Fallegt og mikið endurnýjað einbýlishús sem skiptist í þrjár íbúðir á góðum stað í Stykkishólmi.Fimm herbergja íbúð á efri hæð og tvær 2ja herbergja íbúðir á neðri hæð sem eru í útleigu í dag.
* Útleigumöguleikar* Þak endurnýjað 2005
* 3 endurnýjuð baðherbergi
* Rafmagnstafla endurnýjuð 2019
***EIGN SEM ER ÞESS VIRÐI AÐ SKOÐA***Nánari upplýsingar veita:
Helen Sigurðardóttir lgf. Í síma 849-1921 eða helen@palssonfasteignasala.is******palssonfasteignasala.is**********verdmat.is****Birt stærð eignanna samkv. Þjóðskrá Íslands er samtals 209 m2, og fyrirhugað fasteignamat 2023 er 59.800.000 kr. Þá er stærri eignin skráð 159,20 m2 og sú minni 49,80 m2.Eignin er á tveimur hæðum og er á tveimur fastanúmerum.
Íbúð 1 er 5 herbergja sérhæð, skráð 113,6 m2.Skiptist í forstofu, stofu / borðstofu, eldhús, gang, 4 svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og geymslu. 2019 var endurnýjað rafmagn, einangrun, loftplötur og gólfefni á íbúðinni.
Forstofa er flísalögð með fataskáp
Stofa / borðstofa er með parket á gólfi, opin með stórum gluggum. Útgengt út í garð.
Eldhús er með eldhúseyju sem hægt er að sitja við, helluborð, háfur og bakarofn í vinnuhæð. bakaraofn 2018 og vatnslagnir 2019.
Gangur er með parket á gólfi og fataskápum.
4 svefnherbergi með parket á gólfi
Baðherbergi var endurnýjað 2018, og er flísalagt með walk-in sturtu, innréttingu með handlaug og upphengdu wc. Gólfhiti.
Þvottahús er flísalagt með innréttingu fyrir þvottavél / þurrkara og með útgengi út
Geymsla er innan íbúðar
Íbúð 2 er 2ja herbergja íbúð á neðri hæð, skráð 49,8 m2Skiptist í stofu, eldhús, svefnherbergi og baðherbergi.
Stofa er með parket á gólfi.
Eldhús er með innréttingu og nýlegum bakarofni, helluborði og uppþvottavél.
Baðherbergi var endurnýjað 2018, það er flísalagt með wc, sturtu og innréttingu. Tengi fyrir litla þvottavél.
Svefnherbergi er með góðum fataskáp.
Íbúð 3 er 2ja herbergja íbúð sem er útbúin úr geymslu og bílskúr, skráð 45,6 m2. Væri vel hægt að breyta aftur í fyrra horf.
Skiptist í stofu, eldhús, svefnherbergi og baðherbergi.
Gengið er inn í
stofu með parket á gólfi.
Eldhús er með eldavél, viftu, tengi fyrir uppþvottavél og borðkrók
Svefnherbergi með parket á gólfi og innbyggðum fataskáp sem var áður geymsla.
Baðherbergi er innangengt út sameign á neðri hæð. Verið að gera það upp með nýrri walk-in sturtu, innréttingu, blöndunartækjum og salerni.
Afar vel staðsett eign og stutt að sækja alla þjónustu í bænum. Gott útsýni og fallegur gróinn garður við húsið.
Smelltu hér fyrir góð ráð fyrir kaupendurNýjustu fréttir af fasteignamarkaðnumGjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Pálsson fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.