---- EINBÝLISHÚS Á EINNI HÆÐ MEÐ MIKLU ÚTSÝNI OG AUKAÍBÚÐ Í BÍLSKÚR ----
HÚSIÐ ER MJÖG VEL STAÐSETT Í LOKUÐUM BOTNLANGA Á GÓÐUM STAÐ Í ÁRTÚNSHOLTI.
Domusnova og Sölvi Sævarsson kynna: Glæsilegt mikið endurnýjað 254,1 fm einbýlishús á einni hæð ásamt sérstæðum tvöföldum bílskúr á góðum útsýnisstað við Bröndukvísl 10 í 110, Reykjavík. Gróin lóð með trjágróðri, grasflöt og geymsluskúr á lóð. Heitur pottur í suður út frá sólstofu. Næg bílastæði framan við hús og hiti í bílaplani og stéttum að húsi. Aukaíbúð c.a 26 fm studioíbúð með sérinngangi í hægri hluta bílskúrs.Húsið skiptist í anddyri, eldhús, borðstofu, sólstofu, gott stofurými, þrjú stór svefnherbergi, hol (vinnurými sem getur verið fjórða herbergið) tvö baðherbergi ásamt stóru þvottahúsi með hurð út á lóð. Virkilega glæsilegt og vel viðhaldið hús á góðum stað í Reykjavík.
ATH grunnteikning húsins gefur ekki alveg rétta mynd af skipulagi hússins.
Búið er að stækka stofu og færa hjónaherbergi þar sem sjónvarpshol er sýnt á teikningu. Lítið mál er að setja upp vegg og bæta við fjórða svefnherberginu gengt anddyri sem er hol/ vinnurými í dag ( lítið herbergi sýnt á teikningu sem yrði þá stærra ) ef settur væri upp veggur þar væru fjögur rúmgóð herbergi í húsinu + aukaíbúð í bílskúr.
------ GLÆSILEG EIGN SEM VERT ER AÐ SKOÐA ------ - Vandaðar innréttingar og hurðar frá Brúnás, endurnýjað 2012.
- Niðurlímt parket á stofu og herbergjum endurnýjað 2012.
- Tvö baðherbergi bæði endurnýjuð á árunum 2008-2009.
- Raflagnaefni endurnýjað 2012 – lýsing í stofu frá Lumex.
- Gluggar og gler hefur verið yfirfarið og endurnýjað 2021.
- þak og kantur málað 2023.
- Aukaíbúð í bílskúr.
Eignin er í heild skráð 254,1 fm² skv. Þjóðskrá Íslands, þar af er bílskúr 54,6 m² og er studioíbúð þar 26,2 m²
Fasteignamat 2025 er 162.600.000.- Byggingarár er 1983. Allar nánari uppl. veitir Sölvi Sævarsson löggiltur fasteignasali í s. 618-0064 eða solvi@domusnova.is Nánari lýsing:Anddyri – Bjart rúmgott með fataskápum frá Brúnás innréttingum frá árinu 2012 úr hnotuvið sem ná að lofti. Gólfhiti í andyrisgólfi og nýlegar flísar frá 2022.
Alrými/ eldhús, borðstofa og sólstofa – Í opnu sameiginlegu rými. Eldhúsinnrétting var endurnýjuð 2012 og er frá Brúnás innréttingum með góðu vinnuplássi, tækjasskáp, eyju með miklu skápaplássi og morgunverðarborði í eyju. Borðplötur á innréttingu eru úr kvartsstein frá Rein frá árinu 2022, spanhelluborð, undirfelldur vaskur og ofnar frá Siemens er einnig frá 2022. Lýsing í loftum, kubbaljós og ljós yfir eyjunni eru frá Lumex og fylgja eigninni. Gólfhiti og gólfflísar voru endurnýjaðar 2022 frá Flísabúðinni.
Stofa – Björt tvöföld stofa með fallegu útsýni yfir sundinn að Snæfellsjökli og í Esjuna. Stofurýmið ásamt alrými er allt málað 2023. Hurð er úr stofu út í garð. Niðurlímd rauðeik frá Harðviðarval á gólfi.
Hol/skrifstofa - Á
hægri hönd þegar komið er inn af anddyri er skrifstofa í dag og er auðvelt að gera þar fjórða herbergið. Við hlið skrifstofurýmis eru tvö góð barnaherbergi, hjónaherbergi og baðherbergi. Barnaherbergin eru bæði með Ikea fataskápum og niðurlímdu parketi.
Baðherbergi – Var endurnýjað 2009, Veggir og gólf er flísalögð vönduðum flísum frá Agli Árnasyni. Baðinnrétting er hvítlökkuð frá Hegas með borðblötu úr kvartsstein frá Rein. Upphengt og innfellt salerni frá Ísleifi Jónssyni, innfelld blöndunartæki við sturtbaðkar og hanklæðaofn einnig frá Ísleifi. Gólfhiti og gluggi á baðherbergi.
Hjónaherbergi – Er staðsett við hlið baðherbergis. Hvítur háglans fataskápur með rennihurðum, niðurlímt parket á gólfi. Inn af hjónaherbergi er
stórt þvottahús með góðri hvítri innréttingu með flísum á milli efri og neðri skápa og góðu vinnuplássi.
Úr Þvottahúsi er hurð út á lóð þar sem stutt er í
heitan pott frá Normex sem er frá 2020.
Annað Baðherbergi - Er inn af þvottahúsi sem einnig var endurnýjað 2009, flisalagt flísum frá Agli Árnasyni með walk inn sturtu með innfelldum blöndunartækjum og glerþili þar við. Vönduð innrétting frá Hegas og kvarstein á borði. Stór spegill á baði, hanklæðaofn og upphengt salerni í framhaldi af innréttingu með kvartsstein þar við.
Innréttingar og gólfefni: Vandaðar innréttingar úr hnotu frá Brúnás innréttingum í eldhúsi og í fataskáp í anddyri. Innhurðar eru einnig sérsmíðaðar úr Hnotu frá Brúnás innréttingum.
2012 - Parket á stofu, holi og herbergjum var endurnýjað og er vandað niðurlímt parket úr rauðeik frá Agli Árnasyni.
Rafmagn, rofar, tenglar ásamt innlagnarefni var endurnýjað árið 2012 ásamt ljóskösturum í loftum og yfir eyju frá Lumex sem fylgja eigninni.
Bílskúr er tvöfaldur og er studíoíbúð í hluta bílskúsr c.a 26,2 fm.
Studioíbúð - Var útbúin 2016 – Þar sem er eldhús, svefn og stofurými ásamt baðherbergi. Nýleg eldhúsinnrétting frá Ikea með ofni, innbyggðum ísskáp og litlu spanhelluborði, flísar við innréttingu. Vynilparket á gólfi eldhúss og svefnrýmis, Hátt er til lofts og eru Heracustic hljóplötur í lofti. Gott geymsluloft er yfir hluta af íbúðinni. Baðherbergið er flísalagt með sturtu, lítilli innréttingu, speglskáp og upphengdu salerni og er rými er fyrir þvottavél á baðherbergi.
Bílskúr – Hátt er til lofts í bílskúr og Heracustic hljóðplötur í lofti. Epoxy á bílskúrsgólfi frá 2020. Innrétting er innst í bílskúr og heitt og kalt vatn ásamt 3ja fasa rafmagni.
Upplýsingar frá eiganda um framkvæmdir utanhús síðustu ára:- Allir gluggar í húsinu eru úr harðvið. árið 2020-2021 var sett nýtt hljóðvistargler að norðanverðu og gler með sólstoppi í allt húsið að undanskildum bílskúr, þvottahúsi og barnaherberginu á framhlið.
- Gluggar voru yfirfarnir, málaðir og settir nýir állistar í undirlista við gler .
- 2023 var þak málað og settar yleiningar á þak á garðstofu, þar á eftir að setja tjörudúk og laga þakkantinn þarf fyrir framan (verður gert í apríl).
- Garðhús á lóð er frá Húsasmiðjunni og var sett upp 2016. Gert var ráð fyrir kerru á geymslusvæði við hliðina á garðhýsinu, þar sem er hlið út.
- Hiti í bílaplaninu og heim að húsinu með innspýtingu. Bílaplanið var stækkað 2020 (fyrir þriðja bílinn eða ferðahýsi) en þar er ekki hitalögn.
Sólstofa, Pallar og lóð:2020 - Pallur gerður og heitur pottur frá Normex komið fyrir á palli.
Sólpallur er viðhaldslítill úr Síberíulerki og þarf ekki að bera á. Skjólvegginn við pall er einnig úr Síberíulerki, málaður hvítur.
Skjólveggur fyrir neðan hús var settur upp í kringum 2020.
Nánasta umhverfi:Stutt er í flesta þjónustu, skóla, leikskóla og verslanir. Stutt í góðar göngu- og hjólaleiðir að Elliðarárdalnum.
Nánari upplýsingar veitir:
Sölvi Sævarsson löggiltur fasteignasali. í síma 618-0064 eða solvi@domusnova.is
– eða skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.isUm skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila, (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt kr. 50.000 - 75.000. Sjá nánar á heimsíðum lánastofnanna.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 79.900 kr.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða þá greiðir kaupandi skipulagsgjald þegar það verður lagt á. Skipulagsgjaldið er 0.3% af endanlegu brunabótamati.