Fasteignaleitin
Skráð 22. júlí 2024
Deila eign
Deila

Ásakór 3

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Kópavogur-203
166.6 m2
5 Herb.
4 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
94.900.000 kr.
Fermetraverð
569.628 kr./m2
Fasteignamat
92.750.000 kr.
Brunabótamat
76.050.000 kr.
Mynd af Páll Pálsson
Páll Pálsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 2006
Þvottahús
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2285638
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
2
Númer íbúðar
2
Vatnslagnir
Upprunalegt
Raflagnir
Upprunalegt
Frárennslislagnir
Upprunalegt
Gluggar / Gler
Tvöfalt gler
Þak
Upprunalegt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
1
Upphitun
Sameiginlegur/hitaveita
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Kvöð / kvaðir
Almenn kvöð um hvers konar lagnir bæjarsjóðs.
** EIGNIN ER SELD OG ER Í FJÁRMÖGNUNARFERLI **

Glæsileg og vel skipulögð 5 herbergja íbúð í viðhaldslitlu fjölbýlishúsi við Ásakór 3 í Kópavogi. Fjölskylduvænt hverfi í nálægð við alla helstu þjónustu.

** 4 rúmgóð svefnherbergi
** Gott útsýni 
** Suður svalir


Nánari upplýsingar veita:
Páll Pálsson lgf. í síma nr. 775-4500 eða palli@palssonfasteignasala.is

www.eignavakt.is
www.verdmat.is 
Góð ráð fyrir kaupendur / seljendur

Birt stærð samkvæmt Þjóðskrá Íslands er 166,6m2, þar af geymsla 7,5m2

Eignin skiptist í anddyri, 4 svefnherbergi, sjónvarpskrók, stofu/borðstofu, eldhús, baðherbergi, þvottahús og geymslu á fyrstu hæð. 

Anddyri er rúmgott með stórum fataskáp. Flísar á gólfum.
Sjónvarpskrókur/skrifstofa gott rými sem nýta má á margan hátt. Glerrennihurð svo hægt er að loka af frá stofu. Parket á gólfum.
Stofa/borðstofa er stór og björt með útgengi á suður svalir. Parket á gólfum.
Eldhús myndar gott flæði við stofu. Góð innrétting með hvítum filmuðum frontum og viðarborðplötu, bakaraofn, helluborð og veggháfur. 
Svefnherbergi I er mjög rúmgott. Stúkað hefur verið af fatarými með góðum skápum og stórum spegli. Parket á gólfum.
Svefnherbergi II er rúmgött. Fataskápur og parket á gólfi.
Svefnherbergi III er rúmgott. Parket á gólfi. 
Svefnherbergi IV er rúmgott með tvöföldum fataskáp. Parket á gólfi. 
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, baðkar með sturtuaðstöðu, upphengt salerni og góð innrétting.
Þvottahús er inn af eldhúsi. Góð innrétting þar sem gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara. 
Geymsla er 7,5fm. á fyrstu hæð hússins.
Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla á fyrstu hæð hússins. 

Húsið er teiknað af Kristni Ragnarssyni arkitekt. Fasteignin Ásakór 1-3 er á leigulóð frá Kópavogsbæ í Kórahverfi. Lóðin er 4.326 fm og í óskiptri en hlutfallslegri sameign 31 séreigna á lóðinni. Á lóðinni eru tveir matshlutar, Ásakór 1 sem er fjölbýlishús með 15 íbúðum og Ásakór 3 sem er fjölbýlishús með 16 íbúðum.
 
Bílastæði á lóðinni eru í óskiptri en hlutfallslegri sameign. 4 hleðslustöðvar eru á lóðinni.

Kórahverfið er fjölskylduvænt umhverfi, stutt í skóla, leikskóla, sundlaug, íþróttir og útiveru.   Þjónusta í göngufæri.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.

Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Pálsson fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
17/11/201744.000.000 kr.58.000.000 kr.166.6 m2348.139 kr.
20/06/201434.750.000 kr.38.000.000 kr.166.6 m2228.091 kr.
01/02/200824.110.000 kr.35.200.000 kr.166.6 m2211.284 kr.
20/02/200716.630.000 kr.104.656.000 kr.536.7 m2194.999 kr.Nei
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Ásakór 13
Skoða eignina Ásakór 13
Ásakór 13
203 Kópavogur
143.2 m2
Fjölbýlishús
413
649 þ.kr./m2
92.900.000 kr.
Skoða eignina Silfursmári 6 208 SÝNUM SAMDÆGURS
Bílastæði
Silfursmári 6 208 SÝNUM SAMDÆGURS
201 Kópavogur
124.4 m2
Fjölbýlishús
312
771 þ.kr./m2
95.900.000 kr.
Skoða eignina Silfursmári 6 309 SÝNUM SAMDÆGURS
Bílastæði
Silfursmári 6 309 SÝNUM SAMDÆGURS
201 Kópavogur
132 m2
Fjölbýlishús
312
749 þ.kr./m2
98.900.000 kr.
Skoða eignina Fífulind 13
Opið hús:10. sept. kl 18:00-19:00
Skoða eignina Fífulind 13
Fífulind 13
201 Kópavogur
145.3 m2
Fjölbýlishús
614
660 þ.kr./m2
95.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin