Hafið samband og bókið tíma fyrir skoðun hjá Aðalsteini í síma 773-3532 eða adalsteinn@domusnova.is, eða hjá Margréti í síma 856-5858 eða margret@domusnova.is
DOMUSNOVA fasteignasala og Aðalsteinn Bjarna lgf. kynna í sölu afar rúmgóða, bjarta og vel skipulagða 4 herb endaíbúð/sérhæð með aukinni lofthæð og sérinngangi ásamt stæði í lokaðri bílageymslu. Fasteignin er skráð alls 129,0 m2 ásamt 4,9 m2 geymslu í kjallara, skv. fasteignaskrá HMS.
Íbúðin skiptist í forstofu, þvottahús, búr/geymslu, baðherbergi, hjónaherbergi, tvö svefnherbergi, eldhús og suðursvalir með glæsilegu útsýni. Um er að ræða vel staðsetta eign ofarlega í holtinu í nálægð við náttúruna. Grunnskóli, leikskóli og fjölbreytt íþróttastarf er í göngufæri. Örstutt er í góð útivistarsvæði, golfvöll og fallegar gönguleiðir um Reynisvatn og Úlfarsfell til að njóta útiverunnar.
* * * SMELLIÐ HÉR TIL AÐ BÓKA SKOÐUN * * *Nánari upplýsingar veita:Aðalsteinn Bjarnason - Löggiltur fasteignasali í Félagi fasteignasala / s.
773 3532 /
adalsteinn@domusnova.isMargrét Rós Einarsdóttir - Aðstoðarmaður fasteignasala, í löggildingarnámi. / s.
856-5858 /
margret@domusnova.is
VILTU VITA HVERS VIRÐI ÞÍN FASTEIGN ER Í DAG? BÓKA FRÍTT FASTEIGNAVERÐMATLýsing eignar:Gengið er inn um sérinngang og komið í rúmgóða
forstofu. Inn af forstofu á hægri hönd er
þvottahús með innréttingu og þar inn af er opin
geymsla/búr með hillum. Á vinstri hönd inn af forstofu er rúmgott og bjart
svefnherbergi með skápum. Úr forstofu er gengið inn í rúmgott
hol/sjónvarpshol sem tengir saman aðrar vistarverur íbúðar.
Baðherbergi er með baðkari og sturtuklefa ásamt góðri innréttingu og opnanlegum glugga.
Hjónaherbergið er bjart og rúmgott með góðum skápum og góðum glugga með góðu útsýni. Við hliðina á hjónaherbegi er rúmgott og bjart
svefnherbergi með skápum.
Eldhús er bjart og opið inn af stofu, með fallegri innréttingu og tengi fyrir uppþvottavél, en innangengt er einnig úr eldhúsi í þvottahús. Eldhús er opið og flæðir inn í rúmgóða og bjarta
stofu/borðstofu. Úr stofu er gengið út á stórara flísalagðar
svalir til suðurs með fallegu útsýni. Í kjallara er rúmgott
stæði í þriggja bíla bílageymslu með
sérgeymslu inn af bílastæði.
Nánari lýsing og skipting eignahluta:Anddyri: Flísar á gólfi, mjög rúmgóður skápur sem nær upp í loft.
Herbergi 1: Inn af anddyri. Rúmgott með parketi á gólfi og skápum upp í loft.
Herbergi 2: Rúmgott með parketi á gólfi, skápum upp í loft og gluggi með frábæri útsýni.
Hjónaherbergi: Stórt og rúmgott með parket á gólfi, rúmgóðum skápum sem ná upp í loft og frábæru útsýni.
Hol/sjónvarpsstofa: Parket á gólfi og fataskápur.
Stofa og borðstofa: Bjart og rúmgott rými með parketi á gólfi. Útgengi á flísalagðar suðursvalir með einstöku útsýni.
Eldhús: Bjart og rúmgott með fallegri innréttingu sem nær upp í loft, tengi fyrir uppþvottavél, ofn, helluborð og háfur með flísum á gólfi.
Baðherbergi: Mjög rúmgott. Góð innrétting með spegli, upphengt WC, baðkar og sturtuklefi. Flísar í hólf og gólf.
Þvottahús: Staðsett innan íbúðar og er innangengt frá forstofu og eldhúsi. Rúmgóð innrétting með vaski, tengi fyrir þvottavél og þurrkara og gluggi með opnanlegu fagi og flísar á gólfi.
Geymslur: Innaf þvottahúsi og önnur sérgeymsla í kjallara innaf bílageymslu.
Sameign: Sameiginleg vagna- og hjólageymsla er með inngang á austur hlið hússins. Bílastæði eru sameiginleg fyrir framan húsið, sér bílastæði íbúðar er í bílakjallara.
Settar voru upp hleðslustöðvar við sameignleg stæði á lóðinni og lagt fyrir hleðslustöðvum í bílskýli. Sorptunnuskýli er á lóð milli inngangs og bílastæða.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:- Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
- Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
- Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
- Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
- Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.