragerði, stutt í alla almenna þjónustu. Ýtið hér fyrir staðsetningu. 
HÚSIÐ ER SELT SAMKVÆMT SKILALÝSINGU.  AFHENDING VIÐ KAUPSAMNING. 
Húsið verður afhent á byggingarstigi 4, matsstig 4 samkvæmt ÍST 51:2001 þ.e. fokheld bygging.


Húsið er staðsteypt, á einni hæð. 
Þak er léttbyggt, einhalla timburþak. Þaksperrur eru 245x45mm. Ofan á borðaklæðningu er ásoðinn Protan þakdúkur. Þakkantur verður ófrágenginn. 
Gluggar eru trégluggar með tvöföldu K-gleri. Gluggar verða fullmálaðir. Útihurðar eru timburhurðar.
Lóð er grófjöfnuð með malbikuðum bílastæðum. Opið sorptunnuskýli er rúmar þrjú sorpílát fylgir.
Gert er ráð fyrir gólfhita í eignunum, gólfhitalagnir eru steyptar í plötu ásamt hluta neysluvatnslagna. 

ÞELAMÖRK 49 A og D, stærð 123,4 m² og ÞELAMÖRK 49 B og C stærð 120,8 m² samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands (HMS).
Skipulag eignar: Anddyri, alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi. þrjú svefnherbergi, tvö baðherbergi, þvottahús og geymsla.

Teikningar gera ráð fyrir eftirfarandi skipulagi í öllum húsum:
Anddyri, þaðan er innangengt í geymslu og alrými.  Alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi. Útgengt er úr stofuhluta út í framgarð. Gangur liggur frá alrými að svefnherbergjum, baðherbergjum og þvottahúsi. Svefnherbergin eru þrjú.
Hjónaherbergi, þaðan er útgengt i bakgarð. Tvö barnaherbergi. Tvö baðherbergi eru við gang.  Þvottahús er við gang. Gert er ráð fyrir gólfhita er í allri eigninni. Gólfhitastýringar fylgja ekki. Gólfhiti er ísteyptur í botnplötu ásamt neysluvatnslögnum. Í
dráttarrör er til staðar fyrir heitan pott við útgang úr stofu. Möguleiki er á að útbúa auka svefnherbergi eða skrifstofu í rými merkt borðstofa á teikningu. 

Hverfið

Þelamörkin er umvafin allri þeirri náttúrufegurð sem Hveragerði hefur upp á að bjóða, svo sem Hveragarðinn, lystigarðinn, Varmá, Reykjadal og ótal skemmtilegra gönguleiða fyrir útivistarunnendur. Býður því bærinn upp á fjölbreytta afþreyingu sem höfðar til allra aldurshópa. Yfir sumartímann er Hveragerði einstaklega fjölskrúðug þar sem fjölbreyttur og blómlegur gróður fær að njóta sín og setur einstaklega fallegan blæ yfir bæinn.
Í Hveragerði má finna fjöldann allan af fyrirtækjum, félagasamtökum og stofnununum sem tengjast þjónustu á einn eða annan hátt og því stutt að sækja í allar helstu þjónustur frá Þelamörk. Í göngufæri má meðal annars finna Grunnskóla Hveragerðis, sundlaugina að Laugaskarði, Tónlistarskóla Árnesinga, leikskólinn Undraland og verslunarkjarna með matvöruverslun, pósthús, bankaþjónustu og margt annað. Náttúrulækningarfélagið er einnig í göngufæri frá Þelamörk.

Kaupandi skal strax eftir afhendingu og áður en hann hefur framkvæmdir ráða nýjan byggingarstjóra að húsinu, nema kaupandi semji við byggingarstjóra hússins um áframhaldandi starf. Sama gildir um alla aðra iðnmeistara að húsinu.
Kjósi kaupandi að gera breytingar á íbúðinni mun hann gera það eftir afhendingu á eigin ábyrgð og í fullu samræmi við byggingarreglugerð. Breytingar á íbúðinni skulu einungis gerðar með samþykki byggingarstjóra.


Tölvuteikningar eru eingöngu til viðmiðunar, en endurspegla ekki endilega endanlegt útlit eignarinnar. 
Samþykktir aðaluppdrættir hönnuða eru gildandi ef upp kemur misræmi á milli þeirra og annarra gagna. Allt auglýsinga og kynningarefni t.d. þrívíddar myndir/teikningar og litir í þeim eru eingöngu til hliðsjónar ekki er um endanlegt útlit að ræða.  Athygli er vakin á því að á meðan byggingarframkvæmdum stendur áskilur seljandi sér allan rétt til að gera tækni-, efnis- og útlitsbreytingar. Allt myndefni birt með fyrirvara – byggingarnefndarteikningar gilda.


Fyrirliggjandi teikningar af húsinu má nálgast hér. Samþykktar teikningar frá VHÁ Verkfræðistofu ehf fylgja.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
28/04/20215.750.000 kr.96.000.000 kr.488.4 m2196.560 kr.Nei
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2023
Byggt 2023
120.8 m2
Fasteignanúmer
2507170
Byggingarefni
Steypa
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Byggingarstig
4 - Fokheld bygging
Húsmat
33.940.000 kr.
Lóðarmat
8.160.000 kr.
Fasteignamat samtals
42.100.000 kr.
Matsstig
4 - Fokheld bygging
Byggt 2023
120.8 m2
Fasteignanúmer
2507171
Byggingarefni
Steypa
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Byggingarstig
4 - Fokheld bygging
Húsmat
33.940.000 kr.
Lóðarmat
8.160.000 kr.
Fasteignamat samtals
42.100.000 kr.
Matsstig
4 - Fokheld bygging
Byggt 2023
123.4 m2
Fasteignanúmer
2507172
Byggingarefni
Steypa
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Byggingarstig
4 - Fokheld bygging
Húsmat
34.420.000 kr.
Lóðarmat
8.280.000 kr.
Fasteignamat samtals
42.700.000 kr.
Matsstig
4 - Fokheld bygging
Byr fasteignasala
https://www.byrfasteign.is
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2023 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache