Valborg fasteignasala kynnir í einkasölu heilsárshús að Lyngbrekku 7 í landi Syðri-Brúar í Grímsnes-og Grafningshreppi, 805 Selfossi.
Um er að ræða heilsárshús á rúmlega hálfs hektara eignarlandi við rætur Búrfells.
Húsið er skráð 117,4 m2 samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands.
Forstofa, fjögur svefnherbergi, svefnloft, tvö alrými með eldhúsi og tvö baðherbergi. Stór pallur með heitum potti. Geymsluskúr.
Húsið er kynt með hitaveitu. Landið er ofarlega í byggðinni og því sérlega fallegt útsýni yfir Ingólfsfjall, Sogið, Nesjavelli og nærsveitir. Símahlið er inn á svæðið.Nánari upplýsingar veita:
Gunnar Biering Agnarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 823 3300, tölvupóstur gunnar@valborgfs.is.
Elínborg María Ólafsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 861-6866, tölvupóstur elinborg@valborgfs.is.Nánari lýsing:
Um er að ræða tvö hús tengd með rúmgóðu flísalagðri forstofu. Þaðan er einnig útgengt til suðurs á pall.
Nægt rými til að koma upp góðum fataskápum.
Hús I er byggt 2006:
Alrými með eldhúsinnréttingu. Gluggar til suðurs og útgengt á pall.
Baðherbergi með wc og handlaug. Aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara. Lagnir fyrir sturtu til staðar.
Tvö svefnherbergi. Hið stærra með nettri koju/svefnlofti.
Hús II.Alrými með rúmgóðri L-laga eldhúsinnréttingu, keramik helluborð, veggofn í vinnuhæð, uppþvottavél og gert ráð fyrir ísskáp við hlið innréttingar. Gluggar á þrjá vegu og útgengt til suðurs á pall. LED lýsing í lofti. Upptekið loft.
Tvö rúmgóð svefnherbergi.
Baðherbergi með wc, sérsmíðuð innrétting með handlaug, walk-in sturta og handklæðaofn. Flísalagt í hólf og gólfi.
Svefnloft 35 m
2 að gólffleti en birtir fermetrar eru níu. Klæðningu í loft vantar sem og varanlegan stiga.
Nýlegt parket á húsinu öllu nema votrýmum.
Eign sem hentar vel stórri fjölskyldu, tveimur fjölskyldum eða til útleigu.
Útgengt á pall til suðurs. Mikilfenglegt útsýni yfir Grímsnes, Ingólfsfjall, Sogið, Nesjavelli og nærsveitir.
Stór pallur á suðurhlið hússins. Heitur pottur, skjólgirðing og góður einangraður geymskúr.
Eignin er kynt með hitaveitu og er í dag tekið inn tvöfalt vatnsmagn þar sem húsið hefur verið nýtt til heilsársbúsetu.
Húsið stendur á 5.863 m
2 eignarlóð og eru nokkrar vatnsuppsprettur á henni.
Húsið hefur fengið gott viðhald og eru t.d. vatnslagnir nýyfirfarnar.
Aðeins 21km eru á Selfoss og stutt er til þekktra staða á Suðurlandi, s.s. Skálholts, Þingvalla, Laugarvatns, Geysis, Gullfoss og Kersins.
Stutt í veiði, sundlaug, golfvöll og fallegar gönguleiðir.
Nánari upplýsingar veita:
Elínborg María Ólafsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 861-6866, tölvupóstur elinborg@valborgfs.is.Gunnar Biering Agnarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 823 3300, tölvupóstur gunnar@valborgfs.is.Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.