Eignatorg kynnir: Strönd 2, lóð 01 sem er 1,1 hektara lóð með íveruhúsi, gróðurhúsi og aðstöðu fyrir létt búfjárhald.
Nánari lýsing: Íveruhúsið er u.þb. 30 fm og skiptist í forstofu, bjarta stofu, eldhúskrók, og baðherbergi.
Gróðurhúsið er klætt báruplasti.
Aðstaðan fyrir búfjárhald er útbúin m.a. úr lausum gámum sem geta fylgt með í kaupum og getur hentað vel fyrir nokkra hesta, kindur eða alifugla.
Allar nánari upplýsingar veitir Björgvin Guðjónsson búfræðingur og löggiltur fasteignasali í síma 510-3500 / 615-1020 eða bjorgvin@eignatorg.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0 - 1,8%. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.