DOMUSNOVA KYNNIR: Falleg 3ja herbergja íbúð í góðu og vel staðsettu fjölbýlishúsi á rólegum stað í hjarta Reykjavíkur.
Íbúðin er öll ný máluð.
Íbúðin er á jarðhæð með útgengi á hellulagða verönd.
Þvottahús fyrir fjórar íbúðir er á hæðinni og sér geymsla í kjallara.
Samkv. fasteignayfirliti er íbúðin 73,6fm og geymsla 5,2 fm, alls 78.9 fm
Íbúðin getur verið laus til afhendingar við kaupsamning.
Hafið samband við Vilborgu Gunnarsdóttur í síma 891 8660 eða vilborg@domusnova.is Nánari lýsing:Forstofa: Komið er inn í forstofugang með innbyggðum fataskáp.
Hjónaherbergi er rúmgott með góðum skápum sem ná upp í loft og gólfsíðum glugga.
Svefnherbergi II með fataskáp og veggföstum hillum og borði.
Baðherbergi, flísalagt í hólf og gólf með innréttingu yfir og undir vaski. Baðkar með sturtuaðstöðu.Salernið er nýlega endurnýjað.
Stofa og eldhús eru samliggjandi.Eldhús. Mahogani innrétting. AEG keramik helluborð, bakaraofn og Samsung vifta voru endurnýjuð 2019.
Útgengi á hellulagða verönd frá eldhúsi til vesturs.Stofan er mjög björt með gluggum til norðurs og vestur.
Sér geymsla íbúðar er í sameign. Hún er 5,2 fm með aukinni lofthæð.
Sameiginlegt þvottahús er á hæðinni, eingöngu notað af íbúðum jarðhæðar, sem eru fjórar.
Sameiginleg hjóla- og vagna geymsla í sameign.Lóðin er eignarlóð.
Húsvörður er í húsinu; sem einnig sinnir vinnu fyrir Klapparstíg 1-7 og Skúlagötu 10.
Stutt er í miðbæinn, verslanir og þjónustu, skóla, leikskóla og leiksvæði fyrir börn.
FALLEG OG VÖNDUÐ EIGN SEM VERT ER AÐ SKOÐA.
Seljandi hefur ekki búið í eigninni og getur því ekki veitt nákvæmar upplýsingar um ástand hennar og er því væntanlegum kaupendum bent á að skoða eignina sérstaklega vel og fá jafnvel til þess fagmenn í húsaskoðun.
Nánari upplýsingar veita:Vilborg Gunnarsdóttir, s. 891 8660 / vilborg@domusnova.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:- Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
- Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
- Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
- Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
- Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.