Valhöll kynnir: Glæsilegt 6 herbergja svansvottað raðhús á tveimur hæðum á Urriðaholtinu. Um er að ræða umhverfisvæn og heilnæm hús sérsniðin að þörfum fjölskyldufólks. Húsin eru staðsett ofarlega í austurhluta hverfisins við hlið skóla, leikskóla, íþróttasvæðis og almenningsgarðs. Húsið skiptist í 5 svefnherb., þvottaherbergi, tvö baðherbergi, sjónvarpshol, eldhús, stofu og borðstofu með útgengi út á timburpall og garð í vestur, auk geymslu fyrir framan húsið. Í húsinu er loftræstikerfi. Húsin eru byggð úr krosslímdum timbureiningum í samstarfi við Element ehf. sem framleiddar eru af KLH Massivholz í Austurríki , unnar úr sjálfbærum evrópskum skógum. Við hönnun var lagt var mikið upp úr ljós- og hljóðvist í húsinu ásamt loftgæðum.
Nánari upplýsingar veitir: Óskar H. Bjarnasen fasteignasali / lögmaður í síma 691-1931 eða með í tölvupósti á netfanginu oskar@valholl.is Nánari lýsing:Neðri hæð skiptist í: anddyri, baðherbergi með sturtu, svefnherbergi, þvottahús, eldhús, stofu og borðstofu. Á neðri hæð er gólfhiti og gólfefni eru ítalskar flísar.
Anddyri: er rúmgott og með fataskápum
Baðherbergi I: er flísalagt í hólf og gólf, með walk-in sturtu og svörtum blöndunartækjum
Svefnherbergi I: er rúmgott með hurð út á verönd til suðausturs.
Þvottahús: er rúmgott, með góðri innréttingu og vaski
Seturými/vinnuaðstaða: er undir stiganum.
Eldhús: er með glæsilegum innréttingum frá AXIS, kvartssteinsborðplötum og tveimur nýjum ofnum, innbyggðum ísskáp og uppþvottavél. Innfelld lýsing í lofti.
Borðstofa/stofa: eru í opnu alrými með góðri lofhæð. Bjart rými með góðum gluggum þaðan sem úgengt er út á timburpall og garð sem nýtur sólar frá miðjum degi og fram á kvöld. Innfelld lýsing í lofti og hljóðvistarplötur frá Ebson.
Efri hæð skiptist í: rúmgott sjónvarpshol, baðherbergi með sturtu og baðkari og fjögur rúmgóð svefnherbergi. Á efri hæð er ofnakerfi og gólfefni eru teppaflísar sem eru einnig á stiga.
Sjónvarpshol: er á milli herbergjanna, en tvö svefnherbergi eru á sitt hvorri hliðinni við sjónvarpsholið. Yfir stiganum er þakgluggi sem hleypir fallegri birtu inn.
Hjónaherbergi: er rúmgott, með mikilli lofthæð, góðu skápaplássi og útgengi á svalir.
Baðherbergi II: er mjög rúmgott, flísalagt í hólf og gólf. Walk-in sturta og frístandandi baðkar.
Barnaherbergin á hæðinni eru þrjú: öll rúmgóð með teppaflísum á gólfi.
Framanvið húsið er morgunsól og lokaður hellulagður garður ásamt rúmgóðum,
upphituðum geymsluskúr og
tengi fyrir heitum potti.Tvö sérmerkt bílastæði fylgja húsinu og
með uppsettun staur fyrir rafhleðslustöð.
Nánar um raðhúsin: Aðalarkitekt hússins er Arnar Þór Jónsson hjá Arkís arkitektum. Verkefnið er Svansvottað í samstarfi við Umhverfisstofnun, þar sem hagað var bæði hönnun og efnisvali með þeim hætti að kröfur umhverfisvottunar Svansins séu uppfylltar. Svanurinn er opinbert norrænt umhverfismerki og strangar kröfur vottunarinnar um lágmörkun umhverfisáhrifa eiga tryggja að Svansmerkt vara sé betri fyrir umhverfið og heilsuna án þess að fórna gæðum. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu byggingaraðila,
www.vistbyggd.isUrriðaholt er þéttbýli í náinni tengingu við nokkur helstu útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins, ósnortnar náttúru og góðar samgönguæðar sem stytta leiðir í allar áttir. Sjá nánar um Urriðaholt:
www.urridaholt.is.
Nánari upplýsingar veitir: Óskar H. Bjarnasen fasteignasali / lögmaður í síma 691-1931 eða með í tölvupósti á netfanginu oskar@valholl.is