Fasteignamiðlun og Hreiðar Levý lögg. fasteignasali kynna fallega, bjarta og vel skipulagða 3ja herbergja, 89,1fm íbúð á neðstu hæð að Drápuhlíð 11, 105 Reykjavík, nánar tiltekið eign merkt 00-01, fastanúmer 203-0229 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Eignin skiptist í hol, stofu, eldhús, tvö mjög rúmgóð svefnherbergi, baðherbergi og sér geymslu. Eignin hefur fengið gott viðhald í gegnum árin þar sem húsið var steypuviðgert og endursteinað árið 2009. Gler og gluggar í suðurhlið hússins var endurnýjað árið 2009. Sameiginlegar lagnir voru endurnýjaðar árið 2000. Kaldavatnslagnir voru endurnýjaðar árið 2005. Hitalagnir eru utanáliggjandi. Parket á íbúðinni var pússað og hvíttað árið 2018. Innihurðir voru pússaðar og sprautulakkaðar árið 2018. Falleg og vel skipulögð íbúð í afar vinsælu hverfi í Hliðunum í Reykjavík. Stutt í alla helstu verslun og þjónustu, skóla á öllum stigum, íþróttasvæði Reykjavíkurstórveldisins Vals ásamt að vera með náttúruperlurnar Klambratún, Öskjuhlíð og Nauthólsvík í nokkra mínútna göngufjarlægð.
Fasteignamat fyrir árið 2025 skv. HMS er 64.350.000kr.
Eignin Drápuhlíð 11 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 203-0229, birt stærð 89.1 fm, þar af er geymsla merkt 0003 skráð 2,6fm.
Nánari lýsing:
Hol: Tengir saman öll rými íbúðar. Gengið inn í hol úr gangi
Eldhús: Ljós innrétting með efri og neðri skápum. Aðstaða fyrir uppþvottavél.
Stofa: Rúmgóð og björt með fallegum gluggum og útgengi út í suðurgarð með lítilli hellulagðri sér verönd.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. Baðkar með sturtu, klósett og baðinnrétting með neðri skáp, vask og speglaskáp fyrir ofan vask.
Svefnherbergi I: Rúmgott, 9,3fm
Svefnherbergi II: Mjög rúmgott, 18,8fm með opnum fataskáp. Gott skápapláss.
Geymsla: Aðgengileg úr "forstofu". 2,6fm birtir. Gólflötur og geymslupláss meira en uppgefnir fermetrar gefa til kynna.
Sameignargangur: Nýttur sem forstofa fyrir íbúðina með fatehengi og skóhillum. Flísar á gólfi.Gengið í íbúð úr gangi.
Þvottahús: Er sameiginlegt með annarri íbúð og aðgengilegt úr gangi á íbúðarhæðinni. Rúmgott og snyrtilegt þar sem hvor íbúð er með sína þvottavél..
Garður: Fallegur gróin garður sunnan og norðan megin við húsið.
Falleg, björt og vel skipulögð íbúð í afar vinsælu, fjölskylduvænu og grónu hverfi í Hlíðunum í Reykjavík.
Nánari upplýsingar veitir Hreiðar Levý Guðmundsson Löggiltur fasteignasali, í síma 6616021, tölvupóstur hreidar@fasteignamidlun.is.