Ragnar Guðmundsson, löggiltur fasteignasali, hjá fasteignasölunni TORG kynnir: 4ra herbergja hæð með sérinngangi, heitum potti og 18fm sólskála í tvíbýlishúsi að Reykjamörk 5 í Hveragerði. Eignin er skráð samkvæmt Þjóðskrá Íslands 76,8 fm. og skiptist í rúmgóða forstofu, anddyri/hol, eldhús með endurnýjaðri innréttingu, rúmgóða stofu með góðu borðstofuplássi og útgengi á svalir, 3 svefnherbergi, baðherbergi með þvottaaðstöðu, geymslu sem eigendur hagnýta sem vinnuherbergi og geymsluloft sem nær yfir stórann hluta hæðarinnar.
Að sögn eiganda er stór hluti eignar undir súð virkar því gólfflötur stærri en uppgefin fermetratala ásamt því að geymsluloft og nýr óupphitaður geymsluskúr í garði eru ekki skráð í fermetratölu. Rúmgóð innkeyrsla, gróin garður og lóð umlykur húsið. Í bakgarði er stór verönd með heitum potti og hafa eigendur sett upp nýjan 18fm. sólskála (3x6m). Gert var ráð fyrir bílskúrsrétti og 50% eignarhluta í stórum bílskúrsrétti (sjá eignaskiptayfirlýsingu) búið er að jarðvegsskipta, steypa sökkul og gryfju. Skemmtileg eign í góðu hverfi í Hveragerði. Grunnskóli er í næstu götu og stutt er í leikskóla, sundlaug og alla helstu þjónustu. Auk þess eru fallegar gönguleiðir í næsta nágrenni.
Allar nánari upplýsingar veitir Ragnar Guðmundsson, löggiltur fasteignasali, í síma: 844-6516 eða með tölvupósti: ragnar@fstorg.isNánari lýsing:Anddyri / forstofa: Komið er inn í rúmgott anddyri með floti á gólfi. Frá forstofu er útgengt í garð og uppgengt um stiga á aðalhæð eignar.
Hol / svefnherbergisgangur: Parketlagt hol og gangur tengja saman flest rými hæðarinnar.
Eldhús: Bjart eldhús með nýlegri innréttingu með viðaráferð, góðu skápaplássi og svörtum efriskáp með innbyggðri lýsingu. Innréttingin er búin eldavél, ofni, gufugleypi, innbyggð uppþvottavél og stæði fyrir ísskáp. Góður bjartur borðkrókur/borðstofa með plássi fyrir eldhúsborð. Gluggar með opnanlegu fagi og flot á gólfi.
Stofa / Borðstofa: Stofurnar eru í rúmgóðu og björtu alrými með floti á gólfi. Gluggar birta upp stofuna og útgengt er á suður svalir með útsýni út í garð.
Hjónaherbergi: Hjónaherbergi með parketi á gólfi og nýlegum fataskáp með innbyggðri lýsingu.
Svefnherbergi: Að undanskildu hjónaherbergi eru tvö svefnherbergi. Bæði með parketi á gólfum.
Baðherbergi: Innréttað með hvítri innréttingu með dökkri borðplötu með handlaug, vinnuborðplássi, efriskápum, upphengdu salerni, handklæðaofni, sturtuklefa og tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Flísar á gólfi. Gluggi með opnanlegu fagi.
Geymsla/Vinnuherbergi: Á aðalhæð eignar er lítið herbergi (skráð sem geymsla) sem núverandi eigendur hagnýta sem vinnuherbergi.
Geymsluloft: Stórt óeinangrað geymsluloft nær yfir stóran hluta hæðarinnar. Loftið virðist ekki vera skráð í fermetratölu eignarinnar.
Bílskúr og innkeyrsla: Upphaflega var gert ráð fyrir bílskúrsrétti og 50% eignarhluta í stórum bílskúrsrétti (sjá eignaskiptayfirlýsingu) búið er að jarðvegsskipta, steypa sökkul og gryfju en ekki var settur upp bílskúr.
Garður/Lóð: Garðurinn er gróinn og fallegur. Að baka til er hellulagður stígur, heitur pottur, pallur og nýr 18fm. sólskáli (3x6m). Nýr óupphitaður geymsluskúr í garði. Samkvæmt opinberum skráningum og eignaskiptasamningi er lóðin óskipt, þ.e. sameiginleg með neðri hæð, snyrtilega frágengin og er skráð 1.000 fm. að stærð. Samkvæmt seljendum hæðarinnar hafa eigendur hússins komið sér saman um óþinglýstri notkunarskiptingu á garðinum.
Vel skipulögð og falleg fjölskyldueign á vinsælum og grónum stað í Hveragerði þar sem stutt er í leik- og grunnskóla, útivist og alla helstu þjónustu og verslanir.
Allar nánari upplýsingar veitir Ragnar Guðmundsson, löggiltur fasteignasali, í síma: 844-6516 eða með tölvupósti: ragnar@fstorg.isFáðu frítt söluverðmat fyrir eignina þína hér.Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.800 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Gjaldskrá birt með fyrirvara.
Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma
í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir
og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.