Fasteignaleitin
Skráð 19. des. 2024
Deila eign
Deila

Ásbraut 1a

HæðHöfuðborgarsvæðið/Kópavogur-200
147 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
152.700.000 kr.
Fermetraverð
1.038.776 kr./m2
Fasteignamat
106.650.000 kr.
Brunabótamat
91.500.000 kr.
Mynd af Anna Laufey Sigurðardóttir
Anna Laufey Sigurðardóttir
Byggt 2019
Þvottahús
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2507535
Húsgerð
Hæð
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
2
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Svalir
Upphitun
Gólfhiti
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Stórglæsileg penthouse íbúð með miklu útsýni, sérinngangi, á Kársnesi í hjarta Kópavogs. Ásbraut 1A 147 fm þar af geymsla 8,8 fm.

***Áhugasamir vinsamlegast bókið  tíma í skoðun.***

 NÁNARI UPPLÝSINGAR Í SÍMA: 696-5055 EÐA Í EMAIL: ANNA@HUSASKJOL.IS

SMELLTU HÉR TIL AÐ BÓKA TÍMA Í SÖLUSÝNINGU OG  SÆKJA UPPLÝSINGABÆKLING FYRIR ÁSBRAUT 1A. Ef þú átt eftir að selja þá er mikilvægt er að vera með staðfest verðmat á þinni eign til að geta sent inn raunhæf tilboð og verið samkeppnishæfur við aðra kaupendur. Smelltu hér til að bóka sölumat á þinni eign. 

Húsaskjól og Anna Laufey Sigurðardóttir, löggiltur fasteignasali, kynna í einkasölu: Glæsilega þriggja herbergja 147 fm penthouse íbúð með sérinngangi á Kársnesi í Kópavogi. Glæsilegt sjávarútsýni, fjallasýn og einstök birta. Tvennar svalir aðrar 53 fm gengið út frá stofu sem bjóða upp á mikla möguleika og hinar 9 fm út frá svefnherbergi. Íbúðin er hin glæsilegasta með gólfsíðum gluggum og mikilli lofthæð í fallegu og vel byggðu húsi (2019). Stutt í fallegar gönguleiðir meðfram sjávarsíðu og í stofnbrautir.
Nánari lýsing
Forstofa: Flísalögð með góðu skápaplássi. Eldhús: Fallegt og rúmgott eldhús með eyju. Vönduð tæki frá AEG, innbyggður ísskápur og uppþvottavél. Bakaraofninn er í vinnuhæð og spanhelluborð á eldhúseyju með háfi yfir. Stofa/borðstofa: Bjart alrými með opnu eldhúsi, borðstofu og stofu með gólfsíðum gluggum. Einstök birta með sjávarútsýni og fjallasýn yfir Snæfellsjökul til vesturs og Esju til norðurs og stórkostlegri kvöldsól. Mjög mikil lofthæð (4,4m innanmál í efsta punkt).
Herbergi: Rúmgott herbergi 11,4 fm með góðum skápum, hátt til lofts. Hjónaherbergi: Bjart og einstaklega rúmgott 20,2 fm með góðum skápum útgengi á svalir til austurs og suðurs.Hátt til lofts.
Baðherbergi: Mjög rúmgott 12,5 fm baðherbergi með sturtu og baðkari. Flísalagt í hólf og gólf. Þrír gluggar tveir eru opnanlegir.
Þvottahús: Flísalagt með innréttingu og vaski. Geymsla: Geymslan er 8,8 fm. með epoxy-kvarts gólfefni. Sameign: Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla í kjallara sem er 21,5 fm. Svalir: 53 fm gengið út frá stofu og snúa í suður-, vestur og norðurátt. Hellulagðar með hitalögn, svalahandrið er með hertu gleri. Svalir: 9 fm gengið út frá svefnherbergi og snúa til austurs og suðurs. 

Gólfhiti er á allri íbúðinni, eikarharðparket í alrými og herbergjum og ljósar flísar í forstofu, baðherbergi og þvottahúsi. Innfelld ledlýsing er í alrými, svefnherbergi og baðherbergi. Innihurðir eru yfirfelldar hvítar, allar hurðir eru 2.1m á hæð.

Veggur fyrir neðan húsið er hljóðvarnarveggur með svokölluðum garbon grindum. Planið er malbikað og hellulagt, hitalagnir í nánast öllum aksturs og gönguleiðum.

Ásbraut 1A er staðsett innst í botlanga í friðsælu, rótgrónu og rólegu hverfi í hjarta Kópavogs. Penthousíbúðin nær yfir heila hæð með gluggum í allar áttir í þryggja íbúða húsi. Stutt er í aðgengi að verslunum, söfnum, kirkju, heilsugæslu sem og frábærum gönguleiðum um  Kársnesið og í Fossvoginn. 

Hér er hægt að nálgast teikningar af eign 

Allar nánari upplýsingar veitir Anna Laufey Sigurðardóttir löggiltur fasteignasali í email:  anna@husaskjol.is eða í síma 696-5055

Hér fyrir neðan er lýsing af húsinu tekin úr skilalýsingu;

  • Húsin eru klædd að utan með sléttu áli og harðvið. Gluggar eru viðhaldsléttir ál/tré
  • Aukin lofthæð 2,8m og enn meiri í penthouse íbúðum.
  • Aukin einangrun á milli íbúða.
  • Sérsmíðaðar innréttingar frá Ormsson/HTH.
  • Lóð er vel afgirt með hljóðeinangrandi vegg að Kársnesbraut. Aksturs og gönguleiðir eru malbikaðar og/eða hellulagðar með hitalögn. Önnur svæði eru tyrfð, tré og steinker prýða lóðina. Öll aðkoma og húsin sjálf eru vel upplýst.

Fylgdu Húsaskjóli á TikTok

Húsaskjól fasteignasala - af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar

Fylgdu okkur á Instagram
Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um okkur að segja
Hvað er í gangi á fasteignamarkaðnum? Skráðu þig á Fréttaskot Húsaskjóls

Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer,  sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​ 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.   

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald.  Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði

DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
14/03/202282.000.000 kr.105.000.000 kr.147 m2714.285 kr.
31/10/202070.750.000 kr.86.400.000 kr.147 m2587.755 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Skólagerði 37
Bílskúr
Skoða eignina Skólagerði 37
Skólagerði 37
200 Kópavogur
179.6 m2
Parhús
514
777 þ.kr./m2
139.500.000 kr.
Skoða eignina Naustavör 56
Bílastæði
Skoða eignina Naustavör 56
Naustavör 56
200 Kópavogur
130.2 m2
Fjölbýlishús
412
1128 þ.kr./m2
146.900.000 kr.
Skoða eignina Naustavör 64
Bílastæði
Skoða eignina Naustavör 64
Naustavör 64
200 Kópavogur
139.9 m2
Fjölbýlishús
322
1000 þ.kr./m2
139.900.000 kr.
Skoða eignina Naustavör 64
Bílastæði
Skoða eignina Naustavör 64
Naustavör 64
200 Kópavogur
147.5 m2
Fjölbýlishús
322
1104 þ.kr./m2
162.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin