Fasteignaleitin
Skráð 6. sept. 2024
Deila eign
Deila

Þrastarhöfði 8

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Mosfellsbær-270
127.4 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
99.500.000 kr.
Fermetraverð
781.005 kr./m2
Fasteignamat
81.400.000 kr.
Brunabótamat
60.250.000 kr.
Mynd af Hallgrímur Óli Hólmsteinsson
Hallgrímur Óli Hólmsteinsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 2005
Þvottahús
Garður
Fasteignanúmer
2279086
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Númer íbúðar
2
Vatnslagnir
í lagi að sögn seljanda
Raflagnir
Í lagi að sögn seljenda
Frárennslislagnir
í lagi að sögn seljanda
Gluggar / Gler
í lagi að sögn seljenda
Þak
Í lagi að sögn seljenda
Upphitun
Hitaveita
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Eignin er ***SELD*** með hefðbundnum fyrirvörum


Trausti fasteignasala, Hallgrímur Hólmsteinsson löggiltur fasteignasali kynna glæsilega fjögurra herbergja endaíbúð á jarðhæð að Þrastarhöfða 8 í hinu vinsæla Höfðahverfi í Mosfellsbæ. Stór sólpallur er við íbúðina með skjólveggjum og ltilum geymsluskápum. Íbúðin er með sérinngang og tvö merkt einkabílastæði þar sem annað er komið með hleðslustöð fyrir rafmagnsbíl. Þetta er frábærlega vel staðsett íbúð þar sem stutt er í Lágafelsslaug, skóla og leikskóla og golfvöllur í göngufæri með nýjum golfskála með veitingahúsi. 

Íbúðin er 127,4 m2 samkvæmt HMS. Vinsamlega athugið að eignin verður ekki sýnd fyrir opið hús. 

Nánari upplýsingar veitir Hallgrímur Hólmsteinsson í síma 896-6020 eða hallgrimur@trausti.is.


Nánari lýsing eignar:
Gengið er inn um sérinngang þar sem komið er inn á flísalagt anddyri með góðum skápum. 
Holið með parketi og eru herbergin til beggja hliða en gengið er inn í opið alrými eldhúss og stofu. 
Stofan er björt og rúmgóð með parketi á gólfi og þaðan er útgengt út á stóra verönd í sem snýr í vestur.
Eldhúsið er bjart með stórri og rúmgóðri innréttingu og flísum á gólfi og eyju með helluborði. Granítsteinn er á eldhúsbekkjum.
Þvottahús er innan íbúðar með góðum skápum, vaski og vaskaborði, flísar á gólfi. 
Hjónaherbergi er rúmgott og bjart með góðum skápum og parketi á gólfi. 
Barnaherbergin eru tvö og er parket á báðum og góðir fataskápar.
Baðherbergi er óvenju rúmgott, flísalagt í hólf og gólf með hornbaðkari og sturtuklefa. Ljós viðarinnrétting er á baðinu ásamt skápum. 
Veröndin liggur með vesturhlið hússins og eru skjólveggir með henni allri. Gengið er út af veröndinni í góðan garð sem deilt er með húsinu. 
Innan íbúðarinnar er lítið herbergi sem nýtist sem geymsla eða vinnuherbergi

Í sameign er geymsla fyrir garðáhöld og sláttuvél hússins og sér geymsla íbúðarinnar. Hún er skráð 4,6mhjá HMS.
Íbúar hússins létu reisa geymsluskúr á lóðinni og klæða eins og húsið og þar er hjóla og vagnageymsla.
Húsið er klætt flísum og jatoba harðviði sem gerir viðhaldsþörf minni. 
Íbúðin hefur fengið mjög gott viðhald frá byggingu og eru seljendur fyrstu íbúar hennar. Húsið var byggt af ÍAV 2005 og hefur líka fengið gott og reglubundið viðhald í gegnum tíðina. 

Þrastarhöfðinn er afar vinsæll og sjaldan sem íbúðir sem þessi koma í sölu þar. Sjón er sögu ríkari, bókið skoðun hjá Hallgrími Hólmsteinssyni lgfs. í síma 896-6020 eða hallgrimur@trausti.is
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Uglugata 2
Skoða eignina Uglugata 2
Uglugata 2
270 Mosfellsbær
140.2 m2
Fjölbýlishús
413
684 þ.kr./m2
95.900.000 kr.
Skoða eignina Tröllateigur 24
Bílastæði
Skoða eignina Tröllateigur 24
Tröllateigur 24
270 Mosfellsbær
144.3 m2
Fjölbýlishús
423
672 þ.kr./m2
96.900.000 kr.
Skoða eignina Þrastarhöfði 7
Þrastarhöfði 7
270 Mosfellsbær
127.4 m2
Fjölbýlishús
413
781 þ.kr./m2
99.500.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin