Fasteignaleitin
Skráð 17. nóv. 2024
Deila eign
Deila

SPÁNAREIGNIR - Las Colinas Golf

FjölbýlishúsÚtlönd/Spánn/Costa Blanca
103 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
50.000.000 kr.
Fermetraverð
485.437 kr./m2
Fasteignamat
0 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Mynd af Aðalheiður Karlsdóttir
Aðalheiður Karlsdóttir
Löggiltur fasteignasali
Lyfta
Garður
Bílastæði
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
913120724
Húsgerð
Fjölbýlishús
Númer hæðar
0
Vatnslagnir
nýtt
Raflagnir
nýtt
Frárennslislagnir
nýtt
Gluggar / Gler
nýtt
Þak
nýtt
Svalir
Góðar svalir og möguleiki á þakverönd
Upphitun
Kæling/hiti
Inngangur
Sameiginlegur
SPÁNAREIGNIR KYNNIR:
*FLOTTAR ÍBÚÐIR - ÚTSÝNI YFIR GOLFVÖLL*

Glæsilegar og vel hannaðar nýjar íbúðir á Las Colinas golfsvæðinu með einstöku útsýni  yfir golfvöllinn og til sjávar. Las Colinas hefur verið valið besta golfsvæði á Spáni nokkur undanfarin ár og er talið eitt besta golfvallasvæði í Evrópu. Um 1 klst. akstur suður af Alicante. Rúmgóðar íbúðir,  tvö eða þrjú svefnherbergi, tvö baðherbergi, góð stofa, opið eldhús með vandaðri innréttingu. Góðar svalir með frábæru útsýni. Sér bílastæði í bílakjallara ásamt geymslu.

Allar upplýsingar gefa Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali. GSM 893 2495. adalheidur@spanareignir.is og
Karl Bernburg, viðskiptafræðingur. GSM 777 4277. karl@spanareignir.is

Lýsing:

Íbúðum á neðstu hæð fylgir sér garður. Íbúðir á miðhæðum eru með góðum svölum út frá stofu með flottu útsýni og íbúðir á efstuhæð, penthouse, eru með stórum svölum og sér þaksvölum.
Fallegur sameiginlegur sundlaugargarður.  Einstakt gróið umhverfi, með Las Colinas golfvöllinn rétt við þröskuldinn. Skemmtilegar göngu- og skokkleiðir og ca. 10 mín akstur á Campoamor ströndina.
Frábært útsýni yfir fallega gróið umhverfi, golfvöllinn og til sjávar.

Umhverfið á Las Colinas er einstakt. Íbúar hafa aðgang að glæsilegu klúbbhúsi með úrvals veitingastöðum.  Á svæðinu er glæsileg þjónustumiðstöð með líkasmsræktaraðstöðu, fleiri veitingastöðum og ýmissi þjónustu. Algjör lúxus fyrir vandláta. 

Loftkæling/hitun fylgir.
Auk þess rafmagnstæki í eldhúsi ásamt þvottavél.

Góðir golfvellir eru í næsta nágrenni auk Las Colinas golvallarins, t.d.   La Finca, glæsilegan PGA golfvöll. Las Ramblas, Campoamor, Villamartin.
Ca. 10 mín akstur er niður á ströndina í Campoamor og ca. 10 mín. akstur í nýju verslunarmiðstöðina La Zenia Boulevard.
Hér er um að ræða flotta eign á góðum stað fyrir fólk sem vill njóta lífsins, spila golf og eiga góðar stundir með fjölskyldu
og vinum.

Hægt er að velja íbúðir á jarðhæð með sér garði og miðhæðum með stórum svölum.

Verð miðað við gengi 1 Evra=145ISK.

Íbúð með 2 svefnh. + 2 baðh. 
Verð frá 345.000 Evrum (ISK 50.000.000) + kostn. við kaupin
Íbúð 87 fm. + svalir 16 fm. Samtals 103 sérafnotaflötur.


Einnig eru á sama stað í boði Íbúðir með 3 svefn. + 2 baðh.
Verð frá 475.000 evrur (ISK 68.800.000ISK) + kostn. við kaupin.
Íbúð 122 fm. + svalir 31 fm. Samtals 153 fm. sérafnotaflötur.

Hægt er að fá íbúðirnar afhentar fullbúnar húsgögnum gegn aukagjaldi.

SKOÐUNARFERÐIR:
Við aðstoðum kaupendur við að skipuleggja skoðunarferðir og tökum þátt í kostnaði vegna þeirra, ef af viðskiptum verður.

Við höfum selt fasteignir á Spáni frá 2001. Tryggir þekkingu, öryggi og reynslu.

Sjá nánar um fasteignakaup á Spáni á heimasíðunni okkar: www.spanareignir.is

Kostnaður við kaupin:
10% IVA (spænskur söluskattur) af kaupverði eignarinnar. Auk þess má gera ráð fyrir ca. 3% kostnaði vegna stimpilgjalda og annars kostnaðar við kaupin, þ.e. samtals getur kostnaður vegna kaupa á fasteign á Spáni því farið upp í ca. 13%.

Eiginleikar: útsýni, air con, golf, sameiginlegur sundlaugargarður, ný eign,
Svæði: Costa Blanca, Las Colinas,
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Fasteignanúmer
913120724
Fasteignanúmer
913120724

Sambærilegar eignir

Skoða eignina SPÁNAREIGNIR - Daya Nueva
SPÁNAREIGNIR - Daya Nueva
Spánn - Costa Blanca
141 m2
Einbýlishús
433
369 þ.kr./m2
52.000.000 kr.
Skoða eignina SPÁNAREIGNIR - Vistabella Golf
SPÁNAREIGNIR - Vistabella Golf
Spánn - Costa Blanca
140 m2
Einbýlishús
433
361 þ.kr./m2
50.600.000 kr.
Skoða eignina SPÁNAREIGNIR - Vistabella Golf
SPÁNAREIGNIR - Vistabella Golf
Spánn - Costa Blanca
106 m2
Einbýlishús
433
491 þ.kr./m2
52.000.000 kr.
Skoða eignina SPÁNAREIGNIR - Vistabella Golf
SPÁNAREIGNIR - Vistabella Golf
Spánn - Costa Blanca
140 m2
Einbýlishús
433
371 þ.kr./m2
52.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin