Allt fasteignasala kynnir í einkasölu:
Virkilega falleg og mikið endurnýjuð 4. herbergja neðri hæð við Vatnsnesveg 12, 230 Reykjanesbæ. Íbúðin er á jarðhæð með sér inngangi, og hefur 3 svefnherbergi. Eldhús, borðstofa og stofa eru í opnu björtu rými. Geymsluskúr í lóð fylgir eigninni.
Eignin er staðsett í hjarta Keflavíkur og í göngufæri við skóla, leikskóla, íþróttahús, miðbæ og helstu þjónustu.
** Virkilega falleg mikið endurnýjuð eign sem sannarlega vert er að skoða**
Frekari upplýsingar og skoðunarbókanir:
Unnur Svava, löggiltur fasteignasali: unnur@allt.is eða í síma 868-2555
Elínborg Ósk Jensdóttir, löggiltur fasteignasali: elinborg@allt.is
Árið 2023 var eignin mikið endurnýjuð:
** Gólfefni, parket frá Birgisson
** Allar innihurðir frá Birgisson
** Ný eldhúsinnréttingu frá Ikea
** Stórir fataskápar
** Nýjir gluggar og gler, að mestum hluta eða 4stk
** Ofnalagnir nýjar
** Meiri hluti ofna nýjir
** Neysluvatnslagnir nýjar og krani settur í eldhús til að loka fyrir vatn
** Nýr sturtuklefi
** Skólp hefur verið endurnýjað og er úr plasti.
** Sérafnotareitur af lóð.
** 30m2 bílskúrsréttur
** Tvö sér bílastæði
** Ca 12 m2 geymsluskúr, nýtt þakjárn er á honum
** Skipt var um járn á þaki hússins og flastningar fyrir sirka 10árum og sprunguviðgert að utan og málað.
Nánari lýsing:
Andyri: Komið er inn í flísalagt andyri
Svefnherbergi: Þrjú svefnherbergi með nýlegu harðparketi á gólfi. Góðir klæðaskápar í hjónaherbergi.
Eldhús: Falleg nýleg innrétting frá Ikea, nýlegt harðparket á gólfi.
Stofa/borðstofa: Er í opnu og björtu rými frá eldhúsi, harðparket á gólfi.
Baðherbergi: Stórt baðherbergi sem er flísalagt hólf í gólf. Nýr sturtuklefi, upphengt salerni, hvít innrétting og handklæðaofn.
Þvottahús: Þvottahús með glugga
Geymsluskúr: ca 12 fm geymsluskúr með nýlegu þakjárni
Lóð/bílastæði: Búið er að skipta upp lóðinni milli íbúða, tvö sér bílastæði fylgja.
ALLT fasteignasala er staðsett á eftirfarandi stöðum:
Hafnargötu 91, 230 Reykjanesbæ - Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ
Kostnaður kaupanda:
1. Af gjaldskyldum skjölum skal greiða 0,8% af fasteignamati ef kaupandi er einstaklingur og 1,6% af fasteignamati ef kaupandi er lögaðili.
2. Þinglýsingargjald á hvert skjal er kr. 2.700.
3. Lántökugjald fer eftir verðskrá lánastofnunar hverju sinni.
4. Umsýslugjald til ALLT fasteignasölu er kr. 50.000 auk vsk.
5. Sé um nýbyggingu um að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
Skoðunar- og aðgæsluskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALLT fasteignasala vill beina því til væntanlegs kaupanda að kynna sér ástand fasteignar vel við skoðun og fyrir tilboðsgerð. Ef þurfa þykir er ráðlagt að leita til sérfræðifróðra aðila. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit þetta er samið af fasteignasala til samræmis við lög um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Upplýsingar þær sem koma fram í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, frá seljanda og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eignina til samræmis við upplýsingaskyldu sína sbr. lög um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteignar sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, eins og t.d. lagnir, dren, skólp og þak.