Pétur Ásgeirsson og Brynjar Ingólfsson löggiltir fasteignasalar hjá RE/MAX fasteignasölu kynna: Glæsileg 5 herbergja, 168,8 fm penthouseíbúð á efstu hæð í Hafnarbraut 8. Íbúðinni fylgir tvö stæði í lokaðri bílageymslu. Tvennar svalir eru á íbúðinni til vesturs. Aðrar svalirnar eru þaksvalir með timburpalli og gengið út frá hjóna svítunni með heitum potti og sauna. Fjögur rúmgóð svefnherbergi eru í íbúðinni, fataherbergi, tvö baðherbergi og eitt gestasalerni. Einstaklega skemmtilega lúxusíbúð. Hér getur þú gengið í gegnum eignina í 3D: Ýtið hér// 2 bílastæði í lokuðum bílakjallara. Grunnkerfi til staðar fyrir hleðslustöðvar.
// Tvennar svalir.
// Heitur pottur og sauna.
// 2 baðherbergi og eitt gestasalerni.
// Mjög stór herbergi.
// Nýtt parket frá Parka.
// Rifine steinefnasparsl úr Sérefni á stórum hluta eignarinnar.
// Útsýni.Nánari Lýsing:Forstofa: Flísar á gólfi og með fataskáp.
Eldhús: Innrétting með miklu skápaplássi og eyju. Vönduð tækji frá AEG: span-helluborði og bakarofni með innbyggðum hitamæli. Kæli-/frystiskápur og uppþvottavél eru innbyggð í innréttinguna. Tengi fyrir háf til staðar.
Stofa: Rúmgóð og björt með útgengi út á vestursvalir.
Baðherbergi/þvottaherbergi: Er flísalagt á gólfi og veggjum. Sturta og falleg innrétting fyrir þvottavél og þurrkara.Er með glugga.
Hjónaherbergi: Er með parket á gólfi og er mjög rúmgott, inn af hjónaherbergi er stórt fata herbergi með miklu skápaplássi.
Baðherbergi 2: Það er gengið inn í það frá fataherbergi. Flísar á gólfi, falleg innrétting með speglaskápum, mikið skápaplass.. Sturta sem er með flísum á gólfi og veggjum og handklæðaofn. Þaðan er gengið út stórar þak svalir sem snúa til vesturs með heitum potti og sauna. Glæsilegt útsýni til suðurs.
Barnaherbergi 1: Mjög rúmgott. Parket á gólfi og með fataskáp.
Barnaherbergi 2: Mjög rúmgott. Parket á gólfi og með fataskáp.
Barnaherbergi 3: Mjög rúmgott. Parket á gólfi.
Gestasalerni: Flísar á gófli og hluta af veggjum. Mjög falleg innrétting með speglaskápum. Hægt að útbúa þvottahús þar.
Geymsla: Er 13,3 fm og í sameign í kjallara.
Hjóla og vagnageymsla: Er í sameign í kjallara.
Allar frekari upplýsingar um eignina veita:
Pétur Ásgeirsson lgf. 893-6513 / petur@remax.is og Brynjar Ingólfsson MSc, lgf. brynjar@remax.isGjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.