Hrafnkell og Atli kynna þetta einstaklega fallega og mikið endurnýjaða einbýlishús með innbyggðum bílskúr.
Húsið stendur innst í botnlanga með góðum garði og stóru bílapalani.
Aukin lofthæð er á efri hæð og hluti undir súð og eru femetrar því fleiri en skraáning segir til um.
Frábært eign fyrir barnafölskyldu í þessu vinsæla hverfi á Kársnesinu í Kópavogi.
*Seljandi skoðar skipti á minni eign*
Hjónasvíta með fataherbergi og baðherbergi
Tvær stofur og sjónvarpsherbergi
Fimm svefnherbergi - Þrjú baðherbergi
Góður sólskáli sem snýr til suðurs
Húsið skiptist í anddyri, mjög rúmgott eldhús, sólskála, tvær samliggjandi stofur, önnur með kamínu, fimm mjög rúmgóð svefnherbergi, hjónasvíta með innangengt í fataherbergi og baðherbergi. Tvö baðherbergi eru í húsinu og eitt gestasalerni. Innangengt er í bílskúr úr þvottahúsi.
Útgengt er úr sjónvarpsherberginu í góðan sólskála sem bætt varð við árið 2013 og þaðan út á hellulagða stétt.
Góð lóð sem er skráð 792,0 fm. umlykur húsið sem býður upp á mikla möguleika.
Nánari lýsing eignar:
Aðalhæð
Anddyrið er rúmgott með nýju vínylparketi stórum fataskápum.
Eldhúsið er einstaklega rúmgott og bjart með nýrri eldhúsinnréttingu og nýju harðparketi. Falleg ný innrétting með góðu skápaplássi og vinnurými. Opið úr holi og inn í borðstofu. Góður gluggi til suðurs.
Borðstofan er rúmgóð og björt með opið inn í eldhúsið og stofuna. Góðir gluggar til suðurs og vesturs sem hleypa mikilli birtu inn.
Stofan er mjög rúmgóð og björt með kamínu og nýju harðparketi og nýjum gardínum. Góðir gluggar til vesturs og norðurs.
Sjónvarpsherbergið er rúmgott með nýju harðparket og ný hurð inn í þvottahúsið. Útgengt í sólskálann.
Sólskálinn er úr viðhaldsléttu efni, góð rennihurð þar sem hægt er að opna skálann mikið, opnanleg fög á hliðum, flísar á gólfi og gólfhiti.
Þvottahúsið er rúmgott með nýju vínylparket, ný innrétting, ný infrarauð sauna (fylgir með), ný eldvarnarhurð inn í bílskúrinn. Innangengt er í þvottahúsið frá sjónvarpsherberginu og þaðan er innangengt í bílskúrinn.
Gestasalernið er inn af anddyrinu með flísum á gólfi og hluta veggja.
Bílskúrinn er rúmgóður með hita, vatn og rafmagn. Birt stærð 25,7 fm. Innangengt úr þvottahúsinu.
Efri Hæð
Góður steyptur stigi með mjög fallegu handriði og nýju teppi.
Rúmgott hol með nýju harðparket á gólfi.
Baðherbergið er rúmgott með baðkari og sturtu. Ný falleg baðinnrétting og flísar á gólfi og veggjum. Upphengt salerni og gluggi með opnanlegu fagi.
Hjónasvítan er rúmgóð með innangengt í fataherbergi og baðherbergi. Nýtt harðparket á herberginu og fataherberginu og nýjir skápar inni í fataherberginu.
Svefnherbergi 2 er með nýju harðparket, nýjum gardínum, ný kommóða og útgengt á svalirnar.
Svefnherbergi 3 er mjög rúmgott og bjart með fallegum glugga, nýju harðparket, nýr skápur og nýjar gardínur
Svefnherbergi 4 er rúmgott og bjart með nýju harðparket, nýr skápur og nýjar gardínur
Svefnherbergi 5 er með nýju harðparket, góðum glugga og fataskáp.
Steypt hús byggt 1985 sem hefur fengið gott viðhald í gegnum tíðina.
Birt stærð er 274,9 fm sem skiptist í:
Aðalhæð: 135,1 fm - Sólskáli 17,4 fm. - Bílskúr 25,7 fm.
Efrihæð: 96,7 fm. (hluti er undir súð og því heildar gólfflötur stærri).
Helgubraut 10, 200 Kópavogur, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer 206-1510 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.
Eignin Helgubraut 10 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 206-1510, birt stærð 274.9 fm.
Nánari upplýsingar veitir Hrafnkell P. H. Pálmason Löggiltur fasteignasali, í síma 690 8236, tölvupóstur hrafnkell@fastlind.is.
-----------------------------------------------------------------------
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila
Fyrstu kaup - 0,4% af heildarfasteignamati
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.