Hús fasteignasala kynnir fallega og bjarta 4ra herb. útsýnisíbúð á 7. hæð í lyftuhúsi. Eignin er samtals 88,3 fm. skv. fasteignaskrá. Húsið hefur fengið gott viðhald á síðustu árum og fékk fegrunarviðurkenningu Reykjavíkurborgar árið 2020. Skjólsælar suðursvalir. Glæsilegt útsýni í þrjár áttir, þar sem gluggar eru á þrem hliðum íbúðarinnar. Húsið er teiknað af Sigvalda Thordarsyni arkitekt og ber húsið einkenni hans. Frábær staðsetning, þar sem stutt er í miðborg Reykjavíkur, Laugardalinn, gönguleiðir við ströndina, þjónustu og verslun.
Húsið var mikið viðgert og endurnýjað árin 2016-2019:
Húsið var múrviðgert og málað að utan. Skipt um alla glugga og svalahurðar, sem ekki hafði verið skipt út áður. Drenað kringum húsið, gert við sökkulveggi og frárennsli endurnýjað undir húsi. Dúklagt og málað í holi á fyrstu hæð, einnig í lyftu og málað gólf í kjallara. Settar voru í útveggi íbúðarinnar fjórar hljóðeinangrandi lofttúður.
Nánari upplýsingar veitir: Eggert Ólafsson, löggiltur fasteignasali, í síma 893 1819, eggert@husfasteign.is
Nánari lýsing:
Forstofa: Með fatahengi.
Hol: Opið inn í eldhús.
Eldhús: Upprunaleg og falleg tekk innrétting með keramikflísum í borðplötu og góðum borðkrók sem er opinn inn í hol.
Stofa: Rúmgóð og útgengt á skjólsælar suðursvalir með glæsilegu útsýni.
Hjónaherbergi: Með fataskáp og tengi fyrir þvottavél.
Tvö herbergi: Annað með fataskáp.
Baðherbergi: Með skáp undir vask og á vegg, baðkar með sturtustöng, handklæðaofn, upphengdu salerni og flísum upp veggi.
Gólfefni: Parket er á gólfum, nema á baðherbergi og forstofu þar sem er flotað gólf, málað gólf á eldhúsi, en á borðkrók og holi er gegnheilt parket.
Sérgeymsla: Í kjallara og með hillum.
Þvottahús/þurrkherb.: Sameiginlegt í kjallara, með öflugri sameiginlegri þvottavél og þurrkara.
Hjólageymsla og vagnageymsla: Sameiginleg á jarðhæð.
Annað: Samkvæmt Fasteignaskrá Íslands er íbúð 83,5 fm. og geymsla 4,8 fm., eða samtals 88,3 fm. Hússjóður er kr. 22.685 á mánuði. Tímabundinn framkvæmdasjóður til desember á þessu ári er kr. 11.389. Rætt hefur verið m.a. að jarðvegsskipta og endurmalbika bílastæði og koma fyrir hleðslustöðvum.
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Hús fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4 til 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. kauptilboð.3. Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. kauptilboð.