Fasteignaleitin
Skráð 14. okt. 2024
Deila eign
Deila

Dyngjugata 20

ParhúsHöfuðborgarsvæðið/Garðabær-210
209.7 m2
6 Herb.
4 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
167.000.000 kr.
Fermetraverð
796.376 kr./m2
Fasteignamat
152.700.000 kr.
Brunabótamat
120.050.000 kr.
Mynd af Guðlaugur Jónas Guðlaugsson
Guðlaugur Jónas Guðlaugsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 2021
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Sérinng.
Fasteignanúmer
2357325
Húsgerð
Parhús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upprunalegar
Raflagnir
Free at home kerfi
Frárennslislagnir
Upprunalegar
Gluggar / Gler
Upprunalegir
Þak
Upprunalegt
Svalir
Upphitun
Gólfhiti
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Guðlaugur J. Guðlaugsson og Gunnar Sverrir löggiltir fasteignasalar hjá RE/MAX fasteignasölu kynna í einkasölu:

Vel skipulagt og vandað 209,7 fm. parhús á 2. hæðum að Dyngjugötu 20, 210 Garðabæ, þar af er innbyggður bílskúr 36,8 fm.

Skipulag telur: Fjögur rúmgóð svefnherbergi og tvö glæsileg baðherbergi, annað þeirra er með góða þvottahús aðstöðu inn af sér. Stofa, borðstofa og eldhús í opnu og björt alrými. Sér sjónvarpshol, anddyri og innbyggður bílskúr. Verönd með heitum potti og skjólveggjum.

Smelltu á linkinn til að skoða húsið í 3D

Bókið skoðun hjá Gulla í síma 661-6056 eða með tölvupósti á netfangið gulli@remax.is


- Allar innréttingar og hurðir eru sérsmíði frá Formus.
- Kvartsteinn á eldhúsi og böðum er frá Granítsteinum.
- Gólfhiti er í öllu húsinu nema inn í bílskúr.
- Innbyggð ljós í lofti. Free at home snjallkerfi sem stýrir ljósunum, gólfhitanum og getur opnað bílskúrshurðina og kveikt á heita pottinum
- Hellios loftskipti kerfi í húsinu og innbyggðir Sonos hátalarar á efri hæðinni.
- Vönduð heimilistæki frá AEG og vínkælir.
- Sér sniðnar gardínur frá Z-brautum.
- Gert er ráð fyrir snjóbræðslu í bílaplani.


Nánari lýsing: 
Komið er inn í anddyri með fataskáp og setbekk, flísar á gólfi. 
Á hægri hönd er timburklæddur veggur með hurð/aðgengi inn í innbyggðan bílskúr með epoxy á gólfi og sér geymslu ásamt rafdrifinni bílskúrshurð.
Frá anddyri er gengið inn í parketlagt hol/sjónvarpsstofu með aðgengi inn í tvö rúmgóð barnaherbergi, annað herbergið er stærra en hitt og með fataskáp. Bæði herbergin eru með parket á gólfi.
Baðherbergi á neðri hæð er með flísum á gólfi og á veggjum. Innrétting með neðri skápum og með kvartstein borðplötu/handlaug. Speglaskápur þar fyrir ofan með óbeina lýsingu í. Upphengt salerni, handklæðaofn og sturta með innbyggðum blöndunartækjum. Inn af baði er sér þvottahús rými með innréttingum á móti hvor annarri, gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Frá baðherberginu er útgengi út á lóð hússins. 
Glæsilegur sérsmíðaður stigi er upp á efri hæðina, steyptur stigi með teppi á gólfi og svörtu stálhandriði ásamt mjög flottum timburklæddum vegg sem nær alla leiðina upp á efri hæð.
Efri hæðin er mjög björt og opin, gluggar á þrjá vegu gefa birtu inn í rúmgott alrými sem telur eldhús, stofu og borðstofu með parket á gólfi og aukna lofthæð.
Eldhúsinnréttingin er glæsileg með kvartstein á borði og á eyju sem hægt er að sitja við. Flottur tækjaskápur með kvartstein í, undirlímdur vaskur og stórt helluborð. Bökunarofn og sambyggður Combi ofn og örbylgjuofn í vinnuhæð. Innbyggður ísskápur ásamt innbyggðri uppþvottavél. Gott skápa- og vinnupláss.
Stofan og borðstofan er í opnu alrými sem liggur við eldhúsið, bjart og gott rými með parket á gólfi og útgengi út á svalir. Við eldhúsið eru gólfsíðir gluggar og svalahurð sem veitir útgengi út á timburverönd með heitum potti og skjólveggjum ásamt pergola. Steyptur stigaþrep á enda þess og grasblettur í halla. 
Svefnherbergis- gangur efri hæðar veitir aðgengi að Hjónaherberginu, þriðja barnaherberginu og að baðherbergi efri hæðar.
Hjónaherbergið er mjög rúmgott með fataskápum og parket á gólfi, það sama á við um barnaherbergið á efri hæðinni, það er líka og rúmgott og með einum fataskáp.
Baðherbergi efri hæðar er glæsilegt með flísum á gólfi og á veggjum. Innbyggð blöndunartæki, frístandandi baðkar og sér sturta með glerþili. Upphengt salerni og baðinnrétting með neðri skápum og með kvartstein borðplötu/handlaug. Flottur sérsniðinn spegill með flottri lýsingu í.

Búið er að tyrfa meðfram hliðinni á húsinu, steyptur stigi á hliðinni veitir aðgengi að timburklæddri verönd með heitum potti, skjólveggjum og pergola. Fyrir framan hús er gert ráð fyrir snjóbræðslu á bílaplani.

Urriðaholt er nýlegt hverfi í Garðabæ með blandaðri byggð íbúða og þjónustu, verslunum, skólum, heilsugæslu og íþróttamannvirkjum sem nokkuð sé nefnt. Urriðaholt er þéttbýli í náinni tengingu við nokkur af helstu útivistarsvæðum höfuðborgarsvæðisins, ósnortna náttúru og góðar samgönguæðar. Urriðaholtsskóli, sem er leik- og grunnskóli, er rétt fyrir ofan. Kauptún er svo þjónustukjarni í göngufæri við íbúðabyggðina. Þar eru meðal annars verslanirnar Costco, Ikea, Bónus og Vínbúðin.

Nánari upplýsingar veita: Guðlaugur J. Guðlaugsson/Gulli löggiltur fasteignasali í síma 661-6056 / gulli@remax.is og Gunnar Sverrir löggiltur fasteignasali í síma 862-2001 / gunnar@remax.is

Vegna mikillar eftirspurnar vantar okkur allar tegundir eigna á skrá. Hafið samband og við munum verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.  Stimpilgjald af kaupsamningi 0,8%, ( 0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða ) og 1.6% (ef lögaðilar) af heildar fasteignamati.
2.  Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3.  Lántökugjald lánastofnunar -  Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.-
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Byggt 2021
36.8 m2
Fasteignanúmer
2357325
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
02
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
15.300.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Bæjargil 97
Bílskúr
Skoða eignina Bæjargil 97
Bæjargil 97
210 Garðabær
221.8 m2
Einbýlishús
814
766 þ.kr./m2
169.800.000 kr.
Skoða eignina Hraungata 5, ib 202
Bílskúr
Hraungata 5, ib 202
210 Garðabær
199.1 m2
Fjölbýlishús
523
853 þ.kr./m2
169.900.000 kr.
Skoða eignina Hraungata 5, IB 302
Bílskúr
Hraungata 5, IB 302
210 Garðabær
168.8 m2
Fjölbýlishús
413
977 þ.kr./m2
164.900.000 kr.
Skoða eignina Melhæð 5
Bílskúr
Opið hús:22. okt. kl 17:00-17:30
Skoða eignina Melhæð 5
Melhæð 5
210 Garðabær
256 m2
Einbýlishús
735
695 þ.kr./m2
178.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin