Auður Magnúsdóttir Löggiltur fasteignasali og Lind fasteignasala kynna fallegt parhús á tveimur hæðum í fjölskylduvænu hverfi við Stuðlaberg 36, Setberginu í Hafnarfirði. Samkvæmt FMR er eignin skráð 169,1 fm en þar af er 18 fm byggingaréttur á bílskúr.
Eignin skiptist í forstofu, eldhús, borðstofu, stofu, þrjú svefnherbergi, sjónvarpsrými, tvö baðherbergi, þvottahús, geymslu og garð með geymsluskúr.
Nánari lýsing neðri hæð
Forstofa með flísum á gólfi
Eldhúsið er í opnu rými við borðstofu og stofu, viðarinnrétting með flísum á milli skápa, ísskápur, frystir og bakaraofn í vinnuhæð.
Borðstofa/stofa í opnurými, stórir gluggar sem gefa fallega birtu.
Gestasalerni með flísum á gólfi, upphengt salerni, vaskur.
Geymsla lítil geymsla innan íbúðar.
Efri hæð
Sjóvarpshol í opnu rými þegar komið er upp stigann.
Hjónaherbergi með fataskápum, útgengi út á svalir.
Herbergi rúmgott herbergi.
Herbergi með fataskáp
Baðherbergið er endurnýjað, flísar á gólfi og veggjum. Upphengt salerni, baðkar, sturta og handklæðaofn, falleg innrétting og spegill með lýsingu.
Sér garður með geymsluskúr, hleðslustöð fyrir rafbíl.
Árið 2025 var skipt um hornagluggann í stofunni niðri.
Árið 2022 var þakið yfirfarið, skipt um járn og pappa. Nýjar þakrennur.
Árið 2022 var baðherbergið á efri hæðinni endurnýjað.
Árið 2019 var skipt um gler og lista í gluggum í barnaherbergjunum, gluggum í borðstofunni og í sjónvarpsholi nema á vesturshliðinni.
Vel skipulagt fjölskylduhús á rólegum og fjölskylduvænum stað - stutt í skóla, leikskóla og alla helstu verslun og þjónustu - íþróttasvæði FH í næsta nágrenni - stutt í stofnæðar.
Nánari upplýsingar veitir Auður Magnúsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 8482666, tölvupóstur audur@fastlind.is.
-----------------------------------------------------------------------
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila
Fyrstu kaup - 0,4% af heildarfasteignamati
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.