Fasteignaleitin
Skráð 23. maí 2023
Deila eign
Deila

Bláargerði 7

Nýbygging • FjölbýlishúsAusturland/Egilsstaðir-700
79.9 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
44.900.000 kr.
Fermetraverð
561.952 kr./m2
Fasteignamat
2.690.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Þvottahús
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2339887
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Forsteypt
Númer hæðar
1
Hæðar í húsi
2
Hæðar í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Nýtt
Raflagnir
Nýtt
Frárennslislagnir
Nýtt
Gluggar / Gler
Nýtt
Þak
Nýtt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Sérafnotaflötur
Lóð
10,57
Upphitun
Hitaveita ofnar
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
1 - Byggingarleyfi
Matsstig
1 - Samþykkt
BYR fasteignasala kynnir BLÁARGERÐI 7, Egilsstöðum í einkasölu. Nýjar þriggja herbergja íbúðir í tveggja hæða húsi á Egilsstöðum.  Ýtið hér fyrir staðsetningu. 
ÍBÚÐIRNAR VERÐA TILBÚNAR TIL AFHENDINGAR 30. nóvember 2023.


EIGNINNI VERÐUR SKILAÐ SAMKVÆMT SKILALÝSINGU.
Skilalýsingu og allar nánari upplýsingar má nálgast hjá BYR FASTEIGNASÖLU - byr@byrfasteignasala.is // s. 483-5800 

Íbúðirnar eru  79,8 - 80,0 m² að stærð.
  Skipulag eignar: Forstofa, alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, tvö svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús, geymsla í sameign. 

Forstofa með tvöföldum fataskáp, flísar á gólfi.
Alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi. Útgengt er frá stofu, á neðri hæð á hellulagða sérafnotaverönd, á efri hæð á svalir. 
Eldhús með Brúnás innréttingu og eyju. Spanhelluborð á eyju, ofn í vinnuhæð og stálvaskur með einnar handar blöndunartækjum. Gert er ráð fyrir innbyggðum ísskáp og uppþvottavél í innréttingu, framhliðar fylgja með.
Ofan við eyju er tenging fyrir háf og ljós (fylgir ekki).
Svefnherbergin eru tvö, bæði með fataskápum frá Brúnás.
Baðherbergi með flísum á gólfi, sturta, vaskinnrétting og speglaskápur, standandi salerni. Veggir sturtuhorns baðherbergis er flísalagt.
Þvottahús er inn af baðherbergi, pláss fyrir tvær vélar undir borðplötu í vinnuhæð, stakur vaskur á vegg. 
Sér geymsla ásamt vagna- og hjólageymslu er á neðri hæð hússins. 

Innréttingar eru frá Brúnas innréttingum með eikaráferð. Allar innréttingar eru með mjúklokun. Vélrænt útsog er í eldhúsi, baðherbergi og þvottahúsi. 
Íbúðir eru hitaðar upp með ofnum, í forstofu og baðherbergi er gólfhiti. Íbúðum verður skilað fullbúinum en án megin gólfefna. Flísar verða á forstofu, baðherbergi og þvottahúsi.
Veggir og loft íbúðarinnar verða máluð í hvítum lit. Reykskynjarar, slökkvitæki og læstur lyfjaskápur fylgja öllum íbúðum. 

Bláargerði 7 er níu íbúða tvílyft hús. Útveggir eru forsteyptar MVA einingar. Gólfplötur eru staðsteyptar. Þak er hefðbundið uppstólað risþak, með báruklæðningu. Útihurðar, gluggar og svalahurðar eru timbur/ál með tvöföldu K-gleri frá Scanva.
Lagnaleið er að öllum bílastæðum vegna rafhleðslustöðva fyrir bifreiðar. Lóðin er sameiginleg 1239,0 m², gangstétt er hellulögð, annars er lóð þökulögð með grófjöfnuðum gróðurbeðum.

ÍBÚÐIR
Bláargerði 7A - íbúð 101 neðri hæð. Stærð 79,9 m²  SELD
Bláargerði 7B - íbúð 102 neðri hæð. Stærð 79,9 m²  kr. 44.500.000.-
Bláargerði 7C-  íbúð 103 neðri hæð. Stærð 79,8   SELD með fyrirvara
Bláargerði 7D - íbúð 104 neðri hæð. Stærð 79,9   SELD með fyrirvara

Bláargerði 7C - íbúð 201 efri hæð. Stærð 80,0 m²   SELD með fyrirvara
Bláargerði 7C - íbúð 202 efri hæð. Stærð 79,9 m²   kr. 44.500.000,-
Bláargerði 7C - íbúð 203 efri hæð. Stærð 80,0 m²   SELD 
Bláargerði 7C - íbúð 204 efrihæð.  Stærð 79,8 m²   kr. 44.500.000.-
Bláargerði 7C - íbúð 205 efri hæð. Stærð 80,0 m²   kr. 44.900.000.- (endaíbúð)

Samþykktir aðaluppdrættir hönnuða gilda ef upp kemur misræmi á milli þeirra og annarra gagna.
Allt auglýsingar og kynningarefni t.d. þrívíddar myndir/teikningar eru eingöngu til hliðsjónar.
 
Athugið að kaupendur greiða stimpil-, þinglýsingar- og lántökugjald vegna kaupsamnings og nýrra lána, auk þjónustu- og umsýslugjalds til fasteignasölunnar.
Um er að ræða eign í byggingu og brunabótamat liggur ekki fyrir, kemur það í hlut kaupanda að greiða skipulagsgjald 0,3% þegar þess verður krafist.
Húsfélag hefur ekki verið stofnað og kemur það í hlut nýrra eigenda að stofna húsfélag vegna sameignar.
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2023 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache